Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar 26. nóvember 2025 14:32 Það hefur gengið vel að koma mörgum af helstu áherslumálum Flokks fólksins í gegn á Alþingi allt frá því flokkurinn gekk í ríkisstjórn með Samfylkingunni og Viðreisn fyrir tæpu ári. Mörg þeirra eru nú þegar orðin að lögum eins og samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, breytingar á húsaleigulögum um skráningarskyldu allra leigusamninga og takmarkanir á hækkun húsleigu ásamt breytingum á lögum um fjöleignarhús sem jafnar rétt íbúa þeirra til gæludýrahalds á við rétt þeirra sem búa í sérbýli. Þá bíður frumvarp mennta- og barnamálaráðherra um gagngerar breytingar á lögum um framhaldsskóla lokaafgreiðslu, þar sem meðal annars er kveðið á um að horfa megi til fleiri þátta en einkunna við innritun nemenda, þótt einkunnir muni áfram skipta miklu máli. Auk þess eru námsbrautir framhaldsskólanna skilgreindar betur og styrkari stoðum skotið undir vinnustaðanám. Eins og alltaf eru málefni aldraðra, öryrkja og efnaminni fjölskyldna efst á baugi hjá ráðherrum og þingmönnum Flokks fólksins. Alþingi mun að öllum líkindum afgreiða frumvarp félags- og húsnæðismálaráðherra fyrir jól um eingreiðslu, eða jólabónus til eldri borgara og öryrkja. Nú fær mikill fjöldi efnaminni eldri borgara jólabónusinn í fyrsta skipti. Þá bíður afgreiðslu frumvarp ráðherrans um hækkun á almennu frítekjumarki ellilífeyris. Inga Sæland formaður Flokks fólksins hefur síðan heldur betur tekið til hendinni við uppbyggingu hjúkrunarrýma. Í dag eru ríflega sjö hundruð manns á biðlista eftir hjúkrunarrými. Á allra næstu misserum mun hjúkrunarrýmum fjölga um u.þ.b. fimm hundruð og stefnt er að því að eyða biðlistanum að fullu á kjörtímabilinu. Einnig liggur fyrir þinginu frumvarp félags- og húsnæðismálaráðherra um að greiðslur almannatrygginga hækki hér eftir samkvæmt launavísitölu en þó aldrei minna er sem nemur verðbólgu aukist hún meira en sem nemur hækkun launavísitölu. Þetta er risavaxið skref í að loka þeirri kjaragliðnun sem aukist hefur á undanförnum áratug eða svo, þannig að nú munar um 106 þúsund krónum á hæstu greiðslum almannatrygginga og lágmarkslaunum. Efnaminnsti öryrkjarnir eru gjarnan það fólk sem verður öryrkjar á unga aldri. Til að bæta kjör þessa hóps hefur hann fengið svo kallaða aldurstengda uppbót á örorkubæturnar, allt eftir því hvenær til örorkunnar kom. Hins vegar hefur þessi uppbót fallið niður við það eitt að fólk nái 67 ára aldri og færist þar með á ellilífeyri. Samkvæmt frumvarpi formanns Flokks fólksins mun þessi uppbót hins vegar fylgja fólki varanlega inn á efri árin. Stjórnarflokkarnir þrír eru síðan samstíga í aðgerðum í húsnæðismálum en aðgerðir í þeim málaflokki fela í sér mestu kjarabætur allra heimila í landinu. Fyrri hluti aðgerða ríkisstjórnarinnar sem kynntar voru nýverið stuðla að heilbrigðari og stöðugri húsnæðismarkaði sem leiðir til hjöðnunar verðbólgu og lækkunar vaxta. En seinni hluti aðgerðanna verða kynntar fljótlega upp ú áramótum. Megináhersla Flokks fólksins á fjölgun lóða með því að ryðja nýtt land í samstarfi við Reykjavíkurborg skiptir höfuðmáli. Þetta er aðeins brot af þeim málum sem ráðherrar og þingmenn Flokks fólksins hafa komið í gegn á tæpu ári og eru með fleiri mál í farvatninu sem mörg hver koma fram á vorþingi. Flokkur fólksins fór í ríkisstjórn til að bæta hag þeirra sem höllustum fæti standa í þjóðfélaginu og hefur og mun standa þá vakt áfram í stjórnarsamstarfinu. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Helgi Pálmason Flokkur fólksins Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Sjá meira
Það hefur gengið vel að koma mörgum af helstu áherslumálum Flokks fólksins í gegn á Alþingi allt frá því flokkurinn gekk í ríkisstjórn með Samfylkingunni og Viðreisn fyrir tæpu ári. Mörg þeirra eru nú þegar orðin að lögum eins og samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, breytingar á húsaleigulögum um skráningarskyldu allra leigusamninga og takmarkanir á hækkun húsleigu ásamt breytingum á lögum um fjöleignarhús sem jafnar rétt íbúa þeirra til gæludýrahalds á við rétt þeirra sem búa í sérbýli. Þá bíður frumvarp mennta- og barnamálaráðherra um gagngerar breytingar á lögum um framhaldsskóla lokaafgreiðslu, þar sem meðal annars er kveðið á um að horfa megi til fleiri þátta en einkunna við innritun nemenda, þótt einkunnir muni áfram skipta miklu máli. Auk þess eru námsbrautir framhaldsskólanna skilgreindar betur og styrkari stoðum skotið undir vinnustaðanám. Eins og alltaf eru málefni aldraðra, öryrkja og efnaminni fjölskyldna efst á baugi hjá ráðherrum og þingmönnum Flokks fólksins. Alþingi mun að öllum líkindum afgreiða frumvarp félags- og húsnæðismálaráðherra fyrir jól um eingreiðslu, eða jólabónus til eldri borgara og öryrkja. Nú fær mikill fjöldi efnaminni eldri borgara jólabónusinn í fyrsta skipti. Þá bíður afgreiðslu frumvarp ráðherrans um hækkun á almennu frítekjumarki ellilífeyris. Inga Sæland formaður Flokks fólksins hefur síðan heldur betur tekið til hendinni við uppbyggingu hjúkrunarrýma. Í dag eru ríflega sjö hundruð manns á biðlista eftir hjúkrunarrými. Á allra næstu misserum mun hjúkrunarrýmum fjölga um u.þ.b. fimm hundruð og stefnt er að því að eyða biðlistanum að fullu á kjörtímabilinu. Einnig liggur fyrir þinginu frumvarp félags- og húsnæðismálaráðherra um að greiðslur almannatrygginga hækki hér eftir samkvæmt launavísitölu en þó aldrei minna er sem nemur verðbólgu aukist hún meira en sem nemur hækkun launavísitölu. Þetta er risavaxið skref í að loka þeirri kjaragliðnun sem aukist hefur á undanförnum áratug eða svo, þannig að nú munar um 106 þúsund krónum á hæstu greiðslum almannatrygginga og lágmarkslaunum. Efnaminnsti öryrkjarnir eru gjarnan það fólk sem verður öryrkjar á unga aldri. Til að bæta kjör þessa hóps hefur hann fengið svo kallaða aldurstengda uppbót á örorkubæturnar, allt eftir því hvenær til örorkunnar kom. Hins vegar hefur þessi uppbót fallið niður við það eitt að fólk nái 67 ára aldri og færist þar með á ellilífeyri. Samkvæmt frumvarpi formanns Flokks fólksins mun þessi uppbót hins vegar fylgja fólki varanlega inn á efri árin. Stjórnarflokkarnir þrír eru síðan samstíga í aðgerðum í húsnæðismálum en aðgerðir í þeim málaflokki fela í sér mestu kjarabætur allra heimila í landinu. Fyrri hluti aðgerða ríkisstjórnarinnar sem kynntar voru nýverið stuðla að heilbrigðari og stöðugri húsnæðismarkaði sem leiðir til hjöðnunar verðbólgu og lækkunar vaxta. En seinni hluti aðgerðanna verða kynntar fljótlega upp ú áramótum. Megináhersla Flokks fólksins á fjölgun lóða með því að ryðja nýtt land í samstarfi við Reykjavíkurborg skiptir höfuðmáli. Þetta er aðeins brot af þeim málum sem ráðherrar og þingmenn Flokks fólksins hafa komið í gegn á tæpu ári og eru með fleiri mál í farvatninu sem mörg hver koma fram á vorþingi. Flokkur fólksins fór í ríkisstjórn til að bæta hag þeirra sem höllustum fæti standa í þjóðfélaginu og hefur og mun standa þá vakt áfram í stjórnarsamstarfinu. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun