Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar 6. janúar 2026 07:45 Belja fer frá vöruhúsi yfir í Smáríkið. Þaðan er hún seld til einstaklings sem er grunlaus um það stórhættulega athæfi sem hefur átt sér stað. Gífurlegur glæpur hefur verið framinn. Belja fer frá vöruhúsi yfir í Ríkið. Þaðan er hún seld til einstaklings sem er grunlaus um það löglega athæfi sem hefur átt sér stað. Enginn glæpur hefur verið framinn. Flestir velta þessu ekki mikið fyrir sér í daglegu amstri, en staðan er sú að ein beljan er blessuð af ríkisvaldinu, en hin vonda beljan er seld frá fólki sem er ekki ríkisvaldið. Er það hlutverk ríkisins að ákveða fyrir fullorðið fólk hvar og hvenær það kaupir sitt áfengi? Skiptir það í alvörunni máli hvoru megin í Skeifunni beljan er seld og hvort það sé annar í jólum eða venjulegur föstudagur? Nú er staðan sú að á þriðja tug vefverslanna selja áfengi hérlendis í krafti EES samningsins og hefur þetta valfrelsi varðandi bæði staðsetningar, opnunartíma og vöruúrval verið mikil bón fyrir neytendur. Eitthvað sem á að þykja sjálfsagt í opnu og frjálsu samfélagi líkt og hér á Íslandi. Lögreglan hefur opinberað hver afstaða þeirra er gagnvart meintri “glufu” í EES samningnum og aðalpunkturinn í þeim ákærum sem hafa verið útgefnar er sá að lögreglan telur vöruna verða að vera utan landsteinana þegar hún er pöntuð. Vandamálið við þá niðurstöðu er sú að hvergi í EES samningnum er nokkuð slíkt tekið fram. Vissulega verður söluaðili að vera skráður erlendis til þess að samningurinn gildi, en hvar lagerinn er staðsettur og hversu lengi kaupandi er að fá vöruna afhenta skiptir einfaldlega engu máli í þessu samhengi. Það er deginum ljósara að þessi starfsemi er lögleg samkvæmt EES samningnum og telur Uppreisn réttast að stjórnvöld myndu taka af allan vafa með því að breyta landslögum í samræmi við það. Uppreisn mun alltaf berjast fyrir frelsismálum og hagsmunum neytenda og telur það ótækt að ríkisstjórnin spili sig stikkfrí í þessu máli. Það er kominn tími til að stjórnvöld stígi fram, taki af allan vafa og tryggi að íslenskir neytendur njóti þeirra réttinda sem EES samningurinn tryggir þeim. Oddgeir Páll Georgsson, Sverrir Páll Einarsson, Una Rán Tjörvadóttir, María Malmquist, Arnar Steinn Þórarinsson, Hjördís Lára Hlíðberg, Ísak Leon Júlíusson og Úlfur Atli Stefaníuson. Höfundar skipa stjórn Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Netverslun með áfengi Áfengi Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Belja fer frá vöruhúsi yfir í Smáríkið. Þaðan er hún seld til einstaklings sem er grunlaus um það stórhættulega athæfi sem hefur átt sér stað. Gífurlegur glæpur hefur verið framinn. Belja fer frá vöruhúsi yfir í Ríkið. Þaðan er hún seld til einstaklings sem er grunlaus um það löglega athæfi sem hefur átt sér stað. Enginn glæpur hefur verið framinn. Flestir velta þessu ekki mikið fyrir sér í daglegu amstri, en staðan er sú að ein beljan er blessuð af ríkisvaldinu, en hin vonda beljan er seld frá fólki sem er ekki ríkisvaldið. Er það hlutverk ríkisins að ákveða fyrir fullorðið fólk hvar og hvenær það kaupir sitt áfengi? Skiptir það í alvörunni máli hvoru megin í Skeifunni beljan er seld og hvort það sé annar í jólum eða venjulegur föstudagur? Nú er staðan sú að á þriðja tug vefverslanna selja áfengi hérlendis í krafti EES samningsins og hefur þetta valfrelsi varðandi bæði staðsetningar, opnunartíma og vöruúrval verið mikil bón fyrir neytendur. Eitthvað sem á að þykja sjálfsagt í opnu og frjálsu samfélagi líkt og hér á Íslandi. Lögreglan hefur opinberað hver afstaða þeirra er gagnvart meintri “glufu” í EES samningnum og aðalpunkturinn í þeim ákærum sem hafa verið útgefnar er sá að lögreglan telur vöruna verða að vera utan landsteinana þegar hún er pöntuð. Vandamálið við þá niðurstöðu er sú að hvergi í EES samningnum er nokkuð slíkt tekið fram. Vissulega verður söluaðili að vera skráður erlendis til þess að samningurinn gildi, en hvar lagerinn er staðsettur og hversu lengi kaupandi er að fá vöruna afhenta skiptir einfaldlega engu máli í þessu samhengi. Það er deginum ljósara að þessi starfsemi er lögleg samkvæmt EES samningnum og telur Uppreisn réttast að stjórnvöld myndu taka af allan vafa með því að breyta landslögum í samræmi við það. Uppreisn mun alltaf berjast fyrir frelsismálum og hagsmunum neytenda og telur það ótækt að ríkisstjórnin spili sig stikkfrí í þessu máli. Það er kominn tími til að stjórnvöld stígi fram, taki af allan vafa og tryggi að íslenskir neytendur njóti þeirra réttinda sem EES samningurinn tryggir þeim. Oddgeir Páll Georgsson, Sverrir Páll Einarsson, Una Rán Tjörvadóttir, María Malmquist, Arnar Steinn Þórarinsson, Hjördís Lára Hlíðberg, Ísak Leon Júlíusson og Úlfur Atli Stefaníuson. Höfundar skipa stjórn Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar