Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir og Elín Oddný Sigurðardóttir skrifa 22. desember 2025 08:00 Íslenskir friðarsinnar hafa efnt til friðargöngu niður Laugaveginn á Þorláksmessu síðastliðin 45 ár en fyrsta gangan var á farin árið 1980. Árlega tekur fjöldi fólks sér hlé frá jólastressinu til að leggja sitt af mörkum og taka undir kröfuna um frið og afvopnun í heiminum og eiga sannkallaða friðarstund. Fyrstu þrjú árin stóðu Samtök herstöðvaandstæðinga fyrir Þorláksmessugöngum og voru þær helgaðar baráttunni gegn kjarnorkuvá og til að vekja athygli á hættunni á gjöreyðingarstríði. Snemma á níunda áratugnum voru stofnaðar margar friðarhreyfingar hér á landi og mynduðu þær saman Samstarfshóp friðarhreyfinga sem hefur skipulagt göngurnar æ síðan. Friðargöngur eru einnig árlega á sama tíma á Akureyri og Ísafirði. Frá upphafi var baráttan gegn kjarnorkuvopnum meðal annars á höfunum umhverfis Ísland mjög áberandi. Eftir fall Sovétríkjanna og lok Kalda stríðsins töldu margir að friðsamlegra yrði í heiminum en sú varð því miður ekki raunin. Kjarnorkuafvopnun stórveldanna gekk hægt og stríð brutust út víða meðal annars í Evrópu. Friðarsinnar fengu því ótal tilefni til að benda á og mótmæla stríðsátökum og drápum á óbreyttum borgurum víða um heim. Á Þorláksmessu 1990 var til dæmis lýst áhyggjum vegna innrásar Íraka í Kúveit og aukinnar hættu á styrjöld við Persaflóa sem braust út ári seinna. Á tíunda áratugnum voru stríðsátök í fyrrum Júgóslavíu fordæmd og heræfingum á Íslandi mótmælt. Þá var einnig vakin athygli á kjarnorkusprengingum Frakka, Indverja og Pakistana. Stríðunum í Afganistan og Írak í byrjun þessarar aldar var mótmælt og hvatt til þess að friðsamlegar lausnir yrðu fundnar. Á Þorláksmessu 2001 var því mótmælt að hryðjuverkamaðurinn Sharon stjórnaði Ísrael í skjóli Bandaríkjastjórnar. Ástandið í Palestínu gerði það að verkum að ekki væri lengur hægt að taka heilshugar undir jólasálminn “Bjart er yfir Betlehem”. Eins og allir vita átti ástandið í Palestínu eftir að versna enn meira og enda með þjóðarmorði Ísraelshers á íbúum Gaza. Málstaður friðar skiptir ekki síður máli í dag en fyrir fjörutíu og fimm árum þegar gangan var fyrst gengin. Stríðsátök geysa víða í heiminum og þjóðarmorð er framið í beinni útsendingu fjölmiðla. Óheyrilegum fjárhæðum er enn sóað í vígvæðingu og ekkert lát virðist vera á hernaðarátökum um allan heim. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hefur boðað stóraukin útgjöld til hernaðarmála, þvert gegn vilja íslensks almennings. Friðarsinnar benda á að friður verður aldrei tryggður með vopnum og aukin vígvæðing eykur aðeins hættuna á stríði. Við bendum á að friðsamlegar lausnir eru einu lausnirnar sem duga. Gengið verður á þremur stöðum þann 23.desember. Í Reykjavík verður safnast saman á Hlemmi frá klukkan 17:45 þar sem friðarhreyfingarnar selja göngufólki rafkerti og þaðan verður gengið niður á Austurvöll. Á Akureyri verður gengið frá Samkomuhúsinu á Ráðhústorg og á Ísafirði frá Ísafjarðarkirkju að Silfurtorgi. Allar göngurnar leggja af stað klukkan 18. Fh. Samstarfshóps Friðarhreyfinga Ingibjörg Haraldsdóttir, formaður Samstarfshóps FriðarhreyfingaElín Oddný Sigurðardóttir, stjórnarmeðlimur Samstarfshóps Friðarhreyfinga Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Oddný Sigurðardóttir Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Íslenskir friðarsinnar hafa efnt til friðargöngu niður Laugaveginn á Þorláksmessu síðastliðin 45 ár en fyrsta gangan var á farin árið 1980. Árlega tekur fjöldi fólks sér hlé frá jólastressinu til að leggja sitt af mörkum og taka undir kröfuna um frið og afvopnun í heiminum og eiga sannkallaða friðarstund. Fyrstu þrjú árin stóðu Samtök herstöðvaandstæðinga fyrir Þorláksmessugöngum og voru þær helgaðar baráttunni gegn kjarnorkuvá og til að vekja athygli á hættunni á gjöreyðingarstríði. Snemma á níunda áratugnum voru stofnaðar margar friðarhreyfingar hér á landi og mynduðu þær saman Samstarfshóp friðarhreyfinga sem hefur skipulagt göngurnar æ síðan. Friðargöngur eru einnig árlega á sama tíma á Akureyri og Ísafirði. Frá upphafi var baráttan gegn kjarnorkuvopnum meðal annars á höfunum umhverfis Ísland mjög áberandi. Eftir fall Sovétríkjanna og lok Kalda stríðsins töldu margir að friðsamlegra yrði í heiminum en sú varð því miður ekki raunin. Kjarnorkuafvopnun stórveldanna gekk hægt og stríð brutust út víða meðal annars í Evrópu. Friðarsinnar fengu því ótal tilefni til að benda á og mótmæla stríðsátökum og drápum á óbreyttum borgurum víða um heim. Á Þorláksmessu 1990 var til dæmis lýst áhyggjum vegna innrásar Íraka í Kúveit og aukinnar hættu á styrjöld við Persaflóa sem braust út ári seinna. Á tíunda áratugnum voru stríðsátök í fyrrum Júgóslavíu fordæmd og heræfingum á Íslandi mótmælt. Þá var einnig vakin athygli á kjarnorkusprengingum Frakka, Indverja og Pakistana. Stríðunum í Afganistan og Írak í byrjun þessarar aldar var mótmælt og hvatt til þess að friðsamlegar lausnir yrðu fundnar. Á Þorláksmessu 2001 var því mótmælt að hryðjuverkamaðurinn Sharon stjórnaði Ísrael í skjóli Bandaríkjastjórnar. Ástandið í Palestínu gerði það að verkum að ekki væri lengur hægt að taka heilshugar undir jólasálminn “Bjart er yfir Betlehem”. Eins og allir vita átti ástandið í Palestínu eftir að versna enn meira og enda með þjóðarmorði Ísraelshers á íbúum Gaza. Málstaður friðar skiptir ekki síður máli í dag en fyrir fjörutíu og fimm árum þegar gangan var fyrst gengin. Stríðsátök geysa víða í heiminum og þjóðarmorð er framið í beinni útsendingu fjölmiðla. Óheyrilegum fjárhæðum er enn sóað í vígvæðingu og ekkert lát virðist vera á hernaðarátökum um allan heim. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hefur boðað stóraukin útgjöld til hernaðarmála, þvert gegn vilja íslensks almennings. Friðarsinnar benda á að friður verður aldrei tryggður með vopnum og aukin vígvæðing eykur aðeins hættuna á stríði. Við bendum á að friðsamlegar lausnir eru einu lausnirnar sem duga. Gengið verður á þremur stöðum þann 23.desember. Í Reykjavík verður safnast saman á Hlemmi frá klukkan 17:45 þar sem friðarhreyfingarnar selja göngufólki rafkerti og þaðan verður gengið niður á Austurvöll. Á Akureyri verður gengið frá Samkomuhúsinu á Ráðhústorg og á Ísafirði frá Ísafjarðarkirkju að Silfurtorgi. Allar göngurnar leggja af stað klukkan 18. Fh. Samstarfshóps Friðarhreyfinga Ingibjörg Haraldsdóttir, formaður Samstarfshóps FriðarhreyfingaElín Oddný Sigurðardóttir, stjórnarmeðlimur Samstarfshóps Friðarhreyfinga
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun