Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar 11. janúar 2026 16:02 Skólakerfið á að vera staður þar sem öll börn fá að blómstra. Samt sjáum við allt of oft að börn sem þurfa stuðning fá hann ekki, ekki strax, ekki nægilega og ekki í sínu eigin umhverfi. Í stað þess er beðið mánuðum og jafnvel árum saman eftir greiningum. Og þegar greining loksins liggur fyrir blasir oft við algjört úrræðaleysi. Þetta er ekki barnvænt kerfi Börn eiga að fá þá aðstoð sem þau þurfa í sínu daglega umhverfi, þar sem þau læra, leika sér og eiga samskipti. Þau eiga ekki að þurfa að bíða endalaust eftir því að „passa inn í kerfið“ áður en þau fá stuðning. Þegar grunur vaknar um að eitthvað sé að hrjá barn, þá þarf að bregðast við strax. Snemmtæk íhlutun er mikið notað hugtak, en of sjaldan raunveruleg framkvæmd. Hún snýst um að takast á við vandann í upphafi, áður en hann vex og verður erfiðari viðureignar. Hún snýst um að koma í veg fyrir að eldur kvikni, í stað þess að vera stöðugt að reyna að slökkva hann. Til þess þarf fjölbreyttara fagfólk inn í skólana Það er fásinna að börn þurfi að fara út úr skólanum til að fá þjónustu iðjuþjálfa, talmeinafræðings, sálfræðings eða annarra sérfræðinga. Börn eru þá sett í aðstæður sem eru þeim framandi, læra þar eitthvað sem þau eiga síðan að yfirfæra yfir í sitt eigið umhverfi sem er alls ekki sjálfgefið að takist, sérstaklega þegar um börn er að ræða sem glíma við áskoranir. Þessir sérfræðingar þurfa að vera hluti af skólakerfinu, vinna þar sem barnið er statt og sjá barnið í raunverulegum aðstæðum þess: í kennslustundum, í frímínútum, í samskiptum við önnur börn og fullorðna. Þar liggur lykillinn að árangursríkri aðstoð. En það dugar ekki að setja sérfræðinga bara inn í skólana, það þarf líka að tryggja samvinnu. Iðjuþjálfar, talmeinafræðingar, sálfræðingar, kennarar og foreldrar þurfa að vinna saman að sameiginlegu markmiði með barnið. Stuðningur sem er sundurlaus, ósamræmdur og byggður á biðlistum þjónar engum. Við þurfum skólakerfi sem getur sinnt öllum börnum, bæði fötluðum og ófötluðum, innan sama ramma. Aðgreining á grundvelli úrræðaleysis er ekki lausn heldur er hún er merki um kerfi sem ræður ekki við fjölbreytileikann sem er eðlilegur hluti af mannlegu samfélagi. Fyrirbyggjandi aðgerðir eru lykillinn. Og þær verða ekki til af sjálfu sér. Þær verða til þegar við fjárfestum í fagfólki á borð við þá sem að ofan eru taldir til að starfa með kennurum í nærsamfélagi barnsins. Fólki sem getur greint þarfir snemma, stutt barnið þar sem það er statt og hjálpað því að ná tökum á áskorunum áður en þær verða yfirþyrmandi. Skólakerfið á ekki að vera staður þar sem vandamál safnast upp. Það á að vera staður þar sem þau eru leyst snemma, faglega og með velferð barnsins í forgangi. Með mína iðjuþjálfa- og jafnaðarmannasýn á samfélagið hef ég ákveðið að bjóða mig fram í 4. til 6. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar fyrir næstu borgarstjórnarkosningar í Reykjavík. Ég geri það í þeirri trú að við getum skapað samfélag þar sem allir fá raunveruleg tækifæri til þátttöku og að börnin okkar fái strax þá aðstoð sem þau þurfa en ekki eftir einhver ár. Allir þeir sem eru skráðir í Samfylkinguna og búa í Reykjavík geta kosið þann 24. janúar næstkomandi. Höfundur er iðjuþjálfi og þriggja barna móðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Sveitarstjórnarkosningar 2026 Samfylkingin Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Skólakerfið á að vera staður þar sem öll börn fá að blómstra. Samt sjáum við allt of oft að börn sem þurfa stuðning fá hann ekki, ekki strax, ekki nægilega og ekki í sínu eigin umhverfi. Í stað þess er beðið mánuðum og jafnvel árum saman eftir greiningum. Og þegar greining loksins liggur fyrir blasir oft við algjört úrræðaleysi. Þetta er ekki barnvænt kerfi Börn eiga að fá þá aðstoð sem þau þurfa í sínu daglega umhverfi, þar sem þau læra, leika sér og eiga samskipti. Þau eiga ekki að þurfa að bíða endalaust eftir því að „passa inn í kerfið“ áður en þau fá stuðning. Þegar grunur vaknar um að eitthvað sé að hrjá barn, þá þarf að bregðast við strax. Snemmtæk íhlutun er mikið notað hugtak, en of sjaldan raunveruleg framkvæmd. Hún snýst um að takast á við vandann í upphafi, áður en hann vex og verður erfiðari viðureignar. Hún snýst um að koma í veg fyrir að eldur kvikni, í stað þess að vera stöðugt að reyna að slökkva hann. Til þess þarf fjölbreyttara fagfólk inn í skólana Það er fásinna að börn þurfi að fara út úr skólanum til að fá þjónustu iðjuþjálfa, talmeinafræðings, sálfræðings eða annarra sérfræðinga. Börn eru þá sett í aðstæður sem eru þeim framandi, læra þar eitthvað sem þau eiga síðan að yfirfæra yfir í sitt eigið umhverfi sem er alls ekki sjálfgefið að takist, sérstaklega þegar um börn er að ræða sem glíma við áskoranir. Þessir sérfræðingar þurfa að vera hluti af skólakerfinu, vinna þar sem barnið er statt og sjá barnið í raunverulegum aðstæðum þess: í kennslustundum, í frímínútum, í samskiptum við önnur börn og fullorðna. Þar liggur lykillinn að árangursríkri aðstoð. En það dugar ekki að setja sérfræðinga bara inn í skólana, það þarf líka að tryggja samvinnu. Iðjuþjálfar, talmeinafræðingar, sálfræðingar, kennarar og foreldrar þurfa að vinna saman að sameiginlegu markmiði með barnið. Stuðningur sem er sundurlaus, ósamræmdur og byggður á biðlistum þjónar engum. Við þurfum skólakerfi sem getur sinnt öllum börnum, bæði fötluðum og ófötluðum, innan sama ramma. Aðgreining á grundvelli úrræðaleysis er ekki lausn heldur er hún er merki um kerfi sem ræður ekki við fjölbreytileikann sem er eðlilegur hluti af mannlegu samfélagi. Fyrirbyggjandi aðgerðir eru lykillinn. Og þær verða ekki til af sjálfu sér. Þær verða til þegar við fjárfestum í fagfólki á borð við þá sem að ofan eru taldir til að starfa með kennurum í nærsamfélagi barnsins. Fólki sem getur greint þarfir snemma, stutt barnið þar sem það er statt og hjálpað því að ná tökum á áskorunum áður en þær verða yfirþyrmandi. Skólakerfið á ekki að vera staður þar sem vandamál safnast upp. Það á að vera staður þar sem þau eru leyst snemma, faglega og með velferð barnsins í forgangi. Með mína iðjuþjálfa- og jafnaðarmannasýn á samfélagið hef ég ákveðið að bjóða mig fram í 4. til 6. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar fyrir næstu borgarstjórnarkosningar í Reykjavík. Ég geri það í þeirri trú að við getum skapað samfélag þar sem allir fá raunveruleg tækifæri til þátttöku og að börnin okkar fái strax þá aðstoð sem þau þurfa en ekki eftir einhver ár. Allir þeir sem eru skráðir í Samfylkinguna og búa í Reykjavík geta kosið þann 24. janúar næstkomandi. Höfundur er iðjuþjálfi og þriggja barna móðir.
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun