Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar 1. desember 2025 07:00 Ég er knúinn til að svara grein á Vísi hinn 26. nóvember þar sem formaður Landssambands eldri borgara viðrar áhyggjur sínar af kjörum eldri borgara. Þar lýsti hann óánægju með að ríkisstjórnin væri ekki að gera nógu mikið til að bæta lífsgæði aldraðra. Það er hægt að taka undir með formanninum að vissu leyti. Þessi málaflokkur hefur verið vanræktur lengi og því mikið verk er fyrir höndum Barátta Landssambands eldri borgara fyrir bættum kjörum og virðingu eldra fólks er aðdáunarverð og gríðarlega mikilvæg. Við heyrum ákallið og deilum þeirri sýn að enginn eldri borgari eigi að búa við fátækt eða óvissu á efri árum. Margt hefur þó áunnist á þeim stutta tíma sem Flokkur fólksins hefur átt sæti við ríkisstjórnarborðið. Á aðeins einu ári hefur okkur tekist að höggva á hnút sem hefur verið reyrður í áratugi. Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra hefur hleypt af stað þjóðarátaki í uppbyggingu hjúkrunarrýma sem mun fjölga um mörg hundruð á næstu misserum og örfáum árum. Á sama tíma tók ríkisstjórnin þá stór pólitísku ákvörðun að taka kostnaðinn við uppbyggingu hjúkrunarheimila alfarið yfir og létta þannig 15 prósenta kostnaðarþátttöku af sveitarfélögum. Þetta var nauðsynlegt skref til að ryðja úr vegi hindrunum sem áður töfðu framkvæmdir. Þegar kemur að uppbyggingu hjúkrunarrýma má segja að við höfum áorkað meiru á nokkrum mánuðum en fyrri ríkisstjórn á tveimur kjörtímabilum. Stefnt er að því að útrýma biðlistum eftir hjúkrunarrýmum og leysa þar með fráflæðisvanda Landsspítalans. Flokkur fólksins og ríkisstjórnin láta ekki staðar numið þar. Á undanförnum áratug eða svo hefur átt sér stað mikil kjaragliðnun milli greiðslna almannatrygginga og lægstu launa í landinu þannig að nú munar þar yfir 100 þúsund krónum á mánuði. Þess vegna hefur félags- og húsnæðismálaráðherra lagt fram frumvarp um að tengja greiðslur almannatrygginga við launavísitölu. Það er grundvallaratriði til að tryggja að eldri borgarar sitji við sama kjaraborð og launafólk í landinu. Frítekjumark vegna fjármagnstekna og greiðslna frá lífeyrissjóðum verður einnig tvöfaldað og tryggt að aldurstengd örorkuuppbót falli ekki niður við 67 ára aldur. Þetta eru stórar aðgerðir sem munu hafa raunveruleg áhrif á tekjur þeirra sem þarfnast þess mest. Þá munu þúsundir efnaminni eldri borgara í fyrsta skipti fá skattfrjálsa eingreiðslu, eða jólabónus, í desember sem skerðir ekki aðrar greiðslur almannatrygginga Ríkisstjórn Flokks fólksins, Samfylkingarinnar og Viðreisnar tók við erfiðu búi. Miklum halla á ríkissjóði, verðbólgu og háum vöxtum sem bitna á öllum. Flokkur fólksins hefur hins vegar ákveðið að forgangsráð þeim fjármunum sem ráðuneyti hans hafa í þágu eldri borgara. Um þessar mundir er aðeins ár liðið af kjörtímabilinu og Flokkur fólksins og ríkisstjórnin öll eru samstíga um að gera enn betur til að bæta kjör þeirra sem minnst hafa til skiptanna í þjóðfélaginu. Til að ná árangri þurfum við að standa saman. Það er mikilvægt að styðja við bakið á þeim sem setja málefni aldraðra í forgang og þora að láta verkin tala. Höldum áfram samtalinu og samstarfinu. Markmiðið er skýrt og sameiginlegt: Að tryggja öllum eldri borgurum áhyggjulaust ævikvöld. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Helgi Pálmason Flokkur fólksins Eldri borgarar Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Ég er knúinn til að svara grein á Vísi hinn 26. nóvember þar sem formaður Landssambands eldri borgara viðrar áhyggjur sínar af kjörum eldri borgara. Þar lýsti hann óánægju með að ríkisstjórnin væri ekki að gera nógu mikið til að bæta lífsgæði aldraðra. Það er hægt að taka undir með formanninum að vissu leyti. Þessi málaflokkur hefur verið vanræktur lengi og því mikið verk er fyrir höndum Barátta Landssambands eldri borgara fyrir bættum kjörum og virðingu eldra fólks er aðdáunarverð og gríðarlega mikilvæg. Við heyrum ákallið og deilum þeirri sýn að enginn eldri borgari eigi að búa við fátækt eða óvissu á efri árum. Margt hefur þó áunnist á þeim stutta tíma sem Flokkur fólksins hefur átt sæti við ríkisstjórnarborðið. Á aðeins einu ári hefur okkur tekist að höggva á hnút sem hefur verið reyrður í áratugi. Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra hefur hleypt af stað þjóðarátaki í uppbyggingu hjúkrunarrýma sem mun fjölga um mörg hundruð á næstu misserum og örfáum árum. Á sama tíma tók ríkisstjórnin þá stór pólitísku ákvörðun að taka kostnaðinn við uppbyggingu hjúkrunarheimila alfarið yfir og létta þannig 15 prósenta kostnaðarþátttöku af sveitarfélögum. Þetta var nauðsynlegt skref til að ryðja úr vegi hindrunum sem áður töfðu framkvæmdir. Þegar kemur að uppbyggingu hjúkrunarrýma má segja að við höfum áorkað meiru á nokkrum mánuðum en fyrri ríkisstjórn á tveimur kjörtímabilum. Stefnt er að því að útrýma biðlistum eftir hjúkrunarrýmum og leysa þar með fráflæðisvanda Landsspítalans. Flokkur fólksins og ríkisstjórnin láta ekki staðar numið þar. Á undanförnum áratug eða svo hefur átt sér stað mikil kjaragliðnun milli greiðslna almannatrygginga og lægstu launa í landinu þannig að nú munar þar yfir 100 þúsund krónum á mánuði. Þess vegna hefur félags- og húsnæðismálaráðherra lagt fram frumvarp um að tengja greiðslur almannatrygginga við launavísitölu. Það er grundvallaratriði til að tryggja að eldri borgarar sitji við sama kjaraborð og launafólk í landinu. Frítekjumark vegna fjármagnstekna og greiðslna frá lífeyrissjóðum verður einnig tvöfaldað og tryggt að aldurstengd örorkuuppbót falli ekki niður við 67 ára aldur. Þetta eru stórar aðgerðir sem munu hafa raunveruleg áhrif á tekjur þeirra sem þarfnast þess mest. Þá munu þúsundir efnaminni eldri borgara í fyrsta skipti fá skattfrjálsa eingreiðslu, eða jólabónus, í desember sem skerðir ekki aðrar greiðslur almannatrygginga Ríkisstjórn Flokks fólksins, Samfylkingarinnar og Viðreisnar tók við erfiðu búi. Miklum halla á ríkissjóði, verðbólgu og háum vöxtum sem bitna á öllum. Flokkur fólksins hefur hins vegar ákveðið að forgangsráð þeim fjármunum sem ráðuneyti hans hafa í þágu eldri borgara. Um þessar mundir er aðeins ár liðið af kjörtímabilinu og Flokkur fólksins og ríkisstjórnin öll eru samstíga um að gera enn betur til að bæta kjör þeirra sem minnst hafa til skiptanna í þjóðfélaginu. Til að ná árangri þurfum við að standa saman. Það er mikilvægt að styðja við bakið á þeim sem setja málefni aldraðra í forgang og þora að láta verkin tala. Höldum áfram samtalinu og samstarfinu. Markmiðið er skýrt og sameiginlegt: Að tryggja öllum eldri borgurum áhyggjulaust ævikvöld. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar