Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 16. desember 2025 07:03 Það hefur verið áhugavert að hlusta á málflutning stjórnarliða sem verja nú fjárlögin og tengd mál, ekki síst fulltrúa Viðreisnar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur þar m.a. gagnrýnt: - 143 milljarða útgjaldaaukningu (voru um 70 milljarðar í síðustu fjárlögum og þá var kosningaár) - 30 milljarða skattahækkanir - Að ekki séu lögð til hallalaus fjárlög Sjálfstæðisflokkurinn hefur þess í stað lagt fram tillögur um hagræðingu í ríkisrekstri, sölu eigna, skattalækkanir, niðurgreiðslu ríkisskulda og hallalaus fjárlög. Þeim tillögum hefur stjórnarmeirihlutinn hafnað, öllum sem einni. Meðal tillagna má nefna: - 3,5% hagræðingarkröfu á ríkisstofnanir - 7,5% aðhald á aðalskrifstofur ráðuneyta - Skúffufé ráðherra lagt af - Lög um opinbera starfsmenn samræmd við almennan vinnumarkað Það má gjarnan rifja hér upp að þrátt fyrir gríðarleg áföll sem við höfum glímt hér við á undanförnum árum, m.a. heimsfaraldur, jarðhræringar og stríð í Evrópu, skilaði síðasta ríkisstjórn af sér ríkissjóði með litlum halla og lágmarks skuldasöfnun. Og tók þátt í að lækka skatta um yfir 300 milljarða á tíu ára tímabili. Er ekki verið að hækka skatta á almenning? Þrátt fyrir að forsvarsmenn Samfylkingar og Viðreisnar hafi lofað því í aðdraganda kosninga að hækka ekki skatta á almenning – á venjulegt fólk – þarf ekki annað en að renna yfir skattatillögurnar til að sjá að þær ná til mikils meirihluta kjósenda. Meðal annars er um að ræða stórhækkuð vörugjöld á bíla, afnám samsköttunar hjóna og sambúðarfólks, kílómetragjaldið á ökutæki, hækkun krónutölugjalda umfram verðbólgumarkmið og hækkun skatta á leigutekjur sem mun hækka leiguverð og bitna á leigjendum. Stjórnarliðar bera því við hér í þinginu að aðeins sé um að ræða aðgerðir sem bitni á „breiðu bökunum“. Að við sem mótmælum þessum skattahækkunum séum að verja þessi breiðu bök, sem geti vel borgað hærri skatta. Ef þú, kæri lesandi, sérð þarna skattahækkun sem mun bitna á þér, getur þú dregið þá ályktun að þú sért þetta breiða bak ríkisstjórnarinnar sem getir vel greitt hærri skatta. Og þau eru bara rétt að byrja. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Skattar, tollar og gjöld Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson Skoðun Skoðun Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Sjá meira
Það hefur verið áhugavert að hlusta á málflutning stjórnarliða sem verja nú fjárlögin og tengd mál, ekki síst fulltrúa Viðreisnar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur þar m.a. gagnrýnt: - 143 milljarða útgjaldaaukningu (voru um 70 milljarðar í síðustu fjárlögum og þá var kosningaár) - 30 milljarða skattahækkanir - Að ekki séu lögð til hallalaus fjárlög Sjálfstæðisflokkurinn hefur þess í stað lagt fram tillögur um hagræðingu í ríkisrekstri, sölu eigna, skattalækkanir, niðurgreiðslu ríkisskulda og hallalaus fjárlög. Þeim tillögum hefur stjórnarmeirihlutinn hafnað, öllum sem einni. Meðal tillagna má nefna: - 3,5% hagræðingarkröfu á ríkisstofnanir - 7,5% aðhald á aðalskrifstofur ráðuneyta - Skúffufé ráðherra lagt af - Lög um opinbera starfsmenn samræmd við almennan vinnumarkað Það má gjarnan rifja hér upp að þrátt fyrir gríðarleg áföll sem við höfum glímt hér við á undanförnum árum, m.a. heimsfaraldur, jarðhræringar og stríð í Evrópu, skilaði síðasta ríkisstjórn af sér ríkissjóði með litlum halla og lágmarks skuldasöfnun. Og tók þátt í að lækka skatta um yfir 300 milljarða á tíu ára tímabili. Er ekki verið að hækka skatta á almenning? Þrátt fyrir að forsvarsmenn Samfylkingar og Viðreisnar hafi lofað því í aðdraganda kosninga að hækka ekki skatta á almenning – á venjulegt fólk – þarf ekki annað en að renna yfir skattatillögurnar til að sjá að þær ná til mikils meirihluta kjósenda. Meðal annars er um að ræða stórhækkuð vörugjöld á bíla, afnám samsköttunar hjóna og sambúðarfólks, kílómetragjaldið á ökutæki, hækkun krónutölugjalda umfram verðbólgumarkmið og hækkun skatta á leigutekjur sem mun hækka leiguverð og bitna á leigjendum. Stjórnarliðar bera því við hér í þinginu að aðeins sé um að ræða aðgerðir sem bitni á „breiðu bökunum“. Að við sem mótmælum þessum skattahækkunum séum að verja þessi breiðu bök, sem geti vel borgað hærri skatta. Ef þú, kæri lesandi, sérð þarna skattahækkun sem mun bitna á þér, getur þú dregið þá ályktun að þú sért þetta breiða bak ríkisstjórnarinnar sem getir vel greitt hærri skatta. Og þau eru bara rétt að byrja. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar