„Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Árni Sæberg skrifar 10. desember 2025 15:20 Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir dóminn vonbrigði. Vísir/Lýður Valberg Formaður neytendasamtakanna segir sýknu Arion banka af öllum kröfum neytenda í einu vaxtamálanna svokölluðu vera vonbrigði. Málið hafi þó takmarkað fordæmisgildi þar sem það hafi varðað lánasamning sem gerður var fyrir gildistöku núgildandi laga um neytendalán. „Auðvitað eru þetta vissulega vonbrigði. Málið fór á annan veg heldur en við héldum og lögðum upp með. Svona er lífið,“ segir Breki Karlsson, í samtali við Vísi í Hæstarétti, þar sem dómur var kveðinn upp í máli neytenda á hendur Arion banka. Minna fordæmisgildi en síðasta mál Málið er annað vaxtamálanna svokölluðu sem Hæstiréttur kveður upp dóm í. Dómur var kveðinn upp í máli neytenda á hendur Íslandsbanka í október síðastliðnum og hefur haft mikil áhrif á lánamarkað. Eftir uppsögu hans sagði Breki að hann hefði mikið fordæmisgildi. Telur þú að það sama gildi hér? „Nei, í rauninni ekki. Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi. Þetta varðar lán sem var tekið 2017. Þá giltu önnur lög heldur en gilda í dag. Þannig að í raun og veru má segja að þetta hefur ekki fordæmisgildi fyrir lán sem er verið að veita núna, heldur var verið að dæma eftir eldri lögum sem þá giltu.“ Stutt í seinni tvö málin Á dagskrá Hæstaréttar sé mál á hendur Landsbankanum, sem varði aftur á móti verðtryggt lán, sem tekið var eftir gildstöku laga um neytendalán. Dómurinn í dag hafi lítið gildi hvað það mál varðar og það verði spennandi að sjá hvað Hæstiréttur gerir. Málflutningur hefur þegar farið fram í því máli og dóms er að vænta í því snemma á nýju ári. Nokkrum dögum fyrir það er dóms að vænta í öðru máli á hendur Landsbankanum, sem varðar svipaðan samning og dæmt var um í máli Íslandsbanka. Ætla ekki með málið til Strassborgar Kemur til greina að fara lengra með málið, til Mannréttindadómstóls Evrópu? „Ekki þetta mál. Það, eins og ég segi, þessi lög eru fallin úr gildi. Það eru ný lög þar sem er ríkari réttur lántaka. Og þar af leiðandi held ég að það sé ekki þörf á að fara með þetta mál lengra,“ segir Breki að lokum.“ Vaxtamálið Lánamál Neytendur Dómsmál Fjármálafyrirtæki Arion banki Tengdar fréttir Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Hæstiréttur kveður upp dóm sinn í máli tveggja lántakenda á hendur Arion banka, vegna skilmála í lánasamningi um verðtryggt lán á breytilegum vöxtum, á morgun. 9. desember 2025 15:04 Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hyggst eyða óvissunni sem komin er upp á lánamarkaði í kjölfar dóms Hæstaréttar í Vaxtamálinu svokallaða. Það verður gert með samráði við Seðlabanka Íslands um að hefja eins fljótt og auðið er birtingu vaxtaviðmiðs, sem getur legið til grundvallar verðtryggðum lánum. Vaxtaviðmiðið mun byggja á vöxtum ríkisskuldabréfa. 29. október 2025 16:40 Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira
„Auðvitað eru þetta vissulega vonbrigði. Málið fór á annan veg heldur en við héldum og lögðum upp með. Svona er lífið,“ segir Breki Karlsson, í samtali við Vísi í Hæstarétti, þar sem dómur var kveðinn upp í máli neytenda á hendur Arion banka. Minna fordæmisgildi en síðasta mál Málið er annað vaxtamálanna svokölluðu sem Hæstiréttur kveður upp dóm í. Dómur var kveðinn upp í máli neytenda á hendur Íslandsbanka í október síðastliðnum og hefur haft mikil áhrif á lánamarkað. Eftir uppsögu hans sagði Breki að hann hefði mikið fordæmisgildi. Telur þú að það sama gildi hér? „Nei, í rauninni ekki. Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi. Þetta varðar lán sem var tekið 2017. Þá giltu önnur lög heldur en gilda í dag. Þannig að í raun og veru má segja að þetta hefur ekki fordæmisgildi fyrir lán sem er verið að veita núna, heldur var verið að dæma eftir eldri lögum sem þá giltu.“ Stutt í seinni tvö málin Á dagskrá Hæstaréttar sé mál á hendur Landsbankanum, sem varði aftur á móti verðtryggt lán, sem tekið var eftir gildstöku laga um neytendalán. Dómurinn í dag hafi lítið gildi hvað það mál varðar og það verði spennandi að sjá hvað Hæstiréttur gerir. Málflutningur hefur þegar farið fram í því máli og dóms er að vænta í því snemma á nýju ári. Nokkrum dögum fyrir það er dóms að vænta í öðru máli á hendur Landsbankanum, sem varðar svipaðan samning og dæmt var um í máli Íslandsbanka. Ætla ekki með málið til Strassborgar Kemur til greina að fara lengra með málið, til Mannréttindadómstóls Evrópu? „Ekki þetta mál. Það, eins og ég segi, þessi lög eru fallin úr gildi. Það eru ný lög þar sem er ríkari réttur lántaka. Og þar af leiðandi held ég að það sé ekki þörf á að fara með þetta mál lengra,“ segir Breki að lokum.“
Vaxtamálið Lánamál Neytendur Dómsmál Fjármálafyrirtæki Arion banki Tengdar fréttir Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Hæstiréttur kveður upp dóm sinn í máli tveggja lántakenda á hendur Arion banka, vegna skilmála í lánasamningi um verðtryggt lán á breytilegum vöxtum, á morgun. 9. desember 2025 15:04 Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hyggst eyða óvissunni sem komin er upp á lánamarkaði í kjölfar dóms Hæstaréttar í Vaxtamálinu svokallaða. Það verður gert með samráði við Seðlabanka Íslands um að hefja eins fljótt og auðið er birtingu vaxtaviðmiðs, sem getur legið til grundvallar verðtryggðum lánum. Vaxtaviðmiðið mun byggja á vöxtum ríkisskuldabréfa. 29. október 2025 16:40 Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira
Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Hæstiréttur kveður upp dóm sinn í máli tveggja lántakenda á hendur Arion banka, vegna skilmála í lánasamningi um verðtryggt lán á breytilegum vöxtum, á morgun. 9. desember 2025 15:04
Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hyggst eyða óvissunni sem komin er upp á lánamarkaði í kjölfar dóms Hæstaréttar í Vaxtamálinu svokallaða. Það verður gert með samráði við Seðlabanka Íslands um að hefja eins fljótt og auðið er birtingu vaxtaviðmiðs, sem getur legið til grundvallar verðtryggðum lánum. Vaxtaviðmiðið mun byggja á vöxtum ríkisskuldabréfa. 29. október 2025 16:40