ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar 11. desember 2025 08:33 Evrópusambandið hefur undanfarið gefið sterk merki um að mögulega verði hætt við áform um að banna sölu nýrra bensín- og dísilökutækja árið 2035. Í fréttum frá Reuters, AutoExpress og Carwow kemur fram að framkvæmdastjórn ESB hafi þegar hafið endurskoðun á markmiðinu og að frestun til ársins 2040 sé til umfjöllunar. Ástæðurnar eru ýmsar. Víða vantar uppbyggða hleðsluinnviði, rafvæðing hefur gengið hægar en spár gerðu ráð fyrir og aðildarríki hafa lýst yfir áhyggjum af miklum kostnaði fyrir heimili og atvinnulíf ef þrýst verði á full raforkuskipti of hratt. Þá óttast bæði bílaiðnaður og verkalýðshreyfing að of þröng tímalína gæti skaðað samkeppnishæfni Evrópu og flýtt fyrir því að framleiðsla og störf flytjist úr álfunni. Á sama tíma og Evrópusambandið er að draga úr hraðanum í orkuskiptum standa íslensk stjórnvöld fast á áformum um hækkun álaga á mótorhjól, þó svo að rafvæddir valkostir séu enn langt frá því að vera raunhæfir í íslenskum aðstæðum. Rafmótorhjól bjóða hvorki upp á drægni, endingu né verð sem hægt er að bera saman við hefðbundin mótorhjól, auk þess sem kuldi og langar vegalengdir gera notkun þeirra tortryggilega. Mótorhjól eru þó aðeins örlítið brot af heildarlosun í vegasamgöngum. Það hefur því vakið athygli að Ísland sé að hækka álögur á farartækjaflokk sem hefur litla sem enga möguleika á að uppfylla raforkuskiptakröfur á næstu árum, á sama tíma og löndin sem mótuðu upphaflegu reglurnar eru að draga í land. Um leið og hækkanir á mótorhjólum hafa vakið gagnrýni, hafa komið fram upplýsingar um að ríkisstjórnin sé að endurskoða fyrri áform um að setja 40 prósenta vörugjald á T3 ökutæki, þar á meðal fjórhjól og sexhjól sem gegna lykilhlutverki í landbúnaði, björgunarsveitastarfi og ferðaþjónustu. Tillagan mætti mikilli mótspyrnu þar sem bent var á að þessi ökutæki væru fyrst og fremst vinnuvélar, ekki lúxusfarartæki. Hækkunin hefði því bitnað sérstaklega á þeim atvinnugreinum og öryggisstarfsemi sem treysta á þau. Sú staðreynd að stjórnvöld virðast nú tilbúin að bakka frá þessari ákvörðun hefur verið túlkuð sem jákvætt skref og dæmi um að rök, gögn og raunveruleg notkun geti sannfært stjórnvöld um að endurmeta stefnu sína. Þegar litið er á heildarmyndina verður ósamræmið áberandi. Evrópusambandið, sem Ísland hefur gjarnan fylgt í regluverki um umhverfi og orkuskipti, er að íhuga lengri tímaramma og sveigjanlegri nálgun. Ísland hins vegar er að herða álögur á farartækjaflokka sem ekki hafa tæknilegar forsendur til að fylgja rafvæðingarstefnu á næstu árum, og í tilviki mótorhjóla er rafvæðingin beinlínis óframkvæmanleg miðað við vöruúrval og veðurfar hér á landi. Auk þess hefur komið fram vaxandi umræða um að íþróttatæki á borð við keppnismótorhjól, motocrosshjól og aðrar vélar sem aðeins eru notaðar á lokuðum brautum og fara aldrei á númer eða í almennar samgöngur, eigi alls ekki að bera vörugjöld sem byggja á forsendum hefðbundinnar notkunar í umferð. Slík gjöld eru hönnuð með það í huga að ökutæki aki 10–20 þúsund kílómetra á ári í almennri umferð. Keppnistæki eru hins vegar oft ekið 100–300 kílómetra á ársgrundvelli, í afmörkuðu umhverfi, undir eftirliti og án nokkurs álags á vegakerfið eða daglega umferð. Að leggja sömu gjöld á þessi tæki og á hefðbundin skráningarskyld ökutæki er því hvorki röklega né sanngjarnt og stenst illa samanburð við skattkerfi nágrannaríkja. Spurningin sem situr eftir er því ekki aðeins hvort Ísland sé að fara hraðar en ESB í orkuskiptum heldur einnig hvort skattheimtan sé raunhæf og í samræmi við raunverulega notkun þeirra tækja sem hún nær til. Ef stjórnvöld eru tilbúin að endurskoða T3 gjaldið á grundvelli raka og notkunar, þá hlýtur að sama sjónarmið eigi einnig við um mótorhjól og keppnistæki sem hvorki valda mengun né sliti á vegum í líkingu við hefðbundna umferð. Orkuskipti verða að byggja á tæknilegum veruleika en ekki óskhyggju, og skattlagning þarf að endurspegla raunverulega notkun. Að öðrum kosti er hætt við að álögur bitni fyrst og fremst á þeim sem minnst mega sín og á greinum sem eru mikilvægar fyrir bæði öryggi, atvinnu og íþróttastarfsemi. Höfundur flytur inn Ducati og aprilia mótorhjól, er varaformaður íþróttafélagsins Hafliða í Hafnarfirði og fyrrverandi keppandi í mótorsporti hér heima sem erlendis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skattar, tollar og gjöld Mest lesið Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Evrópusambandið hefur undanfarið gefið sterk merki um að mögulega verði hætt við áform um að banna sölu nýrra bensín- og dísilökutækja árið 2035. Í fréttum frá Reuters, AutoExpress og Carwow kemur fram að framkvæmdastjórn ESB hafi þegar hafið endurskoðun á markmiðinu og að frestun til ársins 2040 sé til umfjöllunar. Ástæðurnar eru ýmsar. Víða vantar uppbyggða hleðsluinnviði, rafvæðing hefur gengið hægar en spár gerðu ráð fyrir og aðildarríki hafa lýst yfir áhyggjum af miklum kostnaði fyrir heimili og atvinnulíf ef þrýst verði á full raforkuskipti of hratt. Þá óttast bæði bílaiðnaður og verkalýðshreyfing að of þröng tímalína gæti skaðað samkeppnishæfni Evrópu og flýtt fyrir því að framleiðsla og störf flytjist úr álfunni. Á sama tíma og Evrópusambandið er að draga úr hraðanum í orkuskiptum standa íslensk stjórnvöld fast á áformum um hækkun álaga á mótorhjól, þó svo að rafvæddir valkostir séu enn langt frá því að vera raunhæfir í íslenskum aðstæðum. Rafmótorhjól bjóða hvorki upp á drægni, endingu né verð sem hægt er að bera saman við hefðbundin mótorhjól, auk þess sem kuldi og langar vegalengdir gera notkun þeirra tortryggilega. Mótorhjól eru þó aðeins örlítið brot af heildarlosun í vegasamgöngum. Það hefur því vakið athygli að Ísland sé að hækka álögur á farartækjaflokk sem hefur litla sem enga möguleika á að uppfylla raforkuskiptakröfur á næstu árum, á sama tíma og löndin sem mótuðu upphaflegu reglurnar eru að draga í land. Um leið og hækkanir á mótorhjólum hafa vakið gagnrýni, hafa komið fram upplýsingar um að ríkisstjórnin sé að endurskoða fyrri áform um að setja 40 prósenta vörugjald á T3 ökutæki, þar á meðal fjórhjól og sexhjól sem gegna lykilhlutverki í landbúnaði, björgunarsveitastarfi og ferðaþjónustu. Tillagan mætti mikilli mótspyrnu þar sem bent var á að þessi ökutæki væru fyrst og fremst vinnuvélar, ekki lúxusfarartæki. Hækkunin hefði því bitnað sérstaklega á þeim atvinnugreinum og öryggisstarfsemi sem treysta á þau. Sú staðreynd að stjórnvöld virðast nú tilbúin að bakka frá þessari ákvörðun hefur verið túlkuð sem jákvætt skref og dæmi um að rök, gögn og raunveruleg notkun geti sannfært stjórnvöld um að endurmeta stefnu sína. Þegar litið er á heildarmyndina verður ósamræmið áberandi. Evrópusambandið, sem Ísland hefur gjarnan fylgt í regluverki um umhverfi og orkuskipti, er að íhuga lengri tímaramma og sveigjanlegri nálgun. Ísland hins vegar er að herða álögur á farartækjaflokka sem ekki hafa tæknilegar forsendur til að fylgja rafvæðingarstefnu á næstu árum, og í tilviki mótorhjóla er rafvæðingin beinlínis óframkvæmanleg miðað við vöruúrval og veðurfar hér á landi. Auk þess hefur komið fram vaxandi umræða um að íþróttatæki á borð við keppnismótorhjól, motocrosshjól og aðrar vélar sem aðeins eru notaðar á lokuðum brautum og fara aldrei á númer eða í almennar samgöngur, eigi alls ekki að bera vörugjöld sem byggja á forsendum hefðbundinnar notkunar í umferð. Slík gjöld eru hönnuð með það í huga að ökutæki aki 10–20 þúsund kílómetra á ári í almennri umferð. Keppnistæki eru hins vegar oft ekið 100–300 kílómetra á ársgrundvelli, í afmörkuðu umhverfi, undir eftirliti og án nokkurs álags á vegakerfið eða daglega umferð. Að leggja sömu gjöld á þessi tæki og á hefðbundin skráningarskyld ökutæki er því hvorki röklega né sanngjarnt og stenst illa samanburð við skattkerfi nágrannaríkja. Spurningin sem situr eftir er því ekki aðeins hvort Ísland sé að fara hraðar en ESB í orkuskiptum heldur einnig hvort skattheimtan sé raunhæf og í samræmi við raunverulega notkun þeirra tækja sem hún nær til. Ef stjórnvöld eru tilbúin að endurskoða T3 gjaldið á grundvelli raka og notkunar, þá hlýtur að sama sjónarmið eigi einnig við um mótorhjól og keppnistæki sem hvorki valda mengun né sliti á vegum í líkingu við hefðbundna umferð. Orkuskipti verða að byggja á tæknilegum veruleika en ekki óskhyggju, og skattlagning þarf að endurspegla raunverulega notkun. Að öðrum kosti er hætt við að álögur bitni fyrst og fremst á þeim sem minnst mega sín og á greinum sem eru mikilvægar fyrir bæði öryggi, atvinnu og íþróttastarfsemi. Höfundur flytur inn Ducati og aprilia mótorhjól, er varaformaður íþróttafélagsins Hafliða í Hafnarfirði og fyrrverandi keppandi í mótorsporti hér heima sem erlendis.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun