900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar 14. janúar 2026 09:33 Í gildandi aðalskipulagi Reykjavíkur til 2040 er gert ráð fyrir að Hallsvegur verði framlengdur frá Grafarvogi að Vesturlandsvegi og skilgreindur sem tveggja akreina gata milli Vesturlandsvegar og Sundabrautar. Í aðalskipulaginu er þetta orðað skýrt: „Hallsvegur verður tveggja akreina gata frá Vesturlandsvegi að Sundabraut.“ Þessi setning skiptir máli vegna þess að hún sýnir að hér er stefnumótandi ákvörðun sem getur orðið að veruleika með stuttu fyrirvara, ef næstu skref í skipulagi verða tekin. Allir þeir sem kunnugir eru staðháttum vita að Hallsvegur, sem liggur milli Folda og Húsahverfa annars vegar og Rimahverfis og Gufuneskirkjugarðs hinsvegar, liggur ekki upp á Vesturlandsveg. Þrátt fyrir að gert hafi verið ráð fyrir þeirri tengingu í aðalskipulagi Reykjavíkur í áraraðir. Enn á eftir að deiliskipuleggja þennan 900 metra bút sem vantar upp á, tenginguna sem myndi hleypa mikilli umferð beint inn í hverfið. Tillaga Sjálfstæðisflokksins: Grafarvogur verði ekki klofinn í tvennt Sjálfstæðisflokkurinn í borgarstjórn lagði til á síðasta borgarstjórnarfundi að þessi tenging yrði felld út úr aðalskipulagi og þannig yrði íbúum Grafarvogs gert ljóst að hverfið verði ekki klofið í tvennt. Engu breytir hvort Sundabraut verði í göngum eða á brú, Hallsvegur má ekki verða fljót umferðar sem klýfur Grafarvog. Sundabraut og ný tenging: umferðin gæti margfaldast Í umræðum um fyrirhugaða Sundabraut hafa íbúar Grafarvogs lýst verulegum áhyggjum af því að umferð um Hallsveg muni margfaldast. Í forathugun að samgöngugreiningu sem unnin var fyrir Reykjavíkurborg fyrir hið nýja Hallahverfi í Úlfarsárdal er gert ráð fyrir því að allt að 12 þúsund bílar á dag muni í framtíðinni nýta vegspottan, þessa 900 metra sem eiga að liggja frá Vesturlandsvegi að gatnamótum Víkurvegar og Hallsvegar. Svo eiga þessir bílar að hríslast um Grafarvoginn og helmingur þeirra mun hverfa þar til að kemur að hinum enda Hallsvegar, við Strandveg. Þá fjölgar þeim aftur, verða 15 þúsund og tengjast Sundabraut. Það má sjá á myndinni hér að neðan. Hallsvegur á ekki að vera stofnvegur Það er ekki nauðsynlegt að tengja Grafarvog við Vesturlandsveg með þessum hætti. Núverandi umferðartölur sýna að Hallsvegur er þegar töluvert nýttur innan hverfisins. Áætlanir og gögn benda til þess að þúsundir bíla aka um veginn daglega. Í umræðum um tillögu okkar borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins kom fram að um 6.000 bílar aka daglega á kaflanum milli Langarima og Strandvegar, og um 4.000 bílar á sólarhring fara Hallsveg að Víkurvegi. Talningar sem finna má á Borgarvefsjá undirstrika að Hallsvegur þjónar nú þegar mikilvægu hlutverki fyrir Grafarvog, en er ekki hannaður sem stofnæð fyrir gegnumstreymi umferðar utan úr hverfinu. Áhrifin snúa ekki aðeins að umferðarþunga heldur einnig að öryggi og lífsgæðum. Hallsvegur liggur í nánum tengslum við skóla- og íþróttasvæði og er í raun hluti af daglegum ferðavenjum barna og fjölskyldna. Íbúar hafa bent á að börn fari yfir Hallsveg til að komast í skóla og að Grafarvogslaug og íþróttasvæði Fjölnis liggi sunnan hans, með umferð barna yfir götuna vegna sund- og íþróttastarfs. Þetta er kjarni málsins: aukin bílaumferð mun grafa undan umferðaröryggi barna og ungmenna, skerða hverfisgæði og auka hljóðmengun. Ósamræmi við markmið Aðalskipulags 2040 Þetta er jafnframt spurning um samræmi við markmið aðalskipulags Reykjavíkur 2040. Aðalskipulagið leggur áherslu á mannvænleg borgarrými, lýðheilsu og vistvænar samgöngur. Þar er stefnt að því að draga úr bílaumferð, styðja við göngu, hjólreiðar og almenningssamgöngur, og verja gróin hverfi gegn óþarfa gegnumstreymisumferð. Í því ljósi er erfitt að réttlæta að halda inni tengingu sem líkleg er til að auka gegnumstreymi umferðar um íbúahverfi. Tillögunni vísað frá, óvissan lifir Þess vegna lagði Sjálfstæðisflokkurinn fram tillögu í borgarstjórn um að fella framlengingu Hallsvegar að Vesturlandsvegi út úr aðalskipulaginu. Tillögunni var vísað frá af meirihluta vinstri flokkanna, sem voru vonbrigði. Meirihlutanum fannst ótímabært að sýna Grafarvogsbúum að Grafarvogurinn verður ekki klofinn. Með þeirri ákvörðun er verið að halda inni áformum sem geta haft veruleg áhrif á Grafarvog. Afstaða meirihlutans, Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalista, Flokks fólksins og Vinstri grænna eykur óvissu og viðheldur skipulagsstefnu sem gengur gegn hagsmunum íbúa Grafarvogs.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðjón Friðjónsson Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Skipulag Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Í gildandi aðalskipulagi Reykjavíkur til 2040 er gert ráð fyrir að Hallsvegur verði framlengdur frá Grafarvogi að Vesturlandsvegi og skilgreindur sem tveggja akreina gata milli Vesturlandsvegar og Sundabrautar. Í aðalskipulaginu er þetta orðað skýrt: „Hallsvegur verður tveggja akreina gata frá Vesturlandsvegi að Sundabraut.“ Þessi setning skiptir máli vegna þess að hún sýnir að hér er stefnumótandi ákvörðun sem getur orðið að veruleika með stuttu fyrirvara, ef næstu skref í skipulagi verða tekin. Allir þeir sem kunnugir eru staðháttum vita að Hallsvegur, sem liggur milli Folda og Húsahverfa annars vegar og Rimahverfis og Gufuneskirkjugarðs hinsvegar, liggur ekki upp á Vesturlandsveg. Þrátt fyrir að gert hafi verið ráð fyrir þeirri tengingu í aðalskipulagi Reykjavíkur í áraraðir. Enn á eftir að deiliskipuleggja þennan 900 metra bút sem vantar upp á, tenginguna sem myndi hleypa mikilli umferð beint inn í hverfið. Tillaga Sjálfstæðisflokksins: Grafarvogur verði ekki klofinn í tvennt Sjálfstæðisflokkurinn í borgarstjórn lagði til á síðasta borgarstjórnarfundi að þessi tenging yrði felld út úr aðalskipulagi og þannig yrði íbúum Grafarvogs gert ljóst að hverfið verði ekki klofið í tvennt. Engu breytir hvort Sundabraut verði í göngum eða á brú, Hallsvegur má ekki verða fljót umferðar sem klýfur Grafarvog. Sundabraut og ný tenging: umferðin gæti margfaldast Í umræðum um fyrirhugaða Sundabraut hafa íbúar Grafarvogs lýst verulegum áhyggjum af því að umferð um Hallsveg muni margfaldast. Í forathugun að samgöngugreiningu sem unnin var fyrir Reykjavíkurborg fyrir hið nýja Hallahverfi í Úlfarsárdal er gert ráð fyrir því að allt að 12 þúsund bílar á dag muni í framtíðinni nýta vegspottan, þessa 900 metra sem eiga að liggja frá Vesturlandsvegi að gatnamótum Víkurvegar og Hallsvegar. Svo eiga þessir bílar að hríslast um Grafarvoginn og helmingur þeirra mun hverfa þar til að kemur að hinum enda Hallsvegar, við Strandveg. Þá fjölgar þeim aftur, verða 15 þúsund og tengjast Sundabraut. Það má sjá á myndinni hér að neðan. Hallsvegur á ekki að vera stofnvegur Það er ekki nauðsynlegt að tengja Grafarvog við Vesturlandsveg með þessum hætti. Núverandi umferðartölur sýna að Hallsvegur er þegar töluvert nýttur innan hverfisins. Áætlanir og gögn benda til þess að þúsundir bíla aka um veginn daglega. Í umræðum um tillögu okkar borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins kom fram að um 6.000 bílar aka daglega á kaflanum milli Langarima og Strandvegar, og um 4.000 bílar á sólarhring fara Hallsveg að Víkurvegi. Talningar sem finna má á Borgarvefsjá undirstrika að Hallsvegur þjónar nú þegar mikilvægu hlutverki fyrir Grafarvog, en er ekki hannaður sem stofnæð fyrir gegnumstreymi umferðar utan úr hverfinu. Áhrifin snúa ekki aðeins að umferðarþunga heldur einnig að öryggi og lífsgæðum. Hallsvegur liggur í nánum tengslum við skóla- og íþróttasvæði og er í raun hluti af daglegum ferðavenjum barna og fjölskyldna. Íbúar hafa bent á að börn fari yfir Hallsveg til að komast í skóla og að Grafarvogslaug og íþróttasvæði Fjölnis liggi sunnan hans, með umferð barna yfir götuna vegna sund- og íþróttastarfs. Þetta er kjarni málsins: aukin bílaumferð mun grafa undan umferðaröryggi barna og ungmenna, skerða hverfisgæði og auka hljóðmengun. Ósamræmi við markmið Aðalskipulags 2040 Þetta er jafnframt spurning um samræmi við markmið aðalskipulags Reykjavíkur 2040. Aðalskipulagið leggur áherslu á mannvænleg borgarrými, lýðheilsu og vistvænar samgöngur. Þar er stefnt að því að draga úr bílaumferð, styðja við göngu, hjólreiðar og almenningssamgöngur, og verja gróin hverfi gegn óþarfa gegnumstreymisumferð. Í því ljósi er erfitt að réttlæta að halda inni tengingu sem líkleg er til að auka gegnumstreymi umferðar um íbúahverfi. Tillögunni vísað frá, óvissan lifir Þess vegna lagði Sjálfstæðisflokkurinn fram tillögu í borgarstjórn um að fella framlengingu Hallsvegar að Vesturlandsvegi út úr aðalskipulaginu. Tillögunni var vísað frá af meirihluta vinstri flokkanna, sem voru vonbrigði. Meirihlutanum fannst ótímabært að sýna Grafarvogsbúum að Grafarvogurinn verður ekki klofinn. Með þeirri ákvörðun er verið að halda inni áformum sem geta haft veruleg áhrif á Grafarvog. Afstaða meirihlutans, Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalista, Flokks fólksins og Vinstri grænna eykur óvissu og viðheldur skipulagsstefnu sem gengur gegn hagsmunum íbúa Grafarvogs.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar