Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar 19. desember 2025 12:01 Þessi misserin flykkist meginþorri landsmanna í búðir til að byrgja sig upp fyrir hátíðirnar og eldamennsku sem krefst oftast meira umfangs en hversdagsmaturinn. Þá er gott að minna sig á að það þarf ekki að flækja málin til að njóta góðs matar og enn síður þarf að leita langt yfir skammt til að finna þau heimsklassagæði í hráefnum sem við búum við á Íslandi. Síðustu helgi, 13.-14. desember, fór Matarmarkaður Íslands fram í Hörpu þar sem Íslenskt lambakjöt og Slow Food á Íslandi voru með viðburð sem bar nafnið „Einfaldlega íslenskt um jólin.“ Þar var íslenskri matarhefð og íslensku hráefni var gert sérstaklega hátt undir höfði með sýnikennslu og fróðleik. Markmiðið okkar var fyrst og fremst að minna á það mikla og góða hráefni sem við höfum greiðan aðgang að hér á landi, ýmist úti í matvöruverslun en líka á næsta sveitamarkaði. Rétt fyrir jólin gefst okkur kjörið tækifæri til að rifja upp hvað íslenskur landbúnaður hefur upp á að bjóða og hvernig hægt er að elda góðan mat úr íslensku hráefni án mikillar fyrirhafnar. Það gleymist stundum að lambalærið eða hryggurinn sem við berum fram um jólin er miklu meira en einungis kjöt á diski. Það er afrakstur margra mánaða vinnu. Á bak við hvert læri og hvern hrygg standa sauðfjárbændur sem beittu og fylgdust með hverju dýri, veit hvaða þættir skipta höfuðmáli í að ala hágæðakjöt og vinna í takt við náttúruna. Það tekur um það bil tvö ár að rækta gott lambalæri og það er engin tilviljun að íslenskt lambakjöt þykir með því besta sem völ er á. Þegar við kaupum íslenskt í jólamatinn erum við að styðja við sauðfjárbændur, landeigendur og íslenska matvælaframleiðendur. Það sem skiptir kannski enn meira máli er að við styðjum við íslenskt samfélag, blómlegt, íslenskt atvinnulíf og tryggjum að við eigum áfram hreint og heilnæmt hráefni sem er ræktað hér heima. Við höldum í menningu og hefðir sem hafa fylgt okkur í gegnum aldirnar og sýnum að við kunnum að meta það sem við eigum. Jólamaturinn þarf ekki að vera flókinn, hann þarf bara að vera góður. Og hann má gjarnan vera íslenskur. Höfundur er matreiðslumeistari og framkvæmdastjóri upprunamerkisins Íslenskt lambakjöt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Sjá meira
Þessi misserin flykkist meginþorri landsmanna í búðir til að byrgja sig upp fyrir hátíðirnar og eldamennsku sem krefst oftast meira umfangs en hversdagsmaturinn. Þá er gott að minna sig á að það þarf ekki að flækja málin til að njóta góðs matar og enn síður þarf að leita langt yfir skammt til að finna þau heimsklassagæði í hráefnum sem við búum við á Íslandi. Síðustu helgi, 13.-14. desember, fór Matarmarkaður Íslands fram í Hörpu þar sem Íslenskt lambakjöt og Slow Food á Íslandi voru með viðburð sem bar nafnið „Einfaldlega íslenskt um jólin.“ Þar var íslenskri matarhefð og íslensku hráefni var gert sérstaklega hátt undir höfði með sýnikennslu og fróðleik. Markmiðið okkar var fyrst og fremst að minna á það mikla og góða hráefni sem við höfum greiðan aðgang að hér á landi, ýmist úti í matvöruverslun en líka á næsta sveitamarkaði. Rétt fyrir jólin gefst okkur kjörið tækifæri til að rifja upp hvað íslenskur landbúnaður hefur upp á að bjóða og hvernig hægt er að elda góðan mat úr íslensku hráefni án mikillar fyrirhafnar. Það gleymist stundum að lambalærið eða hryggurinn sem við berum fram um jólin er miklu meira en einungis kjöt á diski. Það er afrakstur margra mánaða vinnu. Á bak við hvert læri og hvern hrygg standa sauðfjárbændur sem beittu og fylgdust með hverju dýri, veit hvaða þættir skipta höfuðmáli í að ala hágæðakjöt og vinna í takt við náttúruna. Það tekur um það bil tvö ár að rækta gott lambalæri og það er engin tilviljun að íslenskt lambakjöt þykir með því besta sem völ er á. Þegar við kaupum íslenskt í jólamatinn erum við að styðja við sauðfjárbændur, landeigendur og íslenska matvælaframleiðendur. Það sem skiptir kannski enn meira máli er að við styðjum við íslenskt samfélag, blómlegt, íslenskt atvinnulíf og tryggjum að við eigum áfram hreint og heilnæmt hráefni sem er ræktað hér heima. Við höldum í menningu og hefðir sem hafa fylgt okkur í gegnum aldirnar og sýnum að við kunnum að meta það sem við eigum. Jólamaturinn þarf ekki að vera flókinn, hann þarf bara að vera góður. Og hann má gjarnan vera íslenskur. Höfundur er matreiðslumeistari og framkvæmdastjóri upprunamerkisins Íslenskt lambakjöt.
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar