Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Lovísa Arnardóttir skrifar 2. janúar 2026 12:30 Valdimar Víðisson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, segir breytinguna eiga að létta undir með fjölskyldum. Vísir/Vilhelm Sex tíma eða skemmri gjaldfrjáls leikskóladvöl tók gildi um áramótin í Hafnarfirði. Foreldrar sem vista börnin í sex klukkustundir eða skemur greiða þá einungis fyrir fæði. Átta tíma vistun fyrir eitt barn kostar alls 44.308 krónur, sjö og hálf klukkustund 36.438 krónur og sjö klukkustundir 28.568 krónur. Með því að hafa barnið í vistun í sex klukkustundir greiðir fólk aðeins annað hvort síðdegis- eða morgunhressingu og hádegismat sem er samtals 10.473. „Með sex tíma gjaldfrjálsum leikskóla erum við að létta undir með fjölskyldum og styrkja jafnvægið milli fjölskyldulífs og atvinnu,“ segir Valdimar Víðisson bæjarstjóri Hafnarfjarðar, í tilkynningu. Þessi breyting hefur samkvæmt tilkynningu ekki áhrif á fjölskyldur sem þurfa lengri dagvistun fyrir börnin sín. Gjöld fyrir fulla vistun hækka aðeins um það sem nemur almennri hækkun á gjaldskrá sveitarfélagsins um áramót. Þar kemur fram að leikskóladagurinn er óbreyttur þrátt fyrir þessa gjaldskrárbreytingu. Markvisst fagstarf og stoðþjónusta fer fram á milli klukkan 9 til 15 og svo eru frjálsar leikstundir frá klukkan 7:30 til 9 og eftir klukkan 15. Mislangir dagar en alls 30 klukkustundir Dagarnir mega vera mislangir, þannig barnið til dæmis byrji seinna einn daginn en í tilkynningu. Ef dvöl hefst klukkan átta að morgni lýkur sex tíma gjaldfrjálsri dvöl klukkan 14, en klukkan 15 ef dvöl hefst klukkan níu. Dagar mega vera mislangir svo lengi sem heildardvalartími er ekki meiri en 30 klukkustundir. Þá er sett skilyrði um fjögurra stunda lágmarksdvöl á dag alla virka daga. Valdimar segir í tilkynningu að með breytingunni sé gerð tilraun til að tryggja gæði leikskólastarfsins haldist óskert og að jafnræði ríki óháð aðstæðum foreldra. „Við viljum bjóða upp á meiri sveigjanleika og jafnt aðgengi að vandaðri leikskólaþjónustu án þess að fórna gæðum.“ Á reiknivél leikskólagjalda á hafnarfjordur.is er hægt að reikna út leikskólagjöld. Reiknivélin reiknar út meðaltal dvalartíma barns á viku. Álíka breytingar annars staðar Svipaðar breytingar hafa verið innleiddar í Kópavogi, Akureyri og víðar, þó með meiri gjaldskrárhækkunum. Slíkar breytingar hafa einnig verið boðaðar í Reykjavík en hafa ekki tekið gildi. Samráðshópur tilkynnir á nýju ári hverjar breytingar verða eftir opið samráð. Leikskólar Hafnarfjörður Reykjavík Akureyri Kópavogur Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Sjá meira
Átta tíma vistun fyrir eitt barn kostar alls 44.308 krónur, sjö og hálf klukkustund 36.438 krónur og sjö klukkustundir 28.568 krónur. Með því að hafa barnið í vistun í sex klukkustundir greiðir fólk aðeins annað hvort síðdegis- eða morgunhressingu og hádegismat sem er samtals 10.473. „Með sex tíma gjaldfrjálsum leikskóla erum við að létta undir með fjölskyldum og styrkja jafnvægið milli fjölskyldulífs og atvinnu,“ segir Valdimar Víðisson bæjarstjóri Hafnarfjarðar, í tilkynningu. Þessi breyting hefur samkvæmt tilkynningu ekki áhrif á fjölskyldur sem þurfa lengri dagvistun fyrir börnin sín. Gjöld fyrir fulla vistun hækka aðeins um það sem nemur almennri hækkun á gjaldskrá sveitarfélagsins um áramót. Þar kemur fram að leikskóladagurinn er óbreyttur þrátt fyrir þessa gjaldskrárbreytingu. Markvisst fagstarf og stoðþjónusta fer fram á milli klukkan 9 til 15 og svo eru frjálsar leikstundir frá klukkan 7:30 til 9 og eftir klukkan 15. Mislangir dagar en alls 30 klukkustundir Dagarnir mega vera mislangir, þannig barnið til dæmis byrji seinna einn daginn en í tilkynningu. Ef dvöl hefst klukkan átta að morgni lýkur sex tíma gjaldfrjálsri dvöl klukkan 14, en klukkan 15 ef dvöl hefst klukkan níu. Dagar mega vera mislangir svo lengi sem heildardvalartími er ekki meiri en 30 klukkustundir. Þá er sett skilyrði um fjögurra stunda lágmarksdvöl á dag alla virka daga. Valdimar segir í tilkynningu að með breytingunni sé gerð tilraun til að tryggja gæði leikskólastarfsins haldist óskert og að jafnræði ríki óháð aðstæðum foreldra. „Við viljum bjóða upp á meiri sveigjanleika og jafnt aðgengi að vandaðri leikskólaþjónustu án þess að fórna gæðum.“ Á reiknivél leikskólagjalda á hafnarfjordur.is er hægt að reikna út leikskólagjöld. Reiknivélin reiknar út meðaltal dvalartíma barns á viku. Álíka breytingar annars staðar Svipaðar breytingar hafa verið innleiddar í Kópavogi, Akureyri og víðar, þó með meiri gjaldskrárhækkunum. Slíkar breytingar hafa einnig verið boðaðar í Reykjavík en hafa ekki tekið gildi. Samráðshópur tilkynnir á nýju ári hverjar breytingar verða eftir opið samráð.
Leikskólar Hafnarfjörður Reykjavík Akureyri Kópavogur Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Sjá meira