Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson og Védís Drótt Cortez skrifa 8. desember 2025 07:01 Í nýlegri umfjöllun sem birtist á Vísi ræddi Gary Barker, forseti Equimundo, uggvænlega þróun í skoðunum ungra karla til kynjajafnréttis á heimsvísu. Þeir virðast ekki deila jafn frjálslyndum viðhorfum og feður sínir, hvað varðar félagsleg gildi, kynjakerfið og jafnrétti. Þessi þróun vekur bæði undrun og áhyggjur, því hún felur í sér mótsögn við samfélagslega og lagalega framþróun undanfarinna áratuga í átt að auknu jafnrétti og jafnari dreifingu ábyrgðar innan fjölskyldna og samfélaga. Ein birtingarmynd þessarar þróunar sem veldur okkur miklum áhyggjum er vaxandi umsvif netsamfélaga sem sameiginlega er nefnt Karlanetið (e. Manosphere). Karlanetið einkennist hvað helst af orðræðu um að femínisminn og jafnrétti kynjanna hafi komið niður á réttindum karla. Þessir hópar reyna að höfða til ungra karla og ýta undir þrönga og íhaldssama skilgreiningu á hvað það þýðir að vera karlmaður. Undanfarin ár hafa femínistar veitt Karlanetinu aukna athygli, þar sem samfélagsleg umræða og hverskyns mannlíf hefur í síauknu mæli færst yfir í netheima, sérstaklega á meðal ungu kynslóðarinnar. Ungir karlmenn rekast oft á Karlanetið fyrir slysni þegar þeir leita ráða um sambönd, karlmennsku, líkamsrækt, heilsu eða fjármál á netinu. Áhrifavaldar Karlanetsins markaðssetja sig oft sem „sjálfshjálparefni“ eða vettvang opinskárrar umræðu. Þannig geta karlmenn ratað, vitandi eða óvitandi, inn í netsamfélög sem ýta undir andúðsfull viðhorf gagnvart konum. Samkvæmt nýlegri skýrslu Sameinuðu Þjóðanna um Stafrænt ofbeldi gegn konum og stúlkum (2024) eru andfeminískir hagsmunahópar á alþjóðavísu í auknum mæli að nýta sér stafræna vettvanga til að grafa undan kynjajafnrétti. Skýrslan varar við að ein afleiðing þess er að stafræn rými eins og finna má á samfélagsmiðlum hætta á að verða fjandsamleg fyrir konur og stúlkur, og neteinelti, áreitni og ofbeldishótanir algengara. Þá sérstaklega er hættan sögð mikil fyrir konur sem berjast fyrir mannréttindum, jafnrétti og þau sem taka virkan þátt í opinberu lífi. Meðal tillagna Sameinuðu Þjóðanna til að sporna gegn þessari þróun er krafa að löggjöf taki tillit til stafræna birtingarmynda kynbundins ofbeldis (e. Technology Facilitated Violence against Women and Girls / TF VAWG). Skýrslan ítrekar mikilvægi þess að stjórnvöld, tæknifyrirtæki og alþjóðlegar stofnanir vinni saman að stefnum og ferlum sem tryggi öryggi þolenda slíks ofbeldis. Einnig er lagt til kerfisbundinnar ábyrgðar tæknifyrirtækja. Að þeim beri virk skylda til að vakta og bregðast við netofbeldi gegn konum og sæta viðurlögum ef þeim bregst skyldum sínum. Hvað varðar Ísland, var mikilvægt skref tekið til að bregðast við stafrænu kynbundnu ofbeldi með samþykkt frumvarps Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, þáverandi Dómsmálaráðherra, sem kvað á um að stafrænt kynferðisofbeldi, þar á meðal dreifing kynferðislegs efnis án samþykkis, yrði gert refsivert. Þrátt fyrir þessa lagasetningu sýnir þróunin, bæði hér á landi og á alþjóðavísu, að stafrænt ofbeldi gegn konum heldur áfram að vera útbreitt. Karlanetið, skaðleg orðræða og netofbeldi eru hluti af íslenskum raunveruleika, ekki vandamál lengst úti í heimi. Það eru engar einfaldar lausnir til að tryggja örugg og virðingarfull stafræn rými, en án samstilltra aðgerða stjórnvalda og tæknigeirans, skýrrar ábyrgðar og vitundarvakningar mun stafrænt ofbeldi halda áfram að grafa undan jafnrétti og öryggi kvenna, bæði hér heima og víðar. Höfundar eru ungmennafulltrúar Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði kynjajafnréttis. Greinin er skrifuð í tilefni 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem stendur frá 25. nóvember til 10. desember. Áhersla alþjóðlega átaksins í ár er á stafrænt ofbeldi undir yfirskriftinni „Ending Digital Violence Against All Women and Girls“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Í nýlegri umfjöllun sem birtist á Vísi ræddi Gary Barker, forseti Equimundo, uggvænlega þróun í skoðunum ungra karla til kynjajafnréttis á heimsvísu. Þeir virðast ekki deila jafn frjálslyndum viðhorfum og feður sínir, hvað varðar félagsleg gildi, kynjakerfið og jafnrétti. Þessi þróun vekur bæði undrun og áhyggjur, því hún felur í sér mótsögn við samfélagslega og lagalega framþróun undanfarinna áratuga í átt að auknu jafnrétti og jafnari dreifingu ábyrgðar innan fjölskyldna og samfélaga. Ein birtingarmynd þessarar þróunar sem veldur okkur miklum áhyggjum er vaxandi umsvif netsamfélaga sem sameiginlega er nefnt Karlanetið (e. Manosphere). Karlanetið einkennist hvað helst af orðræðu um að femínisminn og jafnrétti kynjanna hafi komið niður á réttindum karla. Þessir hópar reyna að höfða til ungra karla og ýta undir þrönga og íhaldssama skilgreiningu á hvað það þýðir að vera karlmaður. Undanfarin ár hafa femínistar veitt Karlanetinu aukna athygli, þar sem samfélagsleg umræða og hverskyns mannlíf hefur í síauknu mæli færst yfir í netheima, sérstaklega á meðal ungu kynslóðarinnar. Ungir karlmenn rekast oft á Karlanetið fyrir slysni þegar þeir leita ráða um sambönd, karlmennsku, líkamsrækt, heilsu eða fjármál á netinu. Áhrifavaldar Karlanetsins markaðssetja sig oft sem „sjálfshjálparefni“ eða vettvang opinskárrar umræðu. Þannig geta karlmenn ratað, vitandi eða óvitandi, inn í netsamfélög sem ýta undir andúðsfull viðhorf gagnvart konum. Samkvæmt nýlegri skýrslu Sameinuðu Þjóðanna um Stafrænt ofbeldi gegn konum og stúlkum (2024) eru andfeminískir hagsmunahópar á alþjóðavísu í auknum mæli að nýta sér stafræna vettvanga til að grafa undan kynjajafnrétti. Skýrslan varar við að ein afleiðing þess er að stafræn rými eins og finna má á samfélagsmiðlum hætta á að verða fjandsamleg fyrir konur og stúlkur, og neteinelti, áreitni og ofbeldishótanir algengara. Þá sérstaklega er hættan sögð mikil fyrir konur sem berjast fyrir mannréttindum, jafnrétti og þau sem taka virkan þátt í opinberu lífi. Meðal tillagna Sameinuðu Þjóðanna til að sporna gegn þessari þróun er krafa að löggjöf taki tillit til stafræna birtingarmynda kynbundins ofbeldis (e. Technology Facilitated Violence against Women and Girls / TF VAWG). Skýrslan ítrekar mikilvægi þess að stjórnvöld, tæknifyrirtæki og alþjóðlegar stofnanir vinni saman að stefnum og ferlum sem tryggi öryggi þolenda slíks ofbeldis. Einnig er lagt til kerfisbundinnar ábyrgðar tæknifyrirtækja. Að þeim beri virk skylda til að vakta og bregðast við netofbeldi gegn konum og sæta viðurlögum ef þeim bregst skyldum sínum. Hvað varðar Ísland, var mikilvægt skref tekið til að bregðast við stafrænu kynbundnu ofbeldi með samþykkt frumvarps Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, þáverandi Dómsmálaráðherra, sem kvað á um að stafrænt kynferðisofbeldi, þar á meðal dreifing kynferðislegs efnis án samþykkis, yrði gert refsivert. Þrátt fyrir þessa lagasetningu sýnir þróunin, bæði hér á landi og á alþjóðavísu, að stafrænt ofbeldi gegn konum heldur áfram að vera útbreitt. Karlanetið, skaðleg orðræða og netofbeldi eru hluti af íslenskum raunveruleika, ekki vandamál lengst úti í heimi. Það eru engar einfaldar lausnir til að tryggja örugg og virðingarfull stafræn rými, en án samstilltra aðgerða stjórnvalda og tæknigeirans, skýrrar ábyrgðar og vitundarvakningar mun stafrænt ofbeldi halda áfram að grafa undan jafnrétti og öryggi kvenna, bæði hér heima og víðar. Höfundar eru ungmennafulltrúar Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði kynjajafnréttis. Greinin er skrifuð í tilefni 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem stendur frá 25. nóvember til 10. desember. Áhersla alþjóðlega átaksins í ár er á stafrænt ofbeldi undir yfirskriftinni „Ending Digital Violence Against All Women and Girls“.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun