Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir og Ingólfur Á. Jóhannesson skrifa 30. nóvember 2025 13:04 Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) er kynbundið ofbeldi í senn ein helsta orsök og afleiðing kynjamisréttis. Birtingarmyndir ofbeldis eru margvíslegar og síbreytilegar. Á því leikur til dæmis varla vafi að tilkoma stafrænna miðla hefur aukið og ýkt birtingarmyndir kynbundins ofbeldis. Stafrænt ofbeldi getur verið í formi texta, mynda, myndbanda, tölvupósta, og því er beitt gegnum síma, tölvu eða samfélagsmiðla (t.d. TikTok, Facebook, Twitter, Instagram, Snapchat o.fl.). Ekki síst tengist stafrænt ofbeldi samfélagsmiðlarými mannhvelsins (e. manosphere) þar sem boðuð er áhersla á peninga, völd, líkamlegan styrk og vald karla yfir konum og frjósemisréttindum þeirra. En ættu karlar ættu að taka þátt í baráttu gegn kynbundnu ofbeldi, og af hverju? Rannsóknir gefa skýrt til kynna að í langflestum tilvikum ofbeldis eru karlar gerendur. Þetta setur karla og drengi í lykilstöðu til að styðja markmiðið um að binda enda á ofbeldi. Ofbeldi er útbreitt án þess að nógu mikið sé gert til að stöðva það eða hafa áhrif á þær hugmyndir sem eiga þátt í að viðhalda því. Kynbundið ofbeldi er runnið af sömu rót og þröngar, einhæfar og ónútímalegar karlmennskuhugmyndir um að helstu einkenni karla eigi að vera líkamlegur styrkur, rökvísi, hlutlægni, samkeppni og ekki síst völd yfir konum og valdaminni körlum. Ofbeldi karla bitnar líka á þeim sjálfum. Ofangreindar karlmennskuhugmyndir auka skaðlega áhrifaþætti í lífi karla eins og hættu á sjálfsvígum, geðrænum og líkamlegum heilsufarsvandamálum. Margir karla deyja fyrir aldur fram vegna heilsuvanda sem má koma í veg fyrir. Samt er drengjum og körlum oft refsað fyrir að sýna „veikleika“ og verðlaunaðir fyrir að laga sig að úreltum kynjahugmyndum, jafnvel þótt þeir valdi sjálfum sér eða öðrum skaða með því að fylgja þeim. Ofbeldi karla gegn konum er nefnilega líka nátengt ofbeldi karla gegn öðrum körlum og drengjum (t.d. hommahatri) og ofbeldi gegn sjálfum sér. Þessar karlmennskuhugmyndir taka ekki mið af því að karlar ráða ekki öllu um líf sitt. Fjölmargir áhrifaþættir eiga þátt í að móta þá sem drengi og karla. Karlmennskuhugmyndir eru samt kvikar og mótanlegar en ekki áþreifanlegur fasti. Manneskjur taka ekki bara við hugmyndum eins og vélmenni og þess vegna er hægt að hafa áhrif á hegðun og viðhorf karla. Að kalla eftir þátttöku karla í baráttu gegn kynbundnu ofbeldi þýðir ekki að taka á sig skömmina af öllu sem vont er í samskiptum kynja. Ábyrgðin er pólitísks eðlis og ef hún er tekin of persónulega gætu viðbrögðin einkennst af sektarkennd og afneitun. Persónuleg ábyrgð felst ekki í einstaklingum sé sagt stríð á hendur sem manneskjum heldur ofbeldishegðun og þeim karlmennskuhugmyndum sem telja ofbeldi eðlilegt. Persónuleg ábyrgð felst í að taka ábyrga afstöðu í eigin lífi, hafa áhrif á aðra karla, og ekki síst að beita sér fyrir sanngjarnari leikreglum og farið sé eftir þeim. Þessar hugmyndir verða nánar ræddar í málstofu með dr. Stephen Burrell, lektor við Melbourne háskóla, þann 10. desember nk. á lokadegi 16 daga átaks UN Women gegn kynbundnu ofbeldi. Fyrirlesturinn verður í fyrirlestrasal Eddu í Háskóla Íslands undir yfirskriftinni: Í þágu okkar allra – karlar gegn kynbundnu ofbeldi. Öll velkomin. Þorgerður J. Einarsdóttir, prófessor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, fyrrverandi prófessor við Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Einarsdóttir Kynbundið ofbeldi Mest lesið Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Skoðun Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) er kynbundið ofbeldi í senn ein helsta orsök og afleiðing kynjamisréttis. Birtingarmyndir ofbeldis eru margvíslegar og síbreytilegar. Á því leikur til dæmis varla vafi að tilkoma stafrænna miðla hefur aukið og ýkt birtingarmyndir kynbundins ofbeldis. Stafrænt ofbeldi getur verið í formi texta, mynda, myndbanda, tölvupósta, og því er beitt gegnum síma, tölvu eða samfélagsmiðla (t.d. TikTok, Facebook, Twitter, Instagram, Snapchat o.fl.). Ekki síst tengist stafrænt ofbeldi samfélagsmiðlarými mannhvelsins (e. manosphere) þar sem boðuð er áhersla á peninga, völd, líkamlegan styrk og vald karla yfir konum og frjósemisréttindum þeirra. En ættu karlar ættu að taka þátt í baráttu gegn kynbundnu ofbeldi, og af hverju? Rannsóknir gefa skýrt til kynna að í langflestum tilvikum ofbeldis eru karlar gerendur. Þetta setur karla og drengi í lykilstöðu til að styðja markmiðið um að binda enda á ofbeldi. Ofbeldi er útbreitt án þess að nógu mikið sé gert til að stöðva það eða hafa áhrif á þær hugmyndir sem eiga þátt í að viðhalda því. Kynbundið ofbeldi er runnið af sömu rót og þröngar, einhæfar og ónútímalegar karlmennskuhugmyndir um að helstu einkenni karla eigi að vera líkamlegur styrkur, rökvísi, hlutlægni, samkeppni og ekki síst völd yfir konum og valdaminni körlum. Ofbeldi karla bitnar líka á þeim sjálfum. Ofangreindar karlmennskuhugmyndir auka skaðlega áhrifaþætti í lífi karla eins og hættu á sjálfsvígum, geðrænum og líkamlegum heilsufarsvandamálum. Margir karla deyja fyrir aldur fram vegna heilsuvanda sem má koma í veg fyrir. Samt er drengjum og körlum oft refsað fyrir að sýna „veikleika“ og verðlaunaðir fyrir að laga sig að úreltum kynjahugmyndum, jafnvel þótt þeir valdi sjálfum sér eða öðrum skaða með því að fylgja þeim. Ofbeldi karla gegn konum er nefnilega líka nátengt ofbeldi karla gegn öðrum körlum og drengjum (t.d. hommahatri) og ofbeldi gegn sjálfum sér. Þessar karlmennskuhugmyndir taka ekki mið af því að karlar ráða ekki öllu um líf sitt. Fjölmargir áhrifaþættir eiga þátt í að móta þá sem drengi og karla. Karlmennskuhugmyndir eru samt kvikar og mótanlegar en ekki áþreifanlegur fasti. Manneskjur taka ekki bara við hugmyndum eins og vélmenni og þess vegna er hægt að hafa áhrif á hegðun og viðhorf karla. Að kalla eftir þátttöku karla í baráttu gegn kynbundnu ofbeldi þýðir ekki að taka á sig skömmina af öllu sem vont er í samskiptum kynja. Ábyrgðin er pólitísks eðlis og ef hún er tekin of persónulega gætu viðbrögðin einkennst af sektarkennd og afneitun. Persónuleg ábyrgð felst ekki í einstaklingum sé sagt stríð á hendur sem manneskjum heldur ofbeldishegðun og þeim karlmennskuhugmyndum sem telja ofbeldi eðlilegt. Persónuleg ábyrgð felst í að taka ábyrga afstöðu í eigin lífi, hafa áhrif á aðra karla, og ekki síst að beita sér fyrir sanngjarnari leikreglum og farið sé eftir þeim. Þessar hugmyndir verða nánar ræddar í málstofu með dr. Stephen Burrell, lektor við Melbourne háskóla, þann 10. desember nk. á lokadegi 16 daga átaks UN Women gegn kynbundnu ofbeldi. Fyrirlesturinn verður í fyrirlestrasal Eddu í Háskóla Íslands undir yfirskriftinni: Í þágu okkar allra – karlar gegn kynbundnu ofbeldi. Öll velkomin. Þorgerður J. Einarsdóttir, prófessor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, fyrrverandi prófessor við Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun