Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar 11. janúar 2026 15:31 Vísindafólk á sviði heilbrigðisvísinda hefur lengi lagt kapp á að rannsaka hvað raunverulega eflir heilsu og hvernig hægt er að minnka byrði lífsstílstengdra heilsuvandamála og þannig auka líkur á farsælu og löngu lífi. Niðurstöður rannsókna á þessu sviði eru skýrar og alls ekki svo flóknar. Í megin dráttum eru fimm mikilvægustu lífsstílstengdu stoðir heilbrigðs lífs einstaklinga út frá niðurstöðum fyrirliggjandi rannsókna eftirfarandi: Stunda reglubundna hreyfingu alla ævi, helst úti í náttúrunni. Búa við sterk og holl félagstengsl. Glíma við krefjandi og áhugaverð verkefni allt æviskeiðið sem reyna á vitsmunafærni einstaklingsins. Borða hollan og næringarríkan mat. Stunda hollar svefnvenjur. Rannsóknir á sviðinu sýna enn fremur að það eru ekki bara ákvarðanir einstaklinga í samfélögum sem ákvarða heilsubundnar venjur og heilsu einstaklinga heldur er auðvelt aðgengi til heilsusamlegra athafna ekki síður mikilvægt í þessu samhengi. Heilsusamlegustu samfélög heimsins eru þau þar sem aðgengi að heilsusamlegum athöfnum er best. Gott aðgengi heilsutengdra athafna jafngildir hraustu samfélagi. Einstaklingar sem stunda golf fá frábæra hreyfingu úti í náttúrunni. Kylfingar sem stunda íþrótt sína á efri árum fá einnig tækifæri til að glíma við krefjandi og skemmtileg verkefni á golfvellinum fram eftir aldri. Auk þess eru fáir staðir betri til að efla félagstengsl og rækta vinskap en golfvöllurinn, úti í náttúrunni, fjarri snjalltækjum sem stundum taka sér hlutverk tengslaþjófa ef notuð eru í of miklu magni. Fyrir utan þá skemmtun sem fæst með golfiðkun sem væri frábær ein og sér að þá eru þrjár af fimm ofangreindum meginstoðum heilbrigðs lífs óhjákvæmilega ofnar inn í lífsstíl þeirra sem stunda golf reglulega. Það kemur því ekki á óvart að stór samanburðarrannsókn sem unnin var í Svíþjóð af rannsóknarteymi frá Karolinska Institutet leiddi í ljós að kylfingar á aldrinum 40-79 ára höfðu 40% lægri dánartíðni á rannsóknartímabilinu en almenningur sem ekki stundaði golf og máttu kylfingar eiga von á að lifa 5 árum lengur samanborið við þau sem stunduðu ekki íþróttina. Golf er í dag næst fjölmennasta íþrótt sem stunduð er á Íslandi og stefnir hratt í að verða sú fjölmennasta ef aðstaðan leyfir. Alls voru 29.000 íbúa skráðir kylfingar á árinu sem leið og þessi tala væri töluvert hærri ef við værum með fleiri golfbrautir til afnota á höfuðborgarsvæðinu þar sem má segja að golf sé í dag uppselt. Flestir golfklúbbar á höfuðborgarsvæðinu eru með langa biðlista og má sem dæmi nefna að biðlistinn eftir að komast inn í Nesklúbbinn á Seltjarnarnesi er meira en tvöfalt lengri en heildarfjöldi meðlima klúbbsins. Samtals 800 meðlimir eru í klúbbnum og um 2.000 á biðlista eftir að komast í klúbbinn. Margir aðrir golfklúbbar á höfuðborgarsvæðinu eru í svipuðum vanda og fleiri þúsund þyrstra verðandi kylfinga bíða á biðlistum klúbbanna á höfuðborgarsvæðinu eftir að fá að stunda sína heilsurækt þrátt fyrir að allt sé reynt til að koma sem flestum að innan klúbbanna. Aðstöðuleysið er farið að takmarka aðgengi fólks að heilsusamlegum lífsstíl. Á tímum þar sem 2/3 dauðsfalla eru rekin til lífstílstengdra vandamála sem hægt hefði verið að fyrirbyggja eða seinka með hollari lífsstílsvenjum megum við sem samfélag ekki við því að neita fólki sem vill lifa heilbrigðum lífsstíl og efla heilsu sína um aðstöðu til þess Golfvellir geta verið heilsuauðlindir fyrir fólk á ólíkum aldri og golfklúbbar landsins eru íþróttafélög sem gegna nú þegar lykilhlutverki þegar kemur að heilsueflingu fyrir fólk á öllum aldri. Í golfi höfum við tækifæri til að sinna okkar íþrótt alla ævi því eini raunverulegi andstæðingur kylfingsins er golfvöllurinn sjálfur. Allir geta því spilað golf saman óháð aldri og getu ef þeir fá andstæðing (golfvöll) til að keppa við. Íþróttahreyfingin þarf stuðning til að bjóða upp á aðstöðu og þarf traust stjórnvalda til að sinna hlutverki sínu sem eitt af sameiningartáknum heilsu á Íslandi. Þetta nær yfir barnastarf, afreksstarf, almenningsstarf og (h)eldrikylfinga starf. Á sama tíma vitum við hversu mikilvægar fyrirmyndir afreksfólkið okkar er og mikilvægt að okkar fremstu kylfingar hafi aðgengi að aðstöðu við hæfi til að þróa færni sína bæði innandyra á veturna og úti á sumrin. Golfsambandið kynnti nýverið metnaðarfullar hugmyndir að bættri aðstöðu fyrir okkar efnilegustu og bestu kylfinga sem klárlega er tímabært að sambandið fái stuðning við að láta verða að veruleika. Golfið er mikilvægur partur af lausninni að heilbrigðara samfélagi á Íslandi og getur spilað enn stærra hlutverk í heilsuvernd á Íslandi á næstu árum ef golfhreyfingin í heild fær aðstöðu og traust til þess að sinna því hlutverki eins og vel og hægt er. Golfið má ekki að sitja eftir hvað aðstöðu varðar til íþróttaiðkunar og golf hefur þá sérstöðu umfram margar aðrar frábærar íþróttir að kylfingar geta skilgreint sig sem ÍÞRÓTTAFÓLK ALLA ÆVI því golfíþróttin er sniðin að öllum óháð aldri. Höfundur er íþróttafræðingur og PGA golfkennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Golf Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Vísindafólk á sviði heilbrigðisvísinda hefur lengi lagt kapp á að rannsaka hvað raunverulega eflir heilsu og hvernig hægt er að minnka byrði lífsstílstengdra heilsuvandamála og þannig auka líkur á farsælu og löngu lífi. Niðurstöður rannsókna á þessu sviði eru skýrar og alls ekki svo flóknar. Í megin dráttum eru fimm mikilvægustu lífsstílstengdu stoðir heilbrigðs lífs einstaklinga út frá niðurstöðum fyrirliggjandi rannsókna eftirfarandi: Stunda reglubundna hreyfingu alla ævi, helst úti í náttúrunni. Búa við sterk og holl félagstengsl. Glíma við krefjandi og áhugaverð verkefni allt æviskeiðið sem reyna á vitsmunafærni einstaklingsins. Borða hollan og næringarríkan mat. Stunda hollar svefnvenjur. Rannsóknir á sviðinu sýna enn fremur að það eru ekki bara ákvarðanir einstaklinga í samfélögum sem ákvarða heilsubundnar venjur og heilsu einstaklinga heldur er auðvelt aðgengi til heilsusamlegra athafna ekki síður mikilvægt í þessu samhengi. Heilsusamlegustu samfélög heimsins eru þau þar sem aðgengi að heilsusamlegum athöfnum er best. Gott aðgengi heilsutengdra athafna jafngildir hraustu samfélagi. Einstaklingar sem stunda golf fá frábæra hreyfingu úti í náttúrunni. Kylfingar sem stunda íþrótt sína á efri árum fá einnig tækifæri til að glíma við krefjandi og skemmtileg verkefni á golfvellinum fram eftir aldri. Auk þess eru fáir staðir betri til að efla félagstengsl og rækta vinskap en golfvöllurinn, úti í náttúrunni, fjarri snjalltækjum sem stundum taka sér hlutverk tengslaþjófa ef notuð eru í of miklu magni. Fyrir utan þá skemmtun sem fæst með golfiðkun sem væri frábær ein og sér að þá eru þrjár af fimm ofangreindum meginstoðum heilbrigðs lífs óhjákvæmilega ofnar inn í lífsstíl þeirra sem stunda golf reglulega. Það kemur því ekki á óvart að stór samanburðarrannsókn sem unnin var í Svíþjóð af rannsóknarteymi frá Karolinska Institutet leiddi í ljós að kylfingar á aldrinum 40-79 ára höfðu 40% lægri dánartíðni á rannsóknartímabilinu en almenningur sem ekki stundaði golf og máttu kylfingar eiga von á að lifa 5 árum lengur samanborið við þau sem stunduðu ekki íþróttina. Golf er í dag næst fjölmennasta íþrótt sem stunduð er á Íslandi og stefnir hratt í að verða sú fjölmennasta ef aðstaðan leyfir. Alls voru 29.000 íbúa skráðir kylfingar á árinu sem leið og þessi tala væri töluvert hærri ef við værum með fleiri golfbrautir til afnota á höfuðborgarsvæðinu þar sem má segja að golf sé í dag uppselt. Flestir golfklúbbar á höfuðborgarsvæðinu eru með langa biðlista og má sem dæmi nefna að biðlistinn eftir að komast inn í Nesklúbbinn á Seltjarnarnesi er meira en tvöfalt lengri en heildarfjöldi meðlima klúbbsins. Samtals 800 meðlimir eru í klúbbnum og um 2.000 á biðlista eftir að komast í klúbbinn. Margir aðrir golfklúbbar á höfuðborgarsvæðinu eru í svipuðum vanda og fleiri þúsund þyrstra verðandi kylfinga bíða á biðlistum klúbbanna á höfuðborgarsvæðinu eftir að fá að stunda sína heilsurækt þrátt fyrir að allt sé reynt til að koma sem flestum að innan klúbbanna. Aðstöðuleysið er farið að takmarka aðgengi fólks að heilsusamlegum lífsstíl. Á tímum þar sem 2/3 dauðsfalla eru rekin til lífstílstengdra vandamála sem hægt hefði verið að fyrirbyggja eða seinka með hollari lífsstílsvenjum megum við sem samfélag ekki við því að neita fólki sem vill lifa heilbrigðum lífsstíl og efla heilsu sína um aðstöðu til þess Golfvellir geta verið heilsuauðlindir fyrir fólk á ólíkum aldri og golfklúbbar landsins eru íþróttafélög sem gegna nú þegar lykilhlutverki þegar kemur að heilsueflingu fyrir fólk á öllum aldri. Í golfi höfum við tækifæri til að sinna okkar íþrótt alla ævi því eini raunverulegi andstæðingur kylfingsins er golfvöllurinn sjálfur. Allir geta því spilað golf saman óháð aldri og getu ef þeir fá andstæðing (golfvöll) til að keppa við. Íþróttahreyfingin þarf stuðning til að bjóða upp á aðstöðu og þarf traust stjórnvalda til að sinna hlutverki sínu sem eitt af sameiningartáknum heilsu á Íslandi. Þetta nær yfir barnastarf, afreksstarf, almenningsstarf og (h)eldrikylfinga starf. Á sama tíma vitum við hversu mikilvægar fyrirmyndir afreksfólkið okkar er og mikilvægt að okkar fremstu kylfingar hafi aðgengi að aðstöðu við hæfi til að þróa færni sína bæði innandyra á veturna og úti á sumrin. Golfsambandið kynnti nýverið metnaðarfullar hugmyndir að bættri aðstöðu fyrir okkar efnilegustu og bestu kylfinga sem klárlega er tímabært að sambandið fái stuðning við að láta verða að veruleika. Golfið er mikilvægur partur af lausninni að heilbrigðara samfélagi á Íslandi og getur spilað enn stærra hlutverk í heilsuvernd á Íslandi á næstu árum ef golfhreyfingin í heild fær aðstöðu og traust til þess að sinna því hlutverki eins og vel og hægt er. Golfið má ekki að sitja eftir hvað aðstöðu varðar til íþróttaiðkunar og golf hefur þá sérstöðu umfram margar aðrar frábærar íþróttir að kylfingar geta skilgreint sig sem ÍÞRÓTTAFÓLK ALLA ÆVI því golfíþróttin er sniðin að öllum óháð aldri. Höfundur er íþróttafræðingur og PGA golfkennari.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar