Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar 26. nóvember 2025 14:32 Það hefur gengið vel að koma mörgum af helstu áherslumálum Flokks fólksins í gegn á Alþingi allt frá því flokkurinn gekk í ríkisstjórn með Samfylkingunni og Viðreisn fyrir tæpu ári. Mörg þeirra eru nú þegar orðin að lögum eins og samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, breytingar á húsaleigulögum um skráningarskyldu allra leigusamninga og takmarkanir á hækkun húsleigu ásamt breytingum á lögum um fjöleignarhús sem jafnar rétt íbúa þeirra til gæludýrahalds á við rétt þeirra sem búa í sérbýli. Þá bíður frumvarp mennta- og barnamálaráðherra um gagngerar breytingar á lögum um framhaldsskóla lokaafgreiðslu, þar sem meðal annars er kveðið á um að horfa megi til fleiri þátta en einkunna við innritun nemenda, þótt einkunnir muni áfram skipta miklu máli. Auk þess eru námsbrautir framhaldsskólanna skilgreindar betur og styrkari stoðum skotið undir vinnustaðanám. Eins og alltaf eru málefni aldraðra, öryrkja og efnaminni fjölskyldna efst á baugi hjá ráðherrum og þingmönnum Flokks fólksins. Alþingi mun að öllum líkindum afgreiða frumvarp félags- og húsnæðismálaráðherra fyrir jól um eingreiðslu, eða jólabónus til eldri borgara og öryrkja. Nú fær mikill fjöldi efnaminni eldri borgara jólabónusinn í fyrsta skipti. Þá bíður afgreiðslu frumvarp ráðherrans um hækkun á almennu frítekjumarki ellilífeyris. Inga Sæland formaður Flokks fólksins hefur síðan heldur betur tekið til hendinni við uppbyggingu hjúkrunarrýma. Í dag eru ríflega sjö hundruð manns á biðlista eftir hjúkrunarrými. Á allra næstu misserum mun hjúkrunarrýmum fjölga um u.þ.b. fimm hundruð og stefnt er að því að eyða biðlistanum að fullu á kjörtímabilinu. Einnig liggur fyrir þinginu frumvarp félags- og húsnæðismálaráðherra um að greiðslur almannatrygginga hækki hér eftir samkvæmt launavísitölu en þó aldrei minna er sem nemur verðbólgu aukist hún meira en sem nemur hækkun launavísitölu. Þetta er risavaxið skref í að loka þeirri kjaragliðnun sem aukist hefur á undanförnum áratug eða svo, þannig að nú munar um 106 þúsund krónum á hæstu greiðslum almannatrygginga og lágmarkslaunum. Efnaminnsti öryrkjarnir eru gjarnan það fólk sem verður öryrkjar á unga aldri. Til að bæta kjör þessa hóps hefur hann fengið svo kallaða aldurstengda uppbót á örorkubæturnar, allt eftir því hvenær til örorkunnar kom. Hins vegar hefur þessi uppbót fallið niður við það eitt að fólk nái 67 ára aldri og færist þar með á ellilífeyri. Samkvæmt frumvarpi formanns Flokks fólksins mun þessi uppbót hins vegar fylgja fólki varanlega inn á efri árin. Stjórnarflokkarnir þrír eru síðan samstíga í aðgerðum í húsnæðismálum en aðgerðir í þeim málaflokki fela í sér mestu kjarabætur allra heimila í landinu. Fyrri hluti aðgerða ríkisstjórnarinnar sem kynntar voru nýverið stuðla að heilbrigðari og stöðugri húsnæðismarkaði sem leiðir til hjöðnunar verðbólgu og lækkunar vaxta. En seinni hluti aðgerðanna verða kynntar fljótlega upp ú áramótum. Megináhersla Flokks fólksins á fjölgun lóða með því að ryðja nýtt land í samstarfi við Reykjavíkurborg skiptir höfuðmáli. Þetta er aðeins brot af þeim málum sem ráðherrar og þingmenn Flokks fólksins hafa komið í gegn á tæpu ári og eru með fleiri mál í farvatninu sem mörg hver koma fram á vorþingi. Flokkur fólksins fór í ríkisstjórn til að bæta hag þeirra sem höllustum fæti standa í þjóðfélaginu og hefur og mun standa þá vakt áfram í stjórnarsamstarfinu. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Helgi Pálmason Flokkur fólksins Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Það hefur gengið vel að koma mörgum af helstu áherslumálum Flokks fólksins í gegn á Alþingi allt frá því flokkurinn gekk í ríkisstjórn með Samfylkingunni og Viðreisn fyrir tæpu ári. Mörg þeirra eru nú þegar orðin að lögum eins og samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, breytingar á húsaleigulögum um skráningarskyldu allra leigusamninga og takmarkanir á hækkun húsleigu ásamt breytingum á lögum um fjöleignarhús sem jafnar rétt íbúa þeirra til gæludýrahalds á við rétt þeirra sem búa í sérbýli. Þá bíður frumvarp mennta- og barnamálaráðherra um gagngerar breytingar á lögum um framhaldsskóla lokaafgreiðslu, þar sem meðal annars er kveðið á um að horfa megi til fleiri þátta en einkunna við innritun nemenda, þótt einkunnir muni áfram skipta miklu máli. Auk þess eru námsbrautir framhaldsskólanna skilgreindar betur og styrkari stoðum skotið undir vinnustaðanám. Eins og alltaf eru málefni aldraðra, öryrkja og efnaminni fjölskyldna efst á baugi hjá ráðherrum og þingmönnum Flokks fólksins. Alþingi mun að öllum líkindum afgreiða frumvarp félags- og húsnæðismálaráðherra fyrir jól um eingreiðslu, eða jólabónus til eldri borgara og öryrkja. Nú fær mikill fjöldi efnaminni eldri borgara jólabónusinn í fyrsta skipti. Þá bíður afgreiðslu frumvarp ráðherrans um hækkun á almennu frítekjumarki ellilífeyris. Inga Sæland formaður Flokks fólksins hefur síðan heldur betur tekið til hendinni við uppbyggingu hjúkrunarrýma. Í dag eru ríflega sjö hundruð manns á biðlista eftir hjúkrunarrými. Á allra næstu misserum mun hjúkrunarrýmum fjölga um u.þ.b. fimm hundruð og stefnt er að því að eyða biðlistanum að fullu á kjörtímabilinu. Einnig liggur fyrir þinginu frumvarp félags- og húsnæðismálaráðherra um að greiðslur almannatrygginga hækki hér eftir samkvæmt launavísitölu en þó aldrei minna er sem nemur verðbólgu aukist hún meira en sem nemur hækkun launavísitölu. Þetta er risavaxið skref í að loka þeirri kjaragliðnun sem aukist hefur á undanförnum áratug eða svo, þannig að nú munar um 106 þúsund krónum á hæstu greiðslum almannatrygginga og lágmarkslaunum. Efnaminnsti öryrkjarnir eru gjarnan það fólk sem verður öryrkjar á unga aldri. Til að bæta kjör þessa hóps hefur hann fengið svo kallaða aldurstengda uppbót á örorkubæturnar, allt eftir því hvenær til örorkunnar kom. Hins vegar hefur þessi uppbót fallið niður við það eitt að fólk nái 67 ára aldri og færist þar með á ellilífeyri. Samkvæmt frumvarpi formanns Flokks fólksins mun þessi uppbót hins vegar fylgja fólki varanlega inn á efri árin. Stjórnarflokkarnir þrír eru síðan samstíga í aðgerðum í húsnæðismálum en aðgerðir í þeim málaflokki fela í sér mestu kjarabætur allra heimila í landinu. Fyrri hluti aðgerða ríkisstjórnarinnar sem kynntar voru nýverið stuðla að heilbrigðari og stöðugri húsnæðismarkaði sem leiðir til hjöðnunar verðbólgu og lækkunar vaxta. En seinni hluti aðgerðanna verða kynntar fljótlega upp ú áramótum. Megináhersla Flokks fólksins á fjölgun lóða með því að ryðja nýtt land í samstarfi við Reykjavíkurborg skiptir höfuðmáli. Þetta er aðeins brot af þeim málum sem ráðherrar og þingmenn Flokks fólksins hafa komið í gegn á tæpu ári og eru með fleiri mál í farvatninu sem mörg hver koma fram á vorþingi. Flokkur fólksins fór í ríkisstjórn til að bæta hag þeirra sem höllustum fæti standa í þjóðfélaginu og hefur og mun standa þá vakt áfram í stjórnarsamstarfinu. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun