Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar 8. janúar 2026 09:15 Nú ríða um sveitir pólitískir knapar sem vilja bjóða sig fram til að leiða borgar- og sveitastjórnir í landinu. Eitt af því sem nokkrir þeirra leggja til er að stytta nám heimilislækna til að fjölga þeim hraðar og banna þeim með lögum að starfa annars staðar en á heilsugæslustöðvum sveitarfélaga. Þeir segja að það skipti engu máli að vera með vel menntaða lækna enda er bæði hægt að googla og einnig veit ChatGPT allt um læknisfræði, svo engin þörf er á að liggja yfir fræðum í mörg ár í skóla til að verða læknir. Þvílík fásinna – enda hefur engum dottið þessi vitleysa í hug. Þessi hugmynd dúkkar hins vegar reglulega upp í umræðu um kennaraskort í leikskólum. Er hún byggð á mikilli fáfræði og fordómum fyrir menntunarfræði ungra barna. Þessir fordómar eru oft og iðulega settir fram af einstaklingum sem sjálfir eru vel menntaðir. Þeirra sýn er þá væntanlega að þeirra fræði séu auðvitað miklu mikilvægari og merkilegri en menntunarfræði ungra barna. Það virðist vera komin einhver sérstök bylgja pólitískra knapa sem er nákvæmlega sama um fagleg gæði náms í leikskólum. Einstaklinga sem telja sig þess umkomna að tala niður menntun kennara í leikskólum. Það er ansi dapurleg og stórhættuleg þróun. Leikskólinn er í öllum skilningi menntastofnun fyrir börn. Hann er samkvæmt lögum fyrsta skólastigið. Hans eina lagalega hlutverk felst í að tryggja börnum gæðamenntun, uppeldi og umönnun með hliðsjón af aldri þeirra og þroska. Gæði náms í leikskólum verða ekki tryggð nema með vel menntuðum kennurum. Leikskólinn er grunnur að námi barna. Leikskólinn er lykillinn að bættri menntun barna. Hann er lykillinn að lestri og öðru námi barna. Í leikskólanum er einstakt tækifæri til að vinna markvisst með íslensku sem er lykill allra að samfélagi okkar. Leikskólinn er það skólastig þar sem mestu sóknarfærin finnast til að sækja fram og auka gæði náms allra barna og hann er að því leiti eitt stærsta jöfnunartæki samfélagsins. Nær allir þeir sem stunda nám í leikskólafræðum starfa samhliða við kennslu í leikskólum. Á síðustu árum hefur verið slegið hvert metið á fætur öðru í fjölda skráninga í leikskólakennaranám, sem er frábært. Enn ein sprengjan varð í haust eftir nýgerða kjarasamninga. Einnig höfum við með markvissri vinnu náð að jafna flæði kennara á milli skólastiga. Það er stórkostlegur árangur sem var svo sannarlega ekki týndur upp úr götunni. Önnur lönd og ríki horfa öfundaraugum á lagalegan ramma utan um menntun kennara í leikskólum á Íslandi. Hann er til fyrirmyndar. Það fáum við reglulega að heyra í erlendu samstarfi Félags leikskólakennara og Kennarasambands Íslands. Kæru knapar og annað meðreiðarfólk. Hættið því að tala niður til menntunar kennara í leikskólum og komið með okkur í það verkefni að gera frábæra leikskóla enn betri. Mótum framtíðina saman. Höfundur er formaður Félags leikskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur F. Gíslason Leikskólar Skóla- og menntamál Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Sjá meira
Nú ríða um sveitir pólitískir knapar sem vilja bjóða sig fram til að leiða borgar- og sveitastjórnir í landinu. Eitt af því sem nokkrir þeirra leggja til er að stytta nám heimilislækna til að fjölga þeim hraðar og banna þeim með lögum að starfa annars staðar en á heilsugæslustöðvum sveitarfélaga. Þeir segja að það skipti engu máli að vera með vel menntaða lækna enda er bæði hægt að googla og einnig veit ChatGPT allt um læknisfræði, svo engin þörf er á að liggja yfir fræðum í mörg ár í skóla til að verða læknir. Þvílík fásinna – enda hefur engum dottið þessi vitleysa í hug. Þessi hugmynd dúkkar hins vegar reglulega upp í umræðu um kennaraskort í leikskólum. Er hún byggð á mikilli fáfræði og fordómum fyrir menntunarfræði ungra barna. Þessir fordómar eru oft og iðulega settir fram af einstaklingum sem sjálfir eru vel menntaðir. Þeirra sýn er þá væntanlega að þeirra fræði séu auðvitað miklu mikilvægari og merkilegri en menntunarfræði ungra barna. Það virðist vera komin einhver sérstök bylgja pólitískra knapa sem er nákvæmlega sama um fagleg gæði náms í leikskólum. Einstaklinga sem telja sig þess umkomna að tala niður menntun kennara í leikskólum. Það er ansi dapurleg og stórhættuleg þróun. Leikskólinn er í öllum skilningi menntastofnun fyrir börn. Hann er samkvæmt lögum fyrsta skólastigið. Hans eina lagalega hlutverk felst í að tryggja börnum gæðamenntun, uppeldi og umönnun með hliðsjón af aldri þeirra og þroska. Gæði náms í leikskólum verða ekki tryggð nema með vel menntuðum kennurum. Leikskólinn er grunnur að námi barna. Leikskólinn er lykillinn að bættri menntun barna. Hann er lykillinn að lestri og öðru námi barna. Í leikskólanum er einstakt tækifæri til að vinna markvisst með íslensku sem er lykill allra að samfélagi okkar. Leikskólinn er það skólastig þar sem mestu sóknarfærin finnast til að sækja fram og auka gæði náms allra barna og hann er að því leiti eitt stærsta jöfnunartæki samfélagsins. Nær allir þeir sem stunda nám í leikskólafræðum starfa samhliða við kennslu í leikskólum. Á síðustu árum hefur verið slegið hvert metið á fætur öðru í fjölda skráninga í leikskólakennaranám, sem er frábært. Enn ein sprengjan varð í haust eftir nýgerða kjarasamninga. Einnig höfum við með markvissri vinnu náð að jafna flæði kennara á milli skólastiga. Það er stórkostlegur árangur sem var svo sannarlega ekki týndur upp úr götunni. Önnur lönd og ríki horfa öfundaraugum á lagalegan ramma utan um menntun kennara í leikskólum á Íslandi. Hann er til fyrirmyndar. Það fáum við reglulega að heyra í erlendu samstarfi Félags leikskólakennara og Kennarasambands Íslands. Kæru knapar og annað meðreiðarfólk. Hættið því að tala niður til menntunar kennara í leikskólum og komið með okkur í það verkefni að gera frábæra leikskóla enn betri. Mótum framtíðina saman. Höfundur er formaður Félags leikskólakennara.
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun