Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir, Telma Sigtryggsdóttir og Vilhjálmur Hjálmarsson skrifa 29. desember 2025 14:00 Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla. En það bar til um þessar mundir að ráðherra heilbrigðismála bar af sér reglugerðarbreytingu með nýrri málsgrein varðandi niðurgreiðslu lyfja: „Sjúkratryggingastofnuninni er heimilt að takmarka greiðsluþátttöku sjúkratrygginga í lyfjakostnaði einstaklings, sem hefur verið samþykkt skv. 2. tölul. 2. mgr. 66. gr. lyfjalaga, við ákveðna skammtastærð sem fer umfram ráðlagðan hámarksskammt samkvæmt markaðsleyfi lyfsins hér á landi.“ (reglugerð nr. 1143/2019, 6. gr.) Í sjálfu sér er ekkert óeðlilegt við að takmarka greiðsluþátttöku við einhverja skammtastærð umfram það sem kallað er „ráðlagður hámarksskammtur.“ Hér er þó lykilatrið að „ráðlagður hámarskskammtur“ er ekki læknisfræðilegt hugtak, heldur kemur til við þróun lyfs og síðar prófunum sem tengjast undirbúnings umsóknar um markaðsleyfi. Þar er m.a. litið til hvort mögulegar aukaverkanir, út frá tiltekinni skammtastærð, séu ástættanlegar. Enn og aftur er ekkert athugavert við það. Um leið er þó jafnframt vitað og viðurkennt að læknir með tilheyrandi sérþekkingu geti og megi ávísa hærri skammti, enda byggi sú ákvöðrun á reynslu og faglegu mati viðkomandi læknis. Með öðrum orðum, þá er ekkert athugavert við að læknir með sérþekkingu, ávísi hærri skammti en segir til um í markaðsleyfi sama lyfs. Ekki síst vegna þess að með tíð og tíma öðlast læknar reynslu af notkun lyfs og þá ekki síst út frá þekkingu á sínum skjólstæðingum. Þetta er kallað að ávísa lyfir utan ábendinga. Hvað ADHD lyf varðar er gott dæmi að finna í fyrri klínískum leiðbeiningum Embættis landlæknis varðandi Concerta, þar sem hámarksskammtur (samkvæmt markaðsleyfi) er réttilega sagður 72 mg, en um leið tekið fram að óhætt væri að miða við allt að 108 mg. Þegar svo klínískar leiðbeingar varðandi ADHD greiningu og meðferð voru endurskoðaðar fyrir skömmu var tekin ákvörðun um að tilgreina ekki undantekningar. Innan einhverja marka væri enda eðlilegt að læknir gæti ávísað stærri skammti en „ráðlagður dagskammtur“ segði til um, a.m.k. innan einhverrra marka. Fyrrnefnd breyting á reglugerð nr. 1143/2019, nánar tiltekið 6. gr. hennar, var birt í byrjun september sl. Fyrsta desember síðastliðinn tilkynnti SÍ að hér eftir yrði kostnaðarþátttaka vegna lyfja bundin við „ráðlagðan dagskammt.“ Hér þarf að ítreka tvennt: Ráðlagður dagskammtur er ekki læknisfræðilegt hugtak. Fyrrnefnd breyting á reglugeð er einungis tekur eingöngu fram að takmarka megi ákveðna skammtastærð sem fari umfram ráðlagðan hámarksskammt. Með öðrum orðum er viljandi ekki tiltekið hversu langt umfram „ráðlagðan dagskammt“ ræðir, enda væri slíkt algerlega ógerlegt í lögum og/eða reglugerð þar að lútandi sem eigi við um fjölda ólíkra lyfja. Látum vera að forstjóri Sjúkratrygginga Íslands (SÍ), hafi verið gerður afturreka með fyrrnefnda breytingu einfaldlega vegna þess að hann tilkynnti þetta án nokkurs fyrirvara. Mun meiru skiptir að hér er opinber stofnun í raun og sann að taka fram fyrir hendur lækna þegar kemur að meðhöndlun skjólstæðiðnga. Með ákvörðun sinni er forstjóri SÍ og starfsfólk stofnunarinnar að taka fram fyrir faglega ákvörðun lækna, með því að hengja sig í oftúllkun á orðalagi, enda segi ekki í uppfærðri reglugerð að kostnaðarþátttaka skuli takmarkast við „ráðlagðan dagskammt“. Með öðrum orðum er SÍ hér að grípa inn í lælknisfræðilega ráðgjöf um meðferð, án heimildar þar að lútandi. Undirrituð skora á heilbrigðisráðherra að stíga inn í málið af festu og dragi til baka reglugerðarbreytinguna, og að forstjóri SÍ birti nákvæman lista yfir þau lyf sem hér um ræðir og færi um leið rök fyrir hvað lyf og/eða lyfjaflokkar eru undanþegin. Þá telja undirrituð tilefni til að umboðsmaður Alþingis taki málið fyrir. Höfundar eru: Alma Ýr Ingólfsdóttir, formaður ÖBÍ réttindasamtaka.Telma Sigtryggsdóttir, formaður heilbrigðishóps ÖBÍ.Vilhjálmur Hjálmarsson, formaður ADHD samtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Sjúkratryggingar Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström Skoðun Skoðun Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla. En það bar til um þessar mundir að ráðherra heilbrigðismála bar af sér reglugerðarbreytingu með nýrri málsgrein varðandi niðurgreiðslu lyfja: „Sjúkratryggingastofnuninni er heimilt að takmarka greiðsluþátttöku sjúkratrygginga í lyfjakostnaði einstaklings, sem hefur verið samþykkt skv. 2. tölul. 2. mgr. 66. gr. lyfjalaga, við ákveðna skammtastærð sem fer umfram ráðlagðan hámarksskammt samkvæmt markaðsleyfi lyfsins hér á landi.“ (reglugerð nr. 1143/2019, 6. gr.) Í sjálfu sér er ekkert óeðlilegt við að takmarka greiðsluþátttöku við einhverja skammtastærð umfram það sem kallað er „ráðlagður hámarksskammtur.“ Hér er þó lykilatrið að „ráðlagður hámarskskammtur“ er ekki læknisfræðilegt hugtak, heldur kemur til við þróun lyfs og síðar prófunum sem tengjast undirbúnings umsóknar um markaðsleyfi. Þar er m.a. litið til hvort mögulegar aukaverkanir, út frá tiltekinni skammtastærð, séu ástættanlegar. Enn og aftur er ekkert athugavert við það. Um leið er þó jafnframt vitað og viðurkennt að læknir með tilheyrandi sérþekkingu geti og megi ávísa hærri skammti, enda byggi sú ákvöðrun á reynslu og faglegu mati viðkomandi læknis. Með öðrum orðum, þá er ekkert athugavert við að læknir með sérþekkingu, ávísi hærri skammti en segir til um í markaðsleyfi sama lyfs. Ekki síst vegna þess að með tíð og tíma öðlast læknar reynslu af notkun lyfs og þá ekki síst út frá þekkingu á sínum skjólstæðingum. Þetta er kallað að ávísa lyfir utan ábendinga. Hvað ADHD lyf varðar er gott dæmi að finna í fyrri klínískum leiðbeiningum Embættis landlæknis varðandi Concerta, þar sem hámarksskammtur (samkvæmt markaðsleyfi) er réttilega sagður 72 mg, en um leið tekið fram að óhætt væri að miða við allt að 108 mg. Þegar svo klínískar leiðbeingar varðandi ADHD greiningu og meðferð voru endurskoðaðar fyrir skömmu var tekin ákvörðun um að tilgreina ekki undantekningar. Innan einhverja marka væri enda eðlilegt að læknir gæti ávísað stærri skammti en „ráðlagður dagskammtur“ segði til um, a.m.k. innan einhverrra marka. Fyrrnefnd breyting á reglugerð nr. 1143/2019, nánar tiltekið 6. gr. hennar, var birt í byrjun september sl. Fyrsta desember síðastliðinn tilkynnti SÍ að hér eftir yrði kostnaðarþátttaka vegna lyfja bundin við „ráðlagðan dagskammt.“ Hér þarf að ítreka tvennt: Ráðlagður dagskammtur er ekki læknisfræðilegt hugtak. Fyrrnefnd breyting á reglugeð er einungis tekur eingöngu fram að takmarka megi ákveðna skammtastærð sem fari umfram ráðlagðan hámarksskammt. Með öðrum orðum er viljandi ekki tiltekið hversu langt umfram „ráðlagðan dagskammt“ ræðir, enda væri slíkt algerlega ógerlegt í lögum og/eða reglugerð þar að lútandi sem eigi við um fjölda ólíkra lyfja. Látum vera að forstjóri Sjúkratrygginga Íslands (SÍ), hafi verið gerður afturreka með fyrrnefnda breytingu einfaldlega vegna þess að hann tilkynnti þetta án nokkurs fyrirvara. Mun meiru skiptir að hér er opinber stofnun í raun og sann að taka fram fyrir hendur lækna þegar kemur að meðhöndlun skjólstæðiðnga. Með ákvörðun sinni er forstjóri SÍ og starfsfólk stofnunarinnar að taka fram fyrir faglega ákvörðun lækna, með því að hengja sig í oftúllkun á orðalagi, enda segi ekki í uppfærðri reglugerð að kostnaðarþátttaka skuli takmarkast við „ráðlagðan dagskammt“. Með öðrum orðum er SÍ hér að grípa inn í lælknisfræðilega ráðgjöf um meðferð, án heimildar þar að lútandi. Undirrituð skora á heilbrigðisráðherra að stíga inn í málið af festu og dragi til baka reglugerðarbreytinguna, og að forstjóri SÍ birti nákvæman lista yfir þau lyf sem hér um ræðir og færi um leið rök fyrir hvað lyf og/eða lyfjaflokkar eru undanþegin. Þá telja undirrituð tilefni til að umboðsmaður Alþingis taki málið fyrir. Höfundar eru: Alma Ýr Ingólfsdóttir, formaður ÖBÍ réttindasamtaka.Telma Sigtryggsdóttir, formaður heilbrigðishóps ÖBÍ.Vilhjálmur Hjálmarsson, formaður ADHD samtakanna.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar