Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar 13. desember 2025 13:32 Í frumvarpi ríkisstjórnarinnar um breytingar á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2026 er að finna langan lista af skattahækkunum sem samanlagt nema tugum milljarða króna. Þær eru kynntar sem tæknilegar lagfæringar, verðlagsuppfærslur eða „nauðsynlegar“ breytingar, en í raun er hér um að ræða beina atlögu að heimilum landsins. Sú breyting sem stendur upp úr, og sem hvað alvarlegastar afleiðingar hefur fyrir fjölskyldur, er afnám samsköttunarheimildar hjóna og sambýlisfólks milli tveggja skattþrepa. Með þessari ákvörðun tekur ríkissjóður um 2,8 milljarða króna beint úr heimilisbókhaldi landsmanna. Þetta eru ekki peningar sem „kerfið“ á, þetta eru peningar sem fara annars í afborganir, mat, íþróttir barna og daglegt líf. Þessi breyting bitnar verst á fjölskyldum þar sem tekjur eru ójafnar, oft ungu fólki, barnafjölskyldum og þeim sem hafa þurft að laga atvinnuþátttöku að aðstæðum. Þetta er skattahækkun sem refsar fjölskyldueiningunni – og það er óásættanlegt. Innviðagjald skemmtiferðaskipa gekk of langt Annað sláandi dæmi um illa ígrundaða skattastefnu er innviðagjald á farþega skemmtiferðaskipa. Hér var gengið of langt, of hratt og án nægjanlegs samtals við greinina. Niðurstaðan er sú að hafnir landsins horfa nú fram á allt að 95% fækkun í skipakomum. Þetta er ekki bara tölfræði á blaði, þetta eru tekjur sem hverfa úr byggðarlögum, störf sem tapast og tækifæri sem glatast. Í stað þess að þrengja að greininni enn frekar þurfum við að snúa vörn í sókn. Skynsamlegasta leiðin væri að fella niður innheimtu gjaldsins fyrir árið 2026, til að vinda ofan af hruninu í skipakomum, og ef greiða á gistináttaskatt sé hann sanngjarn og með skýrum fyrirsjáanleika til framtíðar. Þar ættu börn 12 ára og yngri að vera undanskilin. Kílómetragjald og vörugjöld – enn einn reikningurinn á almenning Þá er ekki hjá því komist að nefna kílómetragjaldið, sem mun taka rúma 3 milljarða króna til viðbótar úr veskjum bifreiðareigenda. Þetta bitnar sérstaklega á fólki á landsbyggðinni, þar sem bíllinn er ekki lúxus heldur nauðsyn. Vörugjöldin bætast ofan á þetta og nema um 7,5 milljörðum króna í auknum álögum á almenning. Ofan á allt saman kemur svo krónutöluhækkun upp á 3,7%, sem étur enn frekar upp ráðstöfunartekjur fólks án þess að þjónusta eða innviðir batni að sama skapi. Samlagningin skiptir máli Hver skattur fyrir sig kann að vera réttlættur í ræðu eða greinargerð, en þegar þeir eru lagðir saman blasir myndin við: ríkisstjórnin hefur valið að fjármagna stór aukin útgjöld með því að seilast sífellt dýpra í vasa almennings. Ríkisstjórnin sem sagði ítrekað að þau ætluðu ekki að hækka skatta á venjulegt fólk. Þetta er ekki félagslegt réttlæti og þetta er ekki ábyrg efnahagsstjórn. Ég hafna þessari nálgun. Tel að ríkisfjármál eigi að byggjast á forgangsröðun, aðhaldi og virðingu fyrir heimilunum í landinu en ekki stöðugum skattahækkunum sem eru faldar í flóknum frumvörpum. Spurningin sem ríkisstjórnin þarf að svara er einföld: Hversu oft ætlar hún að senda reikninginn til sama fólksins, venjulega fólksins? Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Skoðun Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Í frumvarpi ríkisstjórnarinnar um breytingar á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2026 er að finna langan lista af skattahækkunum sem samanlagt nema tugum milljarða króna. Þær eru kynntar sem tæknilegar lagfæringar, verðlagsuppfærslur eða „nauðsynlegar“ breytingar, en í raun er hér um að ræða beina atlögu að heimilum landsins. Sú breyting sem stendur upp úr, og sem hvað alvarlegastar afleiðingar hefur fyrir fjölskyldur, er afnám samsköttunarheimildar hjóna og sambýlisfólks milli tveggja skattþrepa. Með þessari ákvörðun tekur ríkissjóður um 2,8 milljarða króna beint úr heimilisbókhaldi landsmanna. Þetta eru ekki peningar sem „kerfið“ á, þetta eru peningar sem fara annars í afborganir, mat, íþróttir barna og daglegt líf. Þessi breyting bitnar verst á fjölskyldum þar sem tekjur eru ójafnar, oft ungu fólki, barnafjölskyldum og þeim sem hafa þurft að laga atvinnuþátttöku að aðstæðum. Þetta er skattahækkun sem refsar fjölskyldueiningunni – og það er óásættanlegt. Innviðagjald skemmtiferðaskipa gekk of langt Annað sláandi dæmi um illa ígrundaða skattastefnu er innviðagjald á farþega skemmtiferðaskipa. Hér var gengið of langt, of hratt og án nægjanlegs samtals við greinina. Niðurstaðan er sú að hafnir landsins horfa nú fram á allt að 95% fækkun í skipakomum. Þetta er ekki bara tölfræði á blaði, þetta eru tekjur sem hverfa úr byggðarlögum, störf sem tapast og tækifæri sem glatast. Í stað þess að þrengja að greininni enn frekar þurfum við að snúa vörn í sókn. Skynsamlegasta leiðin væri að fella niður innheimtu gjaldsins fyrir árið 2026, til að vinda ofan af hruninu í skipakomum, og ef greiða á gistináttaskatt sé hann sanngjarn og með skýrum fyrirsjáanleika til framtíðar. Þar ættu börn 12 ára og yngri að vera undanskilin. Kílómetragjald og vörugjöld – enn einn reikningurinn á almenning Þá er ekki hjá því komist að nefna kílómetragjaldið, sem mun taka rúma 3 milljarða króna til viðbótar úr veskjum bifreiðareigenda. Þetta bitnar sérstaklega á fólki á landsbyggðinni, þar sem bíllinn er ekki lúxus heldur nauðsyn. Vörugjöldin bætast ofan á þetta og nema um 7,5 milljörðum króna í auknum álögum á almenning. Ofan á allt saman kemur svo krónutöluhækkun upp á 3,7%, sem étur enn frekar upp ráðstöfunartekjur fólks án þess að þjónusta eða innviðir batni að sama skapi. Samlagningin skiptir máli Hver skattur fyrir sig kann að vera réttlættur í ræðu eða greinargerð, en þegar þeir eru lagðir saman blasir myndin við: ríkisstjórnin hefur valið að fjármagna stór aukin útgjöld með því að seilast sífellt dýpra í vasa almennings. Ríkisstjórnin sem sagði ítrekað að þau ætluðu ekki að hækka skatta á venjulegt fólk. Þetta er ekki félagslegt réttlæti og þetta er ekki ábyrg efnahagsstjórn. Ég hafna þessari nálgun. Tel að ríkisfjármál eigi að byggjast á forgangsröðun, aðhaldi og virðingu fyrir heimilunum í landinu en ekki stöðugum skattahækkunum sem eru faldar í flóknum frumvörpum. Spurningin sem ríkisstjórnin þarf að svara er einföld: Hversu oft ætlar hún að senda reikninginn til sama fólksins, venjulega fólksins? Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun