Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 13. janúar 2026 08:30 Reykjavíkurborg er eigandi mikilvægra innviðafyrirtækja á Íslandi, fyrirtækja sem reka grunninnviði samfélagsins eins og orku, samgöngur, sorphirðu, hafnir og fjarskipti. Þetta eru fyrirtæki sem eiga ekki að vera leikvangur pólitískra sviptinga heldur faglegar, stöðugar einingar sem vinna að langtíma hagsmunum borgarbúa. Þrátt fyrir mikilvægar framfarir á þessu sviði á undanförnum árum hefur borgin ekki stigið alla leið. Mikilvægt skref var tekið í átt að betri stjórnarháttum árið 2022 með samþykkt eigandastefnu Reykjavíkurborgar, verkefni sem ég stýrði innan borgarinnar. Þar er skýrt kveðið á um að við tilnefningar borgarinnar í stjórnir fyrirtækja sinna skuli meirihluti stjórnarmanna vera óháður, bæði félaginu sjálfu og eigandanum. Þetta var mikilvægt skref og til marks um vilja til fagmennsku og gagnsæis. Stjórnarsæti eru ekki skiptimynt Svo gerist það að pólitískur óstöðugleiki hefst í borginni fyrri hluta árs 2025, þegar rúmlega ár er í sveitarstjórnarkosningar. Ég segi óstöðugleiki því nú hafa verið starfandi sex formenn borgarráðs það sem af er þessa kjörtímabils, þrír borgarstjórar og þrír formenn umhverfis- og skipulagsráðs. Öll þessi hreyfing sýnist saklaus út á við en hefur mikil áhrif inn á við. Nú er því tími óstöðugleika í borginni, málum er frestað og ákvarðanafælni í hæstu hæðum hefur mikil áhrif. Á sama tíma og ofangreint umrót á sér stað innan ráða og nefnda borgarinnar er háðum fulltrúum í stjórnum innviðafyrirtækja borgarinnar skipt út til að friðþægja pólitíkina. Setningar eins og „við eigum þetta sæti“ heyrast á göngum ráðhússins. Þannig verða stjórnarsæti í mikilvægum innviðafyrirtækjum skiptimynt í bitlingauppboði stjórnmálanna. Reynslan sýnir að pólitísk stjórnarskipti hafa í för með sér óstöðugleika í stjórnum fyrirtækja í opinberri eigu. Slík rof eru raunveruleg áhætta fyrir rekstur, stefnumótun og traust. Um þetta hafa bæði fræðin og eftirlitsaðilar verið skýr. Umboðsmaður Alþingis hefur bent á að stjórnir opinberra fyrirtækja eigi ekki að vera framlenging á pólitísku valdi, heldur eigi að tryggja sjálfstæði þeirra og faglegt svigrúm. Sama sjónarmið liggur til grundvallar leiðbeiningum um góða stjórnarhætti, þar sem áhersla er lögð á óhæði, stöðugleika og skýra ábyrgð. Það er engin tilviljun að víða erlendis, og sífellt oftar hér heima, er dregið markvisst úr pólitískum tengslum stjórna opinberra fyrirtækja. Ástæðan er einföld, fyrirtæki sem reka flókna og samfélagslega mikilvæga innviði þola illa tíðar stefnubreytingar og skammtímasjónarmið. Reykjavík í dauðafæri Borgin hefur þegar mótað eigandastefnu sem byggir á fagmennsku, gagnsæi og ábyrgð. Hún hefur sett á fót tilnefningarnefnd og viðurkennt mikilvægi óhæðis í stjórnum fyrirtækja í eigu borgarinnar. Nú er kominn tími til að ljúka því verki og stíga alla leið. Þess vegna legg ég fram tillögu í borgarstjórn um að breyta eigandastefnu Reykjavíkurborgar þannig að tilnefningar og kosningar í stjórnir einkaréttarlegra fyrirtækja borgarinnar verði alfarið óháðar eigandanum. Í því felst að hvorki kjörnir fulltrúar né starfsmenn borgarinnar sitji í stjórnum þessara fyrirtækja. Breytingin taki gildi við næsta kjörtímabil og tryggi þannig skýra aðgreiningu milli eigendahlutverks og stjórnarsetu. Tillagan er ekki róttæk. Hún er rökrétt framhald af þeirri vegferð sem borgin sjálf hefur markað. Hún er í samræmi við álit umboðsmanns Alþingis, leiðbeiningar um góða stjórnarhætti og þá þróun sem nú þegar hefur átt sér stað hjá ríkinu þar sem ákveðið hefur verið að tilnefna einvörðungu óháða einstaklinga í stjórnir stærri fyrirtækja í opinberri eigu. Með því að samþykkja þessa breytingu sendir Reykjavík skýr skilaboð, að fyrirtæki í eigu borgarinnar eigi að búa við stöðugleika, faglegt sjálfstæði og vernd gegn skammtímapólitík, að þau séu rekin í þágu borgarbúa en ekki stjórnmálahræringa hverju sinni. Reykjavík á ekki aðeins að tala fyrir góðum stjórnarháttum. Hún á að innleiða þá til fulls. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Sjá meira
Reykjavíkurborg er eigandi mikilvægra innviðafyrirtækja á Íslandi, fyrirtækja sem reka grunninnviði samfélagsins eins og orku, samgöngur, sorphirðu, hafnir og fjarskipti. Þetta eru fyrirtæki sem eiga ekki að vera leikvangur pólitískra sviptinga heldur faglegar, stöðugar einingar sem vinna að langtíma hagsmunum borgarbúa. Þrátt fyrir mikilvægar framfarir á þessu sviði á undanförnum árum hefur borgin ekki stigið alla leið. Mikilvægt skref var tekið í átt að betri stjórnarháttum árið 2022 með samþykkt eigandastefnu Reykjavíkurborgar, verkefni sem ég stýrði innan borgarinnar. Þar er skýrt kveðið á um að við tilnefningar borgarinnar í stjórnir fyrirtækja sinna skuli meirihluti stjórnarmanna vera óháður, bæði félaginu sjálfu og eigandanum. Þetta var mikilvægt skref og til marks um vilja til fagmennsku og gagnsæis. Stjórnarsæti eru ekki skiptimynt Svo gerist það að pólitískur óstöðugleiki hefst í borginni fyrri hluta árs 2025, þegar rúmlega ár er í sveitarstjórnarkosningar. Ég segi óstöðugleiki því nú hafa verið starfandi sex formenn borgarráðs það sem af er þessa kjörtímabils, þrír borgarstjórar og þrír formenn umhverfis- og skipulagsráðs. Öll þessi hreyfing sýnist saklaus út á við en hefur mikil áhrif inn á við. Nú er því tími óstöðugleika í borginni, málum er frestað og ákvarðanafælni í hæstu hæðum hefur mikil áhrif. Á sama tíma og ofangreint umrót á sér stað innan ráða og nefnda borgarinnar er háðum fulltrúum í stjórnum innviðafyrirtækja borgarinnar skipt út til að friðþægja pólitíkina. Setningar eins og „við eigum þetta sæti“ heyrast á göngum ráðhússins. Þannig verða stjórnarsæti í mikilvægum innviðafyrirtækjum skiptimynt í bitlingauppboði stjórnmálanna. Reynslan sýnir að pólitísk stjórnarskipti hafa í för með sér óstöðugleika í stjórnum fyrirtækja í opinberri eigu. Slík rof eru raunveruleg áhætta fyrir rekstur, stefnumótun og traust. Um þetta hafa bæði fræðin og eftirlitsaðilar verið skýr. Umboðsmaður Alþingis hefur bent á að stjórnir opinberra fyrirtækja eigi ekki að vera framlenging á pólitísku valdi, heldur eigi að tryggja sjálfstæði þeirra og faglegt svigrúm. Sama sjónarmið liggur til grundvallar leiðbeiningum um góða stjórnarhætti, þar sem áhersla er lögð á óhæði, stöðugleika og skýra ábyrgð. Það er engin tilviljun að víða erlendis, og sífellt oftar hér heima, er dregið markvisst úr pólitískum tengslum stjórna opinberra fyrirtækja. Ástæðan er einföld, fyrirtæki sem reka flókna og samfélagslega mikilvæga innviði þola illa tíðar stefnubreytingar og skammtímasjónarmið. Reykjavík í dauðafæri Borgin hefur þegar mótað eigandastefnu sem byggir á fagmennsku, gagnsæi og ábyrgð. Hún hefur sett á fót tilnefningarnefnd og viðurkennt mikilvægi óhæðis í stjórnum fyrirtækja í eigu borgarinnar. Nú er kominn tími til að ljúka því verki og stíga alla leið. Þess vegna legg ég fram tillögu í borgarstjórn um að breyta eigandastefnu Reykjavíkurborgar þannig að tilnefningar og kosningar í stjórnir einkaréttarlegra fyrirtækja borgarinnar verði alfarið óháðar eigandanum. Í því felst að hvorki kjörnir fulltrúar né starfsmenn borgarinnar sitji í stjórnum þessara fyrirtækja. Breytingin taki gildi við næsta kjörtímabil og tryggi þannig skýra aðgreiningu milli eigendahlutverks og stjórnarsetu. Tillagan er ekki róttæk. Hún er rökrétt framhald af þeirri vegferð sem borgin sjálf hefur markað. Hún er í samræmi við álit umboðsmanns Alþingis, leiðbeiningar um góða stjórnarhætti og þá þróun sem nú þegar hefur átt sér stað hjá ríkinu þar sem ákveðið hefur verið að tilnefna einvörðungu óháða einstaklinga í stjórnir stærri fyrirtækja í opinberri eigu. Með því að samþykkja þessa breytingu sendir Reykjavík skýr skilaboð, að fyrirtæki í eigu borgarinnar eigi að búa við stöðugleika, faglegt sjálfstæði og vernd gegn skammtímapólitík, að þau séu rekin í þágu borgarbúa en ekki stjórnmálahræringa hverju sinni. Reykjavík á ekki aðeins að tala fyrir góðum stjórnarháttum. Hún á að innleiða þá til fulls. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar