Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar 15. janúar 2026 17:30 Kastljósið beinist þessa dagana að skólamálum í kjölfar yfirlýsinga nýs ráðherra í barna-og menntamálaráðuneytinu um endurskoðun og uppstokkun á skólakerfinu. Það er fagnaðarefni að ráðherrann tali umbúðalaust um þau vandamál sem við blasa og að taka eigi á málunum. Skóli án aðgreiningar á þrotum Ráðherrann gerir sér grein fyrir því að stefnan um skóla án aðgreiningar hefur beðið skipbrot og að við þurfum að horfast í augu við það. Álagið í skólastofunum er oft á tíðum óbærilegt og ljóst fyrir löngu að bregðast verði við breyttri samsetningu nemenda í skólunum. Einnig er það jákvætt að taka samræmdu prófin upp að nýju og verður til mikilla bóta ef staðið verður við að birta einkunnir nemenda eftir skólum í landinu líkt og ráðherra boðar. Að birta niðurstöðurnar gefur skólum tækifæri til samanburðar og til að vega og meta aðferðir sínar. Það liggur fyrir að staðan er alvarleg og tala tölurnar sínu máli. Á Íslandi er mun meiri fjármunum varið til skólamála en að meðaltali innan OECD -ríkja en námsárangurinn er umtalsvert lakari en meðaltalið í þessum löndum. Festumst ekki í rörsýn Ég tók þessi mál upp á Alþingi í dag og hvatti ráðherra til að festast, í endurskoðun sinni, ekki í að gera upp á milli mismunandi leiða sem notaðar hafa verið í lestrarkennslu, ,,Byrjendalæsi“, „Kveikjum neistann“, „Lestur er lífsins leikur“ eða hvað aðferðirnar heita. Búum ekki til einhverja eina ríkisleið! Vænlegra til árangurs er að skapa umhverfi þar sem ólíkar og nýjar hugmyndir innan skólakerfisins verða til og fá að blómstra. Til dæmis væri áhugavert fyrir ráðherrann að kynna sér skólastarf innan sjálfstætt rekinna skóla en þeir hafa umtalsvert meira svigrúm en opinberu skólarnir til að beita nýjum aðferðum í störfum sínum og kennslu. Sjálfstætt reknir skólar eru afar mikilvægir í skólaflóru okkar en oftar en ekki hefur hugmyndaríkt og öflugt fólk átt frumkvæði að því að stofna slíka skóla til þess að auka fjölbreytni og valmöguleika í skólakerfinu. Skóli Ísaks Jónssonar, sem fagnar einmitt aldar afmæli á árinu, er gott dæmi þar um en nýsköpun í læsisaðferðum var einmitt þeirra sérstaða. Virkjum allt það metnaðarfulla og kraftmikla fólk sem við eigum í menntakerfinu og leyfum fjölbreyttum hugmyndum þeirra að njóta sín og nýtum okkur reynslu þeirra. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rósa Guðbjartsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Skóla- og menntamál Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Kastljósið beinist þessa dagana að skólamálum í kjölfar yfirlýsinga nýs ráðherra í barna-og menntamálaráðuneytinu um endurskoðun og uppstokkun á skólakerfinu. Það er fagnaðarefni að ráðherrann tali umbúðalaust um þau vandamál sem við blasa og að taka eigi á málunum. Skóli án aðgreiningar á þrotum Ráðherrann gerir sér grein fyrir því að stefnan um skóla án aðgreiningar hefur beðið skipbrot og að við þurfum að horfast í augu við það. Álagið í skólastofunum er oft á tíðum óbærilegt og ljóst fyrir löngu að bregðast verði við breyttri samsetningu nemenda í skólunum. Einnig er það jákvætt að taka samræmdu prófin upp að nýju og verður til mikilla bóta ef staðið verður við að birta einkunnir nemenda eftir skólum í landinu líkt og ráðherra boðar. Að birta niðurstöðurnar gefur skólum tækifæri til samanburðar og til að vega og meta aðferðir sínar. Það liggur fyrir að staðan er alvarleg og tala tölurnar sínu máli. Á Íslandi er mun meiri fjármunum varið til skólamála en að meðaltali innan OECD -ríkja en námsárangurinn er umtalsvert lakari en meðaltalið í þessum löndum. Festumst ekki í rörsýn Ég tók þessi mál upp á Alþingi í dag og hvatti ráðherra til að festast, í endurskoðun sinni, ekki í að gera upp á milli mismunandi leiða sem notaðar hafa verið í lestrarkennslu, ,,Byrjendalæsi“, „Kveikjum neistann“, „Lestur er lífsins leikur“ eða hvað aðferðirnar heita. Búum ekki til einhverja eina ríkisleið! Vænlegra til árangurs er að skapa umhverfi þar sem ólíkar og nýjar hugmyndir innan skólakerfisins verða til og fá að blómstra. Til dæmis væri áhugavert fyrir ráðherrann að kynna sér skólastarf innan sjálfstætt rekinna skóla en þeir hafa umtalsvert meira svigrúm en opinberu skólarnir til að beita nýjum aðferðum í störfum sínum og kennslu. Sjálfstætt reknir skólar eru afar mikilvægir í skólaflóru okkar en oftar en ekki hefur hugmyndaríkt og öflugt fólk átt frumkvæði að því að stofna slíka skóla til þess að auka fjölbreytni og valmöguleika í skólakerfinu. Skóli Ísaks Jónssonar, sem fagnar einmitt aldar afmæli á árinu, er gott dæmi þar um en nýsköpun í læsisaðferðum var einmitt þeirra sérstaða. Virkjum allt það metnaðarfulla og kraftmikla fólk sem við eigum í menntakerfinu og leyfum fjölbreyttum hugmyndum þeirra að njóta sín og nýtum okkur reynslu þeirra. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar