Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar 2. janúar 2026 10:02 Í nýlegum greinum á Vísi fara þau Ögmundur Jónasson og Ingibjörg Isaksen mikinn gegn netverslun með áfengi. Þau mála upp mynd af samfélagi á barmi siðferðilegs hruns þar sem „gróðahyggja“ og „óprúttnir vínsalar“ ógna velferð barna okkar. Orðfærið er dramatískt og tilfinningaþrungið en þegar rykið sest og staðreyndir eru skoðaðar kemur í ljós að heimsendaspár þeirra eiga sér enga stoð í raunveruleikanum. Málflutningur þeirra byggir á rangtúlkun á tölfræði og virðist sprottinn af úreltri heimssýn frekar en umhyggju fyrir lýðheilsu. Ósannindi um aukna neyslu Kjarninn í málflutningi þeirra er sú gamla kenning að aukið aðgengi leiði sjálfkrafa til aukinnar neyslu. Þau benda á opinberar sölutölur áfengis og segja þær sýna aukningu. Það sem þau gleyma hins vegar að nefna er sú staðreynd að á sama tíma hefur Ísland tekið á móti milljónum erlendra ferðamanna. Að reikna með neyslu þeirra í heildartölum og deila henni svo niður á íslenska þjóð er fráleit aðferðafræði. Þegar þessi skekkja er leiðrétt blasir allt önnur mynd við. Opinber gögn sýna að áfengisneysla Íslendinga hefur ekki aukist síðastliðinn áratug þrátt fyrir opnun veitingastaða og tilkomu netverslana. Hún hefur þvert á móti dregist saman. Kenningin um að Íslendingar séu á barmi þess að drekka sig til óbóta vegna þess að þeir geta nú pantað vín á netinu eru því hrein og klár ósannindi. Grýlan um unglingadrykkju Enn alvarlegri er sú fullyrðing Ögmundar að unglingadrykkja „færist í vöxt“ vegna netverslana. Þetta er ekki bara rangt heldur er það beinlínis óábyrgt að halda slíku fram án nokkurra sannana. Allar tiltækar tölur sýna þveröfuga þróun. Árið 1998, áður en nokkur netverslun var til, höfðu 42% unglinga í 10. bekk drukkið áfengi síðastliðna 30 daga. Árið 2025 er þetta hlutfall komið niður í sögulegt lágmark, eða 8%. Hin meinta neyslustýring ríkisins er byggð á misskilningi. Önnur öfl er miklu áhrifaríkari eins og nýjar tölur um hratt minnkandi áfengisneyslu í hinum vestræna heimi sýna með afgerandi hætti. Þennan ótrúlega árangur má sjálfsagt rekja til íslenska forvarnamódelsins sem byggir á forvörnum, fræðslu og samvinnu foreldra. Þetta þekkta forvarnarmódel hefur ekkert að gera með ríkisreknar vínbúðir. Að halda því fram að ÁTVR hafi lagt eitthvað til málanna í þessum efnum er til marks um að greinarhöfundarnir séu annað hvort illa upplýstir eða haldi þessu fram gegn betri vitund til þess eins að verja ríkisafskiptin sem slík. Öruggara aðgengi Það er kaldhæðnislegt að andstæðingar netverslunar og frjálsrar verslunar með áfengi skuli þykjast vera að vernda börn. Raunveruleikinn er sá að netverslanir sem nota rafræn skilríki til að staðfesta aldur bjóða upp á mun öruggara aldurseftirlit en ÁTVR þar sem enn er stuðst við mannlegt mat starfsmanns á kassa. Hvor aðferðin er líklegri til að hleypa 17 ára unglingi í gegn? Svarið er augljóst en 5-15% unglinga sem reyna að kaupa áfengi í ÁTVR fá afgreiðslu - samkvæmt þeirra eigin rannsóknum. Í netverslun sem notar rafræn skilríki getur enginn undir aldri keypt áfengi. Fortíð gegn framtíð Baráttan gegn netverslun með áfengi er ekki barátta fyrir lýðheilsu. Þetta er barátta fortíðar gegn framtíð. Það er barátta ríkiseinokunar gegn frelsi neytenda. Það er barátta þeirra sem vilja stjórna daglegu lífi fólks gegn þeim sem treysta fólki til að taka ábyrgar ákvarðanir. Ögmundur talar um „vitorðsmenn“ í stjórnmálum og fjölmiðlum. En hverju eru þeir að hylma yfir? Frelsi? Hagkvæmni? Meira öryggi? Nú til dags gera neytendur kröfu um þægindi, vöruúrval og samkeppnishæft verð. ÁTVR er stofnun sem var búin til fyrir aðra öld. Það er ekki „græðgi“ að vilja kaupa rauðvínsflösku með matnum án þess að þurfa að gera sér ferð í iðnaðarhverfi á opnunartíma hins opinbera. Það er eðlileg krafa um nútímalega þjónustu. Það að lögreglan þurfi að standa í því að loka pósthólfum fyrirtækja á frídögum kirkjunnar sýnir fáránleika kerfisins. Það eru ekki „vínsalarnir“ sem eru vandamálið. Vandamálið er löggjöf sem er í ósamræmi við veruleikann og vilja þjóðarinnar. Gögnin eru skýr. Íslendingar eru ekki að drekka meira, unglingar eru að drekka minna en nokkru sinni fyrr og tæknin býður upp á meira öryggi en nokkru sinni fyrr. Það er kominn tími til að hætta að hlusta á varðhunda fortíðarinnar og fagna þeim sem þora að vera vitorðsmenn framtíðarinnar. Vitorðsmenn framtíðarinnar eru þeir sem þora að horfast í augu við veruleikann en varðhundar fortíðarinnar gelta enn á bíla sem eru löngu farnir. Höfundur er annar eigenda Santé. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Netverslun með áfengi Áfengi Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Í nýlegum greinum á Vísi fara þau Ögmundur Jónasson og Ingibjörg Isaksen mikinn gegn netverslun með áfengi. Þau mála upp mynd af samfélagi á barmi siðferðilegs hruns þar sem „gróðahyggja“ og „óprúttnir vínsalar“ ógna velferð barna okkar. Orðfærið er dramatískt og tilfinningaþrungið en þegar rykið sest og staðreyndir eru skoðaðar kemur í ljós að heimsendaspár þeirra eiga sér enga stoð í raunveruleikanum. Málflutningur þeirra byggir á rangtúlkun á tölfræði og virðist sprottinn af úreltri heimssýn frekar en umhyggju fyrir lýðheilsu. Ósannindi um aukna neyslu Kjarninn í málflutningi þeirra er sú gamla kenning að aukið aðgengi leiði sjálfkrafa til aukinnar neyslu. Þau benda á opinberar sölutölur áfengis og segja þær sýna aukningu. Það sem þau gleyma hins vegar að nefna er sú staðreynd að á sama tíma hefur Ísland tekið á móti milljónum erlendra ferðamanna. Að reikna með neyslu þeirra í heildartölum og deila henni svo niður á íslenska þjóð er fráleit aðferðafræði. Þegar þessi skekkja er leiðrétt blasir allt önnur mynd við. Opinber gögn sýna að áfengisneysla Íslendinga hefur ekki aukist síðastliðinn áratug þrátt fyrir opnun veitingastaða og tilkomu netverslana. Hún hefur þvert á móti dregist saman. Kenningin um að Íslendingar séu á barmi þess að drekka sig til óbóta vegna þess að þeir geta nú pantað vín á netinu eru því hrein og klár ósannindi. Grýlan um unglingadrykkju Enn alvarlegri er sú fullyrðing Ögmundar að unglingadrykkja „færist í vöxt“ vegna netverslana. Þetta er ekki bara rangt heldur er það beinlínis óábyrgt að halda slíku fram án nokkurra sannana. Allar tiltækar tölur sýna þveröfuga þróun. Árið 1998, áður en nokkur netverslun var til, höfðu 42% unglinga í 10. bekk drukkið áfengi síðastliðna 30 daga. Árið 2025 er þetta hlutfall komið niður í sögulegt lágmark, eða 8%. Hin meinta neyslustýring ríkisins er byggð á misskilningi. Önnur öfl er miklu áhrifaríkari eins og nýjar tölur um hratt minnkandi áfengisneyslu í hinum vestræna heimi sýna með afgerandi hætti. Þennan ótrúlega árangur má sjálfsagt rekja til íslenska forvarnamódelsins sem byggir á forvörnum, fræðslu og samvinnu foreldra. Þetta þekkta forvarnarmódel hefur ekkert að gera með ríkisreknar vínbúðir. Að halda því fram að ÁTVR hafi lagt eitthvað til málanna í þessum efnum er til marks um að greinarhöfundarnir séu annað hvort illa upplýstir eða haldi þessu fram gegn betri vitund til þess eins að verja ríkisafskiptin sem slík. Öruggara aðgengi Það er kaldhæðnislegt að andstæðingar netverslunar og frjálsrar verslunar með áfengi skuli þykjast vera að vernda börn. Raunveruleikinn er sá að netverslanir sem nota rafræn skilríki til að staðfesta aldur bjóða upp á mun öruggara aldurseftirlit en ÁTVR þar sem enn er stuðst við mannlegt mat starfsmanns á kassa. Hvor aðferðin er líklegri til að hleypa 17 ára unglingi í gegn? Svarið er augljóst en 5-15% unglinga sem reyna að kaupa áfengi í ÁTVR fá afgreiðslu - samkvæmt þeirra eigin rannsóknum. Í netverslun sem notar rafræn skilríki getur enginn undir aldri keypt áfengi. Fortíð gegn framtíð Baráttan gegn netverslun með áfengi er ekki barátta fyrir lýðheilsu. Þetta er barátta fortíðar gegn framtíð. Það er barátta ríkiseinokunar gegn frelsi neytenda. Það er barátta þeirra sem vilja stjórna daglegu lífi fólks gegn þeim sem treysta fólki til að taka ábyrgar ákvarðanir. Ögmundur talar um „vitorðsmenn“ í stjórnmálum og fjölmiðlum. En hverju eru þeir að hylma yfir? Frelsi? Hagkvæmni? Meira öryggi? Nú til dags gera neytendur kröfu um þægindi, vöruúrval og samkeppnishæft verð. ÁTVR er stofnun sem var búin til fyrir aðra öld. Það er ekki „græðgi“ að vilja kaupa rauðvínsflösku með matnum án þess að þurfa að gera sér ferð í iðnaðarhverfi á opnunartíma hins opinbera. Það er eðlileg krafa um nútímalega þjónustu. Það að lögreglan þurfi að standa í því að loka pósthólfum fyrirtækja á frídögum kirkjunnar sýnir fáránleika kerfisins. Það eru ekki „vínsalarnir“ sem eru vandamálið. Vandamálið er löggjöf sem er í ósamræmi við veruleikann og vilja þjóðarinnar. Gögnin eru skýr. Íslendingar eru ekki að drekka meira, unglingar eru að drekka minna en nokkru sinni fyrr og tæknin býður upp á meira öryggi en nokkru sinni fyrr. Það er kominn tími til að hætta að hlusta á varðhunda fortíðarinnar og fagna þeim sem þora að vera vitorðsmenn framtíðarinnar. Vitorðsmenn framtíðarinnar eru þeir sem þora að horfast í augu við veruleikann en varðhundar fortíðarinnar gelta enn á bíla sem eru löngu farnir. Höfundur er annar eigenda Santé.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun