Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar 2. janúar 2026 07:47 Ég verð að lýsa furðu minni á stóru fjölmiðlum þessa lands. Á meðan kastljósinu er beint annað á sér stað hrein bylting í Íran, einu áhrifamesta ríki Mið-Austurlanda. Landið rambar nú á barmi borgarastyrjaldar og klerkastjórnin riðar til falls, en fréttaflutningur hér heima er rýr. Klerkastjórnin í Teheran er ekki bara innlend ógn; hún er bakbein ófriðar víða um heim. Hún hefur dælt vopnum og drónum í hendur Rússa til árása á saklausa borgara í Úkraínu. Hún fjármagnar hryðjuverkastarfsemi Hamas í Palestínu, kyndir undir blóðugu borgarastyrjöldinni í Jemen með stuðningi við Húta og heldur Líbanon í helgreipum í gegnum Hezbollah. Allt er þetta gert á meðan mannréttindi eigin þegna eru fótum troðin daglega. Skákborðið við Rauðahafið Nýlega átti sér stað atburður í utanríkismálum sem hefur gríðarlega þýðingu fyrir heimsöryggi: Ísrael hefur, fyrst ríkja, viðurkennt sjálfstæði Sómalílands. Benjamín Netanjahú hefur boðið forsetanum Abdirahman Mohamed Abdullahi í opinbera heimsókn og boðað samvinnu á sviði tækni, landbúnaðarmála og öryggismála. Þótt Donald Trump hafi verið varkár í yfirlýsingum sínum, þá er viðurkenning Ísraels á landi sem hefur barist fyrir sjálfstæði frá Sómalíu síðan 1991 heimssögulegur viðburður. En af hverju gerist þetta núna? Svarið liggur í landafræðinni. Það sem skilur á milli Sómalíulands og Jemen er Bab el-Mandeb-sundið, lífæð heimsverslunarinnar sem tengir Rauðahafið við Adenflóa og Indlandshaf. Hútar í Jemen, handbendi klerkastjórnarinnar í Íran, hafa ítrekað gert árásir á skipaflutninga og skotið írönskum flugskeytum á Ísrael. Með því að styðja þetta nýja ríki, sem er að slíta sig frá Sómalíu, opnast möguleiki fyrir Ísrael og Bandaríkin að koma upp bækistöðvum á þessum hernaðarlega mikilvæga stað. Það myndi þrengja verulega að árásarleiðum Húta og skerta getu þeirra til að herja á alþjóðlegar siglingaleiðir, auk þess að verja leiðina um Djíbútí-sundið og tryggja stöðugleika um Arabíuflóa. Af hverju þessi þögn? Þetta eru heimssögulegir atburðir. Þessi þróun getur haft gífurleg áhrif á heimsmarkaðsverð á olíu, breytt gangi stríðsins í Úkraínu og hliðrað allri heimsverslun. Samt heyrist varla múkk í íslenskum fréttastofum. Hentar það fjölmiðlunum ekki að færa fókusinn að Úkraínu eða Palestínu af einhverri ástæðu? Getur verið að stefna Hvíta hússins í utanríkismálum sé hreinlega að skila árangri sem má ekki fara í hámæli? Er verið að dylja raunverulegan árangur „kallsins í Hvíta húsinu“ vegna þess að hann passar ekki inn í þá mynd sem á að teikna upp? Persaveldi á brauðfótum Persaveldi nútímans stendur á brauðfótum. Klerkastjórnin er ekki aðeins að kikna undan efnahagslegu gjaldþroti, heldur glímir þjóðin við skelfilegan vatnsskort. Almenningur hefur fengið nóg. Fólk streymir út á göturnar og hrópar: „Ég mun deyja fyrir land mitt, en ekki fyrir Palestínu eða Líbanon!“ Þetta eru dómínókubbsáhrif sem hófust með falli Assad-stjórnarinnar í Sýrlandi. Ef klerkastjórnin fellur mun það valda miklu ójafnvægi á svæðinu og blóðug borgarastyrjöld gæti fylgt í kjölfarið. Slíkar vendingar munu hafa víðtækar afleiðingar fyrir alla Evrópu. Við gætum séð nýja, gríðarlega flóttamannabylgju sem myndi reyna á landamæri og samfélagsgerð evrópskra ríkja sem aldrei fyrr. Innan þessa stóra samhengis er raunveruleg hætta á að fólk leiti hælis allt norður til Íslands. En við verðum líka að leyfa okkur að vona: Vona að ekki verði miklu blóði úthellt, heldur muni fólkið sigra klerkastjórnina og eitthvað betra taki við. Að þetta merka land verði nútímavætt og mannréttindi virt að nýju. Eru fjölmiðlar og stjórnvöld að undirbúa okkur undir þá heildarmynd sem hér er í uppsiglingu? Ráða stoðkerfi Evrópu, og þar með okkar eigin, við þær afleiðingar sem gætu skolað á land hér ef allt færi á versta veg? Það er kominn tími til að fjölmiðlar fari að fjalla um þetta af þeirri alvöru sem til þarf. Höfundur er Miðflokksmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Bergmann Mest lesið Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Sjá meira
Ég verð að lýsa furðu minni á stóru fjölmiðlum þessa lands. Á meðan kastljósinu er beint annað á sér stað hrein bylting í Íran, einu áhrifamesta ríki Mið-Austurlanda. Landið rambar nú á barmi borgarastyrjaldar og klerkastjórnin riðar til falls, en fréttaflutningur hér heima er rýr. Klerkastjórnin í Teheran er ekki bara innlend ógn; hún er bakbein ófriðar víða um heim. Hún hefur dælt vopnum og drónum í hendur Rússa til árása á saklausa borgara í Úkraínu. Hún fjármagnar hryðjuverkastarfsemi Hamas í Palestínu, kyndir undir blóðugu borgarastyrjöldinni í Jemen með stuðningi við Húta og heldur Líbanon í helgreipum í gegnum Hezbollah. Allt er þetta gert á meðan mannréttindi eigin þegna eru fótum troðin daglega. Skákborðið við Rauðahafið Nýlega átti sér stað atburður í utanríkismálum sem hefur gríðarlega þýðingu fyrir heimsöryggi: Ísrael hefur, fyrst ríkja, viðurkennt sjálfstæði Sómalílands. Benjamín Netanjahú hefur boðið forsetanum Abdirahman Mohamed Abdullahi í opinbera heimsókn og boðað samvinnu á sviði tækni, landbúnaðarmála og öryggismála. Þótt Donald Trump hafi verið varkár í yfirlýsingum sínum, þá er viðurkenning Ísraels á landi sem hefur barist fyrir sjálfstæði frá Sómalíu síðan 1991 heimssögulegur viðburður. En af hverju gerist þetta núna? Svarið liggur í landafræðinni. Það sem skilur á milli Sómalíulands og Jemen er Bab el-Mandeb-sundið, lífæð heimsverslunarinnar sem tengir Rauðahafið við Adenflóa og Indlandshaf. Hútar í Jemen, handbendi klerkastjórnarinnar í Íran, hafa ítrekað gert árásir á skipaflutninga og skotið írönskum flugskeytum á Ísrael. Með því að styðja þetta nýja ríki, sem er að slíta sig frá Sómalíu, opnast möguleiki fyrir Ísrael og Bandaríkin að koma upp bækistöðvum á þessum hernaðarlega mikilvæga stað. Það myndi þrengja verulega að árásarleiðum Húta og skerta getu þeirra til að herja á alþjóðlegar siglingaleiðir, auk þess að verja leiðina um Djíbútí-sundið og tryggja stöðugleika um Arabíuflóa. Af hverju þessi þögn? Þetta eru heimssögulegir atburðir. Þessi þróun getur haft gífurleg áhrif á heimsmarkaðsverð á olíu, breytt gangi stríðsins í Úkraínu og hliðrað allri heimsverslun. Samt heyrist varla múkk í íslenskum fréttastofum. Hentar það fjölmiðlunum ekki að færa fókusinn að Úkraínu eða Palestínu af einhverri ástæðu? Getur verið að stefna Hvíta hússins í utanríkismálum sé hreinlega að skila árangri sem má ekki fara í hámæli? Er verið að dylja raunverulegan árangur „kallsins í Hvíta húsinu“ vegna þess að hann passar ekki inn í þá mynd sem á að teikna upp? Persaveldi á brauðfótum Persaveldi nútímans stendur á brauðfótum. Klerkastjórnin er ekki aðeins að kikna undan efnahagslegu gjaldþroti, heldur glímir þjóðin við skelfilegan vatnsskort. Almenningur hefur fengið nóg. Fólk streymir út á göturnar og hrópar: „Ég mun deyja fyrir land mitt, en ekki fyrir Palestínu eða Líbanon!“ Þetta eru dómínókubbsáhrif sem hófust með falli Assad-stjórnarinnar í Sýrlandi. Ef klerkastjórnin fellur mun það valda miklu ójafnvægi á svæðinu og blóðug borgarastyrjöld gæti fylgt í kjölfarið. Slíkar vendingar munu hafa víðtækar afleiðingar fyrir alla Evrópu. Við gætum séð nýja, gríðarlega flóttamannabylgju sem myndi reyna á landamæri og samfélagsgerð evrópskra ríkja sem aldrei fyrr. Innan þessa stóra samhengis er raunveruleg hætta á að fólk leiti hælis allt norður til Íslands. En við verðum líka að leyfa okkur að vona: Vona að ekki verði miklu blóði úthellt, heldur muni fólkið sigra klerkastjórnina og eitthvað betra taki við. Að þetta merka land verði nútímavætt og mannréttindi virt að nýju. Eru fjölmiðlar og stjórnvöld að undirbúa okkur undir þá heildarmynd sem hér er í uppsiglingu? Ráða stoðkerfi Evrópu, og þar með okkar eigin, við þær afleiðingar sem gætu skolað á land hér ef allt færi á versta veg? Það er kominn tími til að fjölmiðlar fari að fjalla um þetta af þeirri alvöru sem til þarf. Höfundur er Miðflokksmaður.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun