Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar 9. desember 2025 08:45 Stafrænt ofbeldi er vaxandi samfélagsmein og verða þær konur sem ekki hafa upplifað slíkt alltaf færri og færri. Þó birtingarmyndirnar séu nýjar, eru rótin og mynstrin þau sömu: misnotkun valds, kerfisbundin mismunun og samfélag sem leyfir gerendum of oft að beita ofbeldinu óáreittir. Stafrænt ofbeldi hefur opnað gerendum áður óþekktar leiðir til að áreita, stjórna og þagga niður í konum .Konur þurfa sífellt að vega og meta öryggi sitt á götum borgarinnar, vinnustaðnum, heima hjá sér og í nánum samböndum. Nú hefur bæst við enn einn vettvangur: netið og stafrænt rými sem fylgir okkur hvert sem við förum. Konur þurfa að hugsa sig tvisvar um áður en þær birta mynd, skrifa athugasemd eða taka þátt í samfélagsumræðu. Konur þurfa að íhuga hvaða áhætta felst í því að vera sýnilegar, að tjá sig, að standa fast á sínu… að vera til. Gerendur hins vegar geta nýtt stafræna vettvanginn til að beita ofbeldi með miklum sveigjanleika í aðferðum og nafnleysi. Þeir nýta sér ýmsar leiðir svo sem dreifingu myndefnis án samþykkis, hótanir, rakningu, stöðuga áreitni og hatursorðræðu. Nýjar leiðir með sama ofbeldinu, nú fléttað inn í daglegt líf kvenna með engri undankomuleið. Það þarf vart að útlista afleiðingar hvers kyns ofbeldis, þær eru alltaf jafn alvarlegar sama í hvaða formi það er. Gerendur fá oft frípassa í ofbeldismálum og hann virkar líka á stafrænum vettvangi. Það virðist enginn munur á því hvernig ofbeldinu er beitt, kerfið er oftast vanbúið til að takast á við þau mál. Íslensk stjórnvöld hafa sjálf viðurkennt aukningu á stafrænu kynferðisofbeldi og skýrslur sýna að meirihluti íslenskra kvenna sem verður fyrir stafrænu ofbeldi tilkynnir það ekki - vegna vantrausts á kerfinu. Kerfi sem nauðsynlegt er að bæta svo að gerendur finni fyrir afleiðingum brota sinna en ekki síst svo að brotaþolar fái á tilfinninguna að það sé eitthvað hægt að gera og að það þjóni tilgangi að tilkynna og kæra brot. Við megum ekki sætta okkur við að konur séu aldrei öruggar. Við megum ekki samþykkja að þeir sem beita ofbeldi hafi yfirburðastöðu innan kerfisins sem á að vernda þolendur. Og við verðum að viðurkenna að stafrænt kynbundið ofbeldi er ekki ,,netvandamál” heldur samfélagsleg áskorun sem endurspeglar rótgróið valdakerfi sem við höfum leyft að grassera allt of lengi. Það er búið að normalísera að konur þurfi stöðugt að verja sig. Það þykir eðlilegt í dag að konur deili staðsetningu sinni þegar þær fara á stefnumót eða tali í símann á meðan þær ganga heim til sín. Sumar konur gefa upp karlmannsnafn þegar þær panta mat á netinu til að forðast áreiti eða láta leigubílinn stoppa 3 húsum frá heimili þeirra. Þetta er þreytandi. Það er þreytandi að þurfa sífellt að huga að öryggi sínu og geta ekki slakað á. Það er mögulegt að ein dreifing myndefnis í óleyfi, ein hótun eða ein athugasemd hafi afgerandi afleiðingar fyrir þolanda. Gefum ofbeldismönnum ekki frípassa til að beita ofbeldi án þess að þurfa axla ábyrgðina. Höfundur er stjórnarformaður Vitundar, samtaka gegn kynbundnu ofbeldi. Greinin er skrifuð í tilefni 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem stendur frá 25. nóvember til 10. desember. Áhersla alþjóðlega átaksins í ár er á stafrænt ofbeldi undir yfirskriftinni “Ending Digital Violence Against All Women and Girls”. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stafrænt ofbeldi 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Kynbundið ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Stafrænt ofbeldi er vaxandi samfélagsmein og verða þær konur sem ekki hafa upplifað slíkt alltaf færri og færri. Þó birtingarmyndirnar séu nýjar, eru rótin og mynstrin þau sömu: misnotkun valds, kerfisbundin mismunun og samfélag sem leyfir gerendum of oft að beita ofbeldinu óáreittir. Stafrænt ofbeldi hefur opnað gerendum áður óþekktar leiðir til að áreita, stjórna og þagga niður í konum .Konur þurfa sífellt að vega og meta öryggi sitt á götum borgarinnar, vinnustaðnum, heima hjá sér og í nánum samböndum. Nú hefur bæst við enn einn vettvangur: netið og stafrænt rými sem fylgir okkur hvert sem við förum. Konur þurfa að hugsa sig tvisvar um áður en þær birta mynd, skrifa athugasemd eða taka þátt í samfélagsumræðu. Konur þurfa að íhuga hvaða áhætta felst í því að vera sýnilegar, að tjá sig, að standa fast á sínu… að vera til. Gerendur hins vegar geta nýtt stafræna vettvanginn til að beita ofbeldi með miklum sveigjanleika í aðferðum og nafnleysi. Þeir nýta sér ýmsar leiðir svo sem dreifingu myndefnis án samþykkis, hótanir, rakningu, stöðuga áreitni og hatursorðræðu. Nýjar leiðir með sama ofbeldinu, nú fléttað inn í daglegt líf kvenna með engri undankomuleið. Það þarf vart að útlista afleiðingar hvers kyns ofbeldis, þær eru alltaf jafn alvarlegar sama í hvaða formi það er. Gerendur fá oft frípassa í ofbeldismálum og hann virkar líka á stafrænum vettvangi. Það virðist enginn munur á því hvernig ofbeldinu er beitt, kerfið er oftast vanbúið til að takast á við þau mál. Íslensk stjórnvöld hafa sjálf viðurkennt aukningu á stafrænu kynferðisofbeldi og skýrslur sýna að meirihluti íslenskra kvenna sem verður fyrir stafrænu ofbeldi tilkynnir það ekki - vegna vantrausts á kerfinu. Kerfi sem nauðsynlegt er að bæta svo að gerendur finni fyrir afleiðingum brota sinna en ekki síst svo að brotaþolar fái á tilfinninguna að það sé eitthvað hægt að gera og að það þjóni tilgangi að tilkynna og kæra brot. Við megum ekki sætta okkur við að konur séu aldrei öruggar. Við megum ekki samþykkja að þeir sem beita ofbeldi hafi yfirburðastöðu innan kerfisins sem á að vernda þolendur. Og við verðum að viðurkenna að stafrænt kynbundið ofbeldi er ekki ,,netvandamál” heldur samfélagsleg áskorun sem endurspeglar rótgróið valdakerfi sem við höfum leyft að grassera allt of lengi. Það er búið að normalísera að konur þurfi stöðugt að verja sig. Það þykir eðlilegt í dag að konur deili staðsetningu sinni þegar þær fara á stefnumót eða tali í símann á meðan þær ganga heim til sín. Sumar konur gefa upp karlmannsnafn þegar þær panta mat á netinu til að forðast áreiti eða láta leigubílinn stoppa 3 húsum frá heimili þeirra. Þetta er þreytandi. Það er þreytandi að þurfa sífellt að huga að öryggi sínu og geta ekki slakað á. Það er mögulegt að ein dreifing myndefnis í óleyfi, ein hótun eða ein athugasemd hafi afgerandi afleiðingar fyrir þolanda. Gefum ofbeldismönnum ekki frípassa til að beita ofbeldi án þess að þurfa axla ábyrgðina. Höfundur er stjórnarformaður Vitundar, samtaka gegn kynbundnu ofbeldi. Greinin er skrifuð í tilefni 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem stendur frá 25. nóvember til 10. desember. Áhersla alþjóðlega átaksins í ár er á stafrænt ofbeldi undir yfirskriftinni “Ending Digital Violence Against All Women and Girls”.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun