Enski boltinn

„Við erum meistarar, ekki þeir“

Valur Páll Eiríksson skrifar
Dominik Szoboszlai fagnar marki sínu gegn Frankfurt í gær.
Dominik Szoboszlai fagnar marki sínu gegn Frankfurt í gær. Getty/Rene Nijhuis

Dominik Szoboszlai, leikmaður Liverpool, er klár í slaginn fyrir stórleik kvöldsins þegar hans menn sækja topplið Arsenal heim á Emirates-völlinn.

Szoboszlai hefur verið á meðal betri leikmanna Liverpool sem hefur átt erfitt tímabil. Liðið er vissulega ósigrað í síðustu níu leikjum en hefur þó aðeins unnið fimm leiki af síðustu fimmtán, gert jafntefli í síðustu tveimur og spilamennskan áhyggjuefni.

Arsenal hefur á meðan unnið síðustu fimm leiki sína í deildinni. Liðið hefur raðað inn sigrum, svipað og Liverpool gerði í fyrra, og getur náð átta stiga forystu á toppi deildarinnar með sigri í kvöld.

Szoboszlai var í viðtali við Sky Sports um leik kvöldsins. Þar var hann spurður hvort Liverpool væri að við meistarana, þ.e.a.s. verðandi meistara.

„Guð minn góður. Það er löng leið að því. Enska úrvalsdeildin er ekki auðveld. Þú vinnur hana ekki í janúar,“ sagði Szoboszlai.

„Við erum ekki að spila við meistarana, þeir eru að spila við meistarana. Auðvitað eru þeir líklegir til að taka þetta og eru með frábært lið og góða leikmenn. En við skulum ekki gleyma City og Aston Villa sem eru að spila vel,“ sagði Szoboszlai sem endurtók svo: „Við erum meistarar, ekki þeir“.

Arsenal og Liverpool mætast á Emirates-vellinum klukkan 20:00 í kvöld. Bein útsending hefst klukkan 19:20 á Sýn Sport. Bein í kjölfarið er Big Ben á dagskrá klukkan 22:20.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×