Neytendur

Breyttur opnunar­tími hjá Sorpu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Loftmynd af bækistöð Sorpu við Sævarhöfða sem nú er opin frá 10 til 19 alla daga.
Loftmynd af bækistöð Sorpu við Sævarhöfða sem nú er opin frá 10 til 19 alla daga. Vísir/Vilhelm

Sorpa hefur breytt opnunartíma á endurvinnslustöðvum sínum við Sævarhöfða, Breiðhellu, Ánanaust, Jafnasel og Dalveg. Þar verður framvegis opið frá 9 til 19.

„Gleðifréttir fyrir alla morgunhana og síðdegisflokkara!“ segir í tilkynningu á vef Sorpu. Endurvinnslustöðvarnar voru áður almennt opnar frá klukkan 12 til 18:30 þannig að opnunartíminn er aukinn í báða enda.

Dósamóttakan í Ánanaustum og Breiðhellu verður opin alla daga frá klukkan 10 til 18.

„Við erum stolt af þessu stóra skrefi í bættri þjónustu og hlökkum til að taka á móti þér á næstu endurvinnslustöð,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×