Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Lovísa Arnardóttir skrifar 14. desember 2025 23:00 Þingmenn í stjórnarandstöðu segja forgangsröðun ríkisstjórnar í samgöngum ekki góða. Vísir/Vilhelm og Ívar Fannar Þingmenn í stjórnarandstöðu eru ekki mótfallnir byggingu Fljótaganga en telja að forgangsröðun ríkisstjórnarinnar sé röng. Formaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins eru á því að Fjarðarheiðargöng ættu að fara í forgang og þingflokksformaður Framsóknarflokksins gagnrýnir yfirlýsingar um að það sé verið að rjúfa kyrrstöðu. Það sé alls ekki raunin. Ekki náðist í formann Miðflokksins vegna umfjöllunarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins segist hafa svipaða tilfinningu fyrir samgönguáætlun og húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar fyrir nokkrum vikum. „Mér finnst vera rosa mikið plan um að ræsa vélarnar og ég hef svona svipaða tilfinningu fyrir þessari samgönguáætlun eins og ég fékk fyrir þegar að ríkisstjórnin kynnti húsnæðispakka sinn. Þar sagði til dæmis félags- og húsnæðismálaráðherra að fólk mætti búast við og sjá byggingarkranana strax á næsta ári en við vitum öll að í ódeiliskipulögðu hverfi tekur það tvö til þrjú ár,“ segir Guðrún. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefði viljað halda í fyrri forgangsröðun. Vísir/Lýður Valberg Hún gagnrýnir að talað sé um stórsókn í samgöngumálum. Það sé í raun ekkert nýtt í áætluninni nema að það eigi að stofna innviðafélag. Í tilkynningu ríkisstjórnar í upphafi mánaðar kom fram að félagið ætti að hraða fjárfestingum í þjóðhagslega mikilvægum samgöngumannvirkjum, meðal annars jarðgöngum, en stefnt væri að því að undirbúningur við næstu jarðgöng hefjist árið 2026 og að byrjað verði að bora árið 2027. Gert er ráð fyrir að félagið verði að fullu í eigu ríkisins og að frumvarp um stofnun þess verði lagt fram á vorþingi. Ekkert nýtt að sjá „En það er ekki búið að því. Það á svo að taka stærstu framkvæmdirnar út úr ríkisreikningnum og setja inn í innviðafélag,“ segir hún og að það sé hugmynd frá Sjálfstæðisflokki um að stofna innviðafélag og það sé frumvarp þess efnis á þinginu. „Þannig að það er ekkert nýtt þarna en það auðvitað vekur furðu að það sé breytt forgangsröðun verkefna og hvernig hallar á landsvæði umfram önnur. Það vekur alveg furðu að, að Austfirðingar, sem hafa beðið mjög lengi eftir samgöngubótum, séu settir út í kuldann.“ Íbúar á Austfjörðum glími við mikla einangrun og mjög erfiða fjallvegi sem geti lokast dögum saman „En við gerum okkur líka grein fyrir því að á Tröllaskaga, fyrir norðan, þar er vegurinn ónýtur.“ Guðrún segir bagalegt að samgönguáætlun sé alltaf snúið á hvolf þegar ný ríkisstjórn taki við. Það sé reynt að vinna þessa áætlun þannig að svo verði ekki og það sé mikilvægt að vinnulagið verði þannig áfram. „Við erum með ein göng sem eru fullhönnuð, sem eru Fjarðarheiðargöng. Það er hægt að bjóða þau út strax á næsta ári.“ Þannig að þú hefðir frekar farið þá leið? „Það er verkefnið sem er tilbúið,“ segir hún og varar við því að margar mikilvægar framkvæmdir í áætluninni hafi verið settar aftarlega. Til dæmis sé vegur um Öxi ekki á áætlun fyrr en í kringum 2030. Hún nefnir líka austustu beygjuna í Kömbunum og veg að Selfossi. „Mjög mörg verkefni eru afturhlaðin. Við erum bara á þeim stað að það er mikil innviðaskuld í samgöngum upp á tæpa 300 milljarða og þetta er aðallega bara forgangsröðunin. Ég er nú á þeim stað í lífinu að ég vil sjá eins mikið af göngum og hægt er. En akkúrat núna þá er það algjört lífsspursmál fyrir byggðina á Seyðisfirði að fá samgöngubætur. Fjarðagöng, yfir til Mjóafjarðar, það er ekki að fara að breyta neinu.“ Setur spurningu við forgangsröðun Hún segir ómögulegt að það sé enn þessi farartálmi til Seyðisfjarðar. „Við erum með alþjóðlega skipahöfn þar og erum að fá mjög mikið af ferðamönnum til landsins, til Seyðisfjarðar. Við þekkjum það öll að það er oft vandkvæðum bundið að koma fólki þaðan.“ Hún segist því styðja byggingu Fljótagangna en telur það ekki endilega brýnasta verkefnið núna. „Hvort að þá sé brýnast að fara í þau núna frekar en Fjarðarheiðargöng. Það er forgangur ríkisstjórnarinnar og ég set spurningarmerki við það.“ Séu ekki að rjúfa neina kyrrstöðu Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, segir gagnrýni sína á samgönguáætlun helst snúa að því að ríkisstjórnin segist ætla að rjúfa kyrrstöðu í gangnagerð með því að ganga til framkvæmda við Fljótagöng en það sé í rauninni ekki verið að rjúfa kyrrstöðu þannig því enn eigi eftir að hanna göngin og fara með þau í gegnum þinglega meðferð. Það sé ekki raunin með Fjarðaheiðargöng. „Við erum með einn kost sem hefur farið í gegnum þinglega meðferð og er tilbúinn til útboðs og það er Fjarðarheiðargöng. Það er búið að skapa væntingar og vonir hjá fólkinu á svæðinu varðandi þessar framkvæmdir,“ segir hún og að fólk hafi skipulagt hvar það býr, starfar og hvaða framkvæmdir það fer í út frá áætlunum og ákvörðunum stjórnvalda. Ingibjörg Isaksen er ósátt við fullyrðingar um að það sé verið að rjúfa kyrrstöðu. Það sé alls ekki raunin. Vísir/Vilhelm „Þannig að fólk hefur búið lengi eftir þessu og farið að sjá þetta raungerast,“ segir hún og að göngin hafi verið fyrst á forgangslista í langan tíma. „Nú eru Fljótagöng komin fremst í framkvæmd og ég fagna því. Mér finnst í rauninni allar jarðgangaframkvæmdir, hvort sem það er Fljótagöng, Súðavíkurgöng eða Fjarðarheiðargöng, mjög jákvæðar. En þau eru í rauninni ekki að rjúfa kyrrstöðuna með þessari forgangsröðun sinni, heldur eru þau í rauninni að framlengja hana. Vegna þess að Fljótagöngin eru ekki tilbúin til útboðs,“ segir hún. Hún hafi sjálf barist fyrir meira fjármagni í undirbúning fyrir Fljótagöng og að hún vilji sjá göngin verða að raunveruleika en samkvæmt Vegagerðinni taki allt að fimm ár að undirbúa þau. „En mér finnst mikilvægt að við tölum um hlutina eins og þeir eru. Ef það á að rjúfa kyrrstöðuna, þá er það hægt. Það er hægt að gera það strax og halda áfram og flýta framkvæmdum við Fljótagöng eins og hægt er.“ Hún segir það samkvæmt fyrri áætlun að byrja á Fjarðarheiðargöngum og í samræmi við það hafi Vegagerðin, sveitarstjórnir á svæðinu og aðrir unnið sínar áætlanir en nú sé búið að kasta þessu til hliðar með pólitískri ákvörðun um að forgangsraða með nýjum hætti. „Það er það sem ég er að gagnrýna. Fólk verður að geta treyst á vinnubrögð þingsins, og á samgönguáætlun, að þegar ný ríkisstjórn taki við að hún hendi ekki þeim verkefnum sem búið er að undirbúa, jafnvel árum saman, fyrir hafsauga.“ Vill hvoru tveggja Hún segist þannig ekki ósátt við það að Fljótagöng hafi verið sett í forgang, heldur að þau hafi verið sett í forgang á kostnað Fjarðarheiðargangna. Að hennar mati væri hægt að gera hvoru tveggja ef það væri raunverulegur pólitískur vilji fyrir því. Hún segist skilja að ekki sé ekki endilega til fjármagn fyrir báðu og sé það málið ætti ráðherra að vísa til þess en ekki að það sé faglegt mat hans að fara frekar í Fljótagöng. Hún telur skynsamari kostinn að byrja á Fjarðarheiðargöngunum og bendir á að það sé einnig mikilvægt fyrir hringtenginguna. „Ekki tala um að rjúfa kyrrstöðu þegar þú ert í raun að framlengja hana um þrjú til fjögur ár,“ segir hún og að það sé áhugavert að sjá hvort að forgangsröðun ríkisstjórnar byggi á fjármagni eða öryggi. „Ef það er vilji til staðar þá er hægt að fara í útboð á Fjarðarheiðargöngum og flýta Fljótagöngum og undirbúningi þeirra eins og hægt er. Svona myndi ég vilja sjá það.“ „Þetta er áfall fyrir Austurland sem hefur verið að byggja í rauninni sínar væntingar og sín plön á því að þessi göng komi. Austurland er að skapa gríðarlegar tekjur fyrir þjóðarbúið, miklar útflutningstekjur. Það er mikil framleiðsla þarna. Þetta byggðarlag var að treysta á þetta.“ Þingið verði að fá meiri tíma Jens Garðar Helgason, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og fyrsti þingmaður flokksins í Norðausturkjördæmi, er á því að hefja eigi gangnagerð á Austurlandi. En hann telur einnig mikilvægt að þingið fái tíma til að ræða áætlunina og raunverulega kynna sér innihald áætlunarinnar. Það sé þrýstingur frá Samfylkingunni sérstaklega um að áætlunin komist til umræðu fyrir jól en á sama tíma hafi fjárlögin komið tveimur vikum of seint og bandormurinn komi í þessari viku. Jens Garðar segir þingið þurfa miklu meiri tíma til að fara yfir samgönguáætlunina. Vísir/Vilhelm Hann gagnrýnir sömuleiðis að ríkisstjórnin haldi því fram að áætlunin sé fullfjármögnuð. Það eigi enn eftir að stofna innviðafélagið og fjármagna það. „Það er ekkert svigrúm fyrir þingið að fara að ræða þessa samgönguáætlun núna fyrir jól,“ segir hann og gagnrýnir, eins og Ingibjörg, að talað sé um að breyting á forgangsröðun í jarðgangagerð sé byggð á faglegu mati. Ráðherra hafi viðurkennt að hafa ekki lesið skýrsluna sem vísað var þó til á kynningarfundi og Jens Garðar segir það vekja upp þær hugrenningar að það sé verið að rugla umræðuna til að setja gangnakost í kjördæmi ráðherrans framar á lista. „Það er það sem mér finnst eiginlega alvarlegast í þessu, það er verið að nota þetta sem pólitískt útspil til þess að sitja Austfirðinga aftast. Þess utan eru náttúrulega bara aðrar stórar framkvæmdir sem eru afturhlaðnar og aftast á tímabilinu á Austfjörðum. Svo náttúrulega skynja ég bara mikla reiði og svekkelsi hjá sveitarstjórnarmönnum þar sem að er bæði verið að draga úr fjármunum til Hafnabótasjóðs og verið er að breyta kostnaðarhlutfalli.“ Hingað til hafi ríkið greitt 60 prósent og sveitarfélagið 40 prósent en nú sé verið að snúa því við. Það hafi mikil áhrif á uppbyggingu hafna, til dæmis í Þorlákshöfn og á Seyðisfirði. Hann segir að sínu mati, miðað við þá óánægju sem hefur komið fram eftir kynningu ráðherra, að þingmenn fái nægan tíma til að ræða málið áður en það fer í nefnd. Betra væri að leggja áætlunina fram í janúar eða febrúar. Spurður um þær breytingar sem hann myndi vilja gera segir Jens Garðar að það hafi verið búið að segja að göng á Austurlandi ættu að vera númer eitt og að hann hefði haldið sig við það. Hann áréttar þó að hann fagni öllum gangnaframkvæmdum. Hefði haldið í fyrri forgangsröðun „Það er alltaf erfitt að ræða svona mál, af því það eru aðrir fjórðungar sem bíða líka eftir göngum. En seinast voru göng í Norðvesturkjördæmi, Dynjandisheiðin, og það var talað um að næstu göng ættu að koma á Austurlandi. Þannig að þú hefðir haldið þessari forgangsröðun værir þú innviðaráðherra? „Ég hefði sett Austurland í fyrsta sætið ef ég hefði verið innviðaráðherra, með bara fullri virðingu fyrir öðrum gangnakostum. Ég hefði haldið mig við þá röðun.“ Stendur við sína ákvörðun Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra var til viðtals um samgönguáætlunina í Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Þar svaraði hann gagnrýni og sagðist hafa breytt forgangsröðun jarðgangna með tilliti til almannahags. Vegurinn sé nánast að hverfa við Fljótin og þar sé reglulega grjóthrun og mikil hætta. Það sama eigi við um Súðavíkurhlíð. Hann sagði ákvörðunina um breytta forgangsröðun byggða á miklu samráði og stendur við hana. Hann segist fagna umræðu um áætlunina. Í viðtalinu ræðir hann einnig aðra þætti áætlunarinnar eins og Reykjavíkurflugvöll og innviðafélagið, fjármögnun þess og gjaldtöku í samgöngum. Hann segir að mælt verði fyrir frumvarpi um innviðafélagið í febrúar. Samgöngur Samgönguáætlun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Alþingi Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Fleiri fréttir Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Sjá meira
Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins segist hafa svipaða tilfinningu fyrir samgönguáætlun og húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar fyrir nokkrum vikum. „Mér finnst vera rosa mikið plan um að ræsa vélarnar og ég hef svona svipaða tilfinningu fyrir þessari samgönguáætlun eins og ég fékk fyrir þegar að ríkisstjórnin kynnti húsnæðispakka sinn. Þar sagði til dæmis félags- og húsnæðismálaráðherra að fólk mætti búast við og sjá byggingarkranana strax á næsta ári en við vitum öll að í ódeiliskipulögðu hverfi tekur það tvö til þrjú ár,“ segir Guðrún. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefði viljað halda í fyrri forgangsröðun. Vísir/Lýður Valberg Hún gagnrýnir að talað sé um stórsókn í samgöngumálum. Það sé í raun ekkert nýtt í áætluninni nema að það eigi að stofna innviðafélag. Í tilkynningu ríkisstjórnar í upphafi mánaðar kom fram að félagið ætti að hraða fjárfestingum í þjóðhagslega mikilvægum samgöngumannvirkjum, meðal annars jarðgöngum, en stefnt væri að því að undirbúningur við næstu jarðgöng hefjist árið 2026 og að byrjað verði að bora árið 2027. Gert er ráð fyrir að félagið verði að fullu í eigu ríkisins og að frumvarp um stofnun þess verði lagt fram á vorþingi. Ekkert nýtt að sjá „En það er ekki búið að því. Það á svo að taka stærstu framkvæmdirnar út úr ríkisreikningnum og setja inn í innviðafélag,“ segir hún og að það sé hugmynd frá Sjálfstæðisflokki um að stofna innviðafélag og það sé frumvarp þess efnis á þinginu. „Þannig að það er ekkert nýtt þarna en það auðvitað vekur furðu að það sé breytt forgangsröðun verkefna og hvernig hallar á landsvæði umfram önnur. Það vekur alveg furðu að, að Austfirðingar, sem hafa beðið mjög lengi eftir samgöngubótum, séu settir út í kuldann.“ Íbúar á Austfjörðum glími við mikla einangrun og mjög erfiða fjallvegi sem geti lokast dögum saman „En við gerum okkur líka grein fyrir því að á Tröllaskaga, fyrir norðan, þar er vegurinn ónýtur.“ Guðrún segir bagalegt að samgönguáætlun sé alltaf snúið á hvolf þegar ný ríkisstjórn taki við. Það sé reynt að vinna þessa áætlun þannig að svo verði ekki og það sé mikilvægt að vinnulagið verði þannig áfram. „Við erum með ein göng sem eru fullhönnuð, sem eru Fjarðarheiðargöng. Það er hægt að bjóða þau út strax á næsta ári.“ Þannig að þú hefðir frekar farið þá leið? „Það er verkefnið sem er tilbúið,“ segir hún og varar við því að margar mikilvægar framkvæmdir í áætluninni hafi verið settar aftarlega. Til dæmis sé vegur um Öxi ekki á áætlun fyrr en í kringum 2030. Hún nefnir líka austustu beygjuna í Kömbunum og veg að Selfossi. „Mjög mörg verkefni eru afturhlaðin. Við erum bara á þeim stað að það er mikil innviðaskuld í samgöngum upp á tæpa 300 milljarða og þetta er aðallega bara forgangsröðunin. Ég er nú á þeim stað í lífinu að ég vil sjá eins mikið af göngum og hægt er. En akkúrat núna þá er það algjört lífsspursmál fyrir byggðina á Seyðisfirði að fá samgöngubætur. Fjarðagöng, yfir til Mjóafjarðar, það er ekki að fara að breyta neinu.“ Setur spurningu við forgangsröðun Hún segir ómögulegt að það sé enn þessi farartálmi til Seyðisfjarðar. „Við erum með alþjóðlega skipahöfn þar og erum að fá mjög mikið af ferðamönnum til landsins, til Seyðisfjarðar. Við þekkjum það öll að það er oft vandkvæðum bundið að koma fólki þaðan.“ Hún segist því styðja byggingu Fljótagangna en telur það ekki endilega brýnasta verkefnið núna. „Hvort að þá sé brýnast að fara í þau núna frekar en Fjarðarheiðargöng. Það er forgangur ríkisstjórnarinnar og ég set spurningarmerki við það.“ Séu ekki að rjúfa neina kyrrstöðu Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, segir gagnrýni sína á samgönguáætlun helst snúa að því að ríkisstjórnin segist ætla að rjúfa kyrrstöðu í gangnagerð með því að ganga til framkvæmda við Fljótagöng en það sé í rauninni ekki verið að rjúfa kyrrstöðu þannig því enn eigi eftir að hanna göngin og fara með þau í gegnum þinglega meðferð. Það sé ekki raunin með Fjarðaheiðargöng. „Við erum með einn kost sem hefur farið í gegnum þinglega meðferð og er tilbúinn til útboðs og það er Fjarðarheiðargöng. Það er búið að skapa væntingar og vonir hjá fólkinu á svæðinu varðandi þessar framkvæmdir,“ segir hún og að fólk hafi skipulagt hvar það býr, starfar og hvaða framkvæmdir það fer í út frá áætlunum og ákvörðunum stjórnvalda. Ingibjörg Isaksen er ósátt við fullyrðingar um að það sé verið að rjúfa kyrrstöðu. Það sé alls ekki raunin. Vísir/Vilhelm „Þannig að fólk hefur búið lengi eftir þessu og farið að sjá þetta raungerast,“ segir hún og að göngin hafi verið fyrst á forgangslista í langan tíma. „Nú eru Fljótagöng komin fremst í framkvæmd og ég fagna því. Mér finnst í rauninni allar jarðgangaframkvæmdir, hvort sem það er Fljótagöng, Súðavíkurgöng eða Fjarðarheiðargöng, mjög jákvæðar. En þau eru í rauninni ekki að rjúfa kyrrstöðuna með þessari forgangsröðun sinni, heldur eru þau í rauninni að framlengja hana. Vegna þess að Fljótagöngin eru ekki tilbúin til útboðs,“ segir hún. Hún hafi sjálf barist fyrir meira fjármagni í undirbúning fyrir Fljótagöng og að hún vilji sjá göngin verða að raunveruleika en samkvæmt Vegagerðinni taki allt að fimm ár að undirbúa þau. „En mér finnst mikilvægt að við tölum um hlutina eins og þeir eru. Ef það á að rjúfa kyrrstöðuna, þá er það hægt. Það er hægt að gera það strax og halda áfram og flýta framkvæmdum við Fljótagöng eins og hægt er.“ Hún segir það samkvæmt fyrri áætlun að byrja á Fjarðarheiðargöngum og í samræmi við það hafi Vegagerðin, sveitarstjórnir á svæðinu og aðrir unnið sínar áætlanir en nú sé búið að kasta þessu til hliðar með pólitískri ákvörðun um að forgangsraða með nýjum hætti. „Það er það sem ég er að gagnrýna. Fólk verður að geta treyst á vinnubrögð þingsins, og á samgönguáætlun, að þegar ný ríkisstjórn taki við að hún hendi ekki þeim verkefnum sem búið er að undirbúa, jafnvel árum saman, fyrir hafsauga.“ Vill hvoru tveggja Hún segist þannig ekki ósátt við það að Fljótagöng hafi verið sett í forgang, heldur að þau hafi verið sett í forgang á kostnað Fjarðarheiðargangna. Að hennar mati væri hægt að gera hvoru tveggja ef það væri raunverulegur pólitískur vilji fyrir því. Hún segist skilja að ekki sé ekki endilega til fjármagn fyrir báðu og sé það málið ætti ráðherra að vísa til þess en ekki að það sé faglegt mat hans að fara frekar í Fljótagöng. Hún telur skynsamari kostinn að byrja á Fjarðarheiðargöngunum og bendir á að það sé einnig mikilvægt fyrir hringtenginguna. „Ekki tala um að rjúfa kyrrstöðu þegar þú ert í raun að framlengja hana um þrjú til fjögur ár,“ segir hún og að það sé áhugavert að sjá hvort að forgangsröðun ríkisstjórnar byggi á fjármagni eða öryggi. „Ef það er vilji til staðar þá er hægt að fara í útboð á Fjarðarheiðargöngum og flýta Fljótagöngum og undirbúningi þeirra eins og hægt er. Svona myndi ég vilja sjá það.“ „Þetta er áfall fyrir Austurland sem hefur verið að byggja í rauninni sínar væntingar og sín plön á því að þessi göng komi. Austurland er að skapa gríðarlegar tekjur fyrir þjóðarbúið, miklar útflutningstekjur. Það er mikil framleiðsla þarna. Þetta byggðarlag var að treysta á þetta.“ Þingið verði að fá meiri tíma Jens Garðar Helgason, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og fyrsti þingmaður flokksins í Norðausturkjördæmi, er á því að hefja eigi gangnagerð á Austurlandi. En hann telur einnig mikilvægt að þingið fái tíma til að ræða áætlunina og raunverulega kynna sér innihald áætlunarinnar. Það sé þrýstingur frá Samfylkingunni sérstaklega um að áætlunin komist til umræðu fyrir jól en á sama tíma hafi fjárlögin komið tveimur vikum of seint og bandormurinn komi í þessari viku. Jens Garðar segir þingið þurfa miklu meiri tíma til að fara yfir samgönguáætlunina. Vísir/Vilhelm Hann gagnrýnir sömuleiðis að ríkisstjórnin haldi því fram að áætlunin sé fullfjármögnuð. Það eigi enn eftir að stofna innviðafélagið og fjármagna það. „Það er ekkert svigrúm fyrir þingið að fara að ræða þessa samgönguáætlun núna fyrir jól,“ segir hann og gagnrýnir, eins og Ingibjörg, að talað sé um að breyting á forgangsröðun í jarðgangagerð sé byggð á faglegu mati. Ráðherra hafi viðurkennt að hafa ekki lesið skýrsluna sem vísað var þó til á kynningarfundi og Jens Garðar segir það vekja upp þær hugrenningar að það sé verið að rugla umræðuna til að setja gangnakost í kjördæmi ráðherrans framar á lista. „Það er það sem mér finnst eiginlega alvarlegast í þessu, það er verið að nota þetta sem pólitískt útspil til þess að sitja Austfirðinga aftast. Þess utan eru náttúrulega bara aðrar stórar framkvæmdir sem eru afturhlaðnar og aftast á tímabilinu á Austfjörðum. Svo náttúrulega skynja ég bara mikla reiði og svekkelsi hjá sveitarstjórnarmönnum þar sem að er bæði verið að draga úr fjármunum til Hafnabótasjóðs og verið er að breyta kostnaðarhlutfalli.“ Hingað til hafi ríkið greitt 60 prósent og sveitarfélagið 40 prósent en nú sé verið að snúa því við. Það hafi mikil áhrif á uppbyggingu hafna, til dæmis í Þorlákshöfn og á Seyðisfirði. Hann segir að sínu mati, miðað við þá óánægju sem hefur komið fram eftir kynningu ráðherra, að þingmenn fái nægan tíma til að ræða málið áður en það fer í nefnd. Betra væri að leggja áætlunina fram í janúar eða febrúar. Spurður um þær breytingar sem hann myndi vilja gera segir Jens Garðar að það hafi verið búið að segja að göng á Austurlandi ættu að vera númer eitt og að hann hefði haldið sig við það. Hann áréttar þó að hann fagni öllum gangnaframkvæmdum. Hefði haldið í fyrri forgangsröðun „Það er alltaf erfitt að ræða svona mál, af því það eru aðrir fjórðungar sem bíða líka eftir göngum. En seinast voru göng í Norðvesturkjördæmi, Dynjandisheiðin, og það var talað um að næstu göng ættu að koma á Austurlandi. Þannig að þú hefðir haldið þessari forgangsröðun værir þú innviðaráðherra? „Ég hefði sett Austurland í fyrsta sætið ef ég hefði verið innviðaráðherra, með bara fullri virðingu fyrir öðrum gangnakostum. Ég hefði haldið mig við þá röðun.“ Stendur við sína ákvörðun Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra var til viðtals um samgönguáætlunina í Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Þar svaraði hann gagnrýni og sagðist hafa breytt forgangsröðun jarðgangna með tilliti til almannahags. Vegurinn sé nánast að hverfa við Fljótin og þar sé reglulega grjóthrun og mikil hætta. Það sama eigi við um Súðavíkurhlíð. Hann sagði ákvörðunina um breytta forgangsröðun byggða á miklu samráði og stendur við hana. Hann segist fagna umræðu um áætlunina. Í viðtalinu ræðir hann einnig aðra þætti áætlunarinnar eins og Reykjavíkurflugvöll og innviðafélagið, fjármögnun þess og gjaldtöku í samgöngum. Hann segir að mælt verði fyrir frumvarpi um innviðafélagið í febrúar.
Samgöngur Samgönguáætlun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Alþingi Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Fleiri fréttir Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Sjá meira