Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar 27. nóvember 2025 08:31 Á afstöðnu málþingi Landssambands eldri borgara, sem haldið var 16. október síðastliðinn, kom fram að ofbeldi gegn eldri borgurum er mun algengara á Íslandi en almenningur gerir sér grein fyrir. Á Covid tímanum versnaði ástandið til muna og tilfellin urðu alvarlegri en áður. Á síðustu 5 árum hafa þrjú dauðsföll orðið þar sem eldri borgarar voru þolendur ofbeldis. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin (WHO) áætlar að 16% eldra fólks 60 ára og eldra í heiminum verði fyrir einhverskonar ofbeldi. Sé miðað við úttekt í Noregi og hún yfirfærð á Ísland má ætla að um og yfir eitt þúsund tilfelli komi upp hérlendis á ári hverju. Aðeins brotabrot ofbeldis er tilkynnt til yfirvalda. Gerendur eru oftast nákomnir þolanda t.d. makar eða börn. Þolendur finna oft til skammar við þessar aðstæður og treysta sér ekki til að tilkynna eða kæra ofbeldið. Margar stofnanir og félög aðstoða þolendur ofbeldis eftir bestu getu en lagaumhverfið setur þeim ýmsar skorður. Lög og reglur eru mannanna verk, þeim má breyta ef þörf og vilji er til. Enginn miðlægur gagnagrunnur er til sem gæti hjálpað til við úrvinnslu mála, þar kemur persónuverndarlöggjöfin inn í, en eitt af stóru vandamálunum er að margir mismunandi aðilar koma að málum sömu einstaklinga en geta ekki sé heildarmyndina. Einn af fyrirlesurum málþingsins er með áratuga reynslu af málum sem koma ítrekað inn á borð en ekki er heimilt að grípa inn í. Auk þess skortir húsnæði þar sem þolendur geta fengið inni, tímabundið í lengri eða skemmri tíma. Upplifunin eftir málþingið er ákveðið vonleysi hjá fagaðilum en alls ekki uppgjöf. Niðurstaða málþingsins var ákall um aðgerðir með stuðningi laga og regluverks. Þar verða yfirvöld að koma inn í svo eftir verður tekið. Nýlegar rannsóknir á algengi ofbeldis gagnvart eldra fólki hér á landi skortir, en þær eru afar mikilvægar til að ná utan um vandann. Yfirvöld verða að setja slíka rannsókn í gang sem fyrst. Félagsmálaráðherra ráðgerir að setja af stað vinnuhóp sem hefur það verkefni að skoða hvar skóinn kreppir og hvaða hindranir standi í vegi fyrir því að ná tökum á ástandinu. Orð eru til alls fyrst og því mikið gleðiefni hjá okkur í Landssambandi eldri borgara (LEB) að málþingið leiði eitthvað gott af sér, eldri borgurum til hagsbóta og meira öryggis. Eldri borgarar þessa lands eiga það skilið. Fyrir hönd stjórnar LEB, Sigurður Ágúst Sigurðsson varaformaður LEB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Sjá meira
Á afstöðnu málþingi Landssambands eldri borgara, sem haldið var 16. október síðastliðinn, kom fram að ofbeldi gegn eldri borgurum er mun algengara á Íslandi en almenningur gerir sér grein fyrir. Á Covid tímanum versnaði ástandið til muna og tilfellin urðu alvarlegri en áður. Á síðustu 5 árum hafa þrjú dauðsföll orðið þar sem eldri borgarar voru þolendur ofbeldis. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin (WHO) áætlar að 16% eldra fólks 60 ára og eldra í heiminum verði fyrir einhverskonar ofbeldi. Sé miðað við úttekt í Noregi og hún yfirfærð á Ísland má ætla að um og yfir eitt þúsund tilfelli komi upp hérlendis á ári hverju. Aðeins brotabrot ofbeldis er tilkynnt til yfirvalda. Gerendur eru oftast nákomnir þolanda t.d. makar eða börn. Þolendur finna oft til skammar við þessar aðstæður og treysta sér ekki til að tilkynna eða kæra ofbeldið. Margar stofnanir og félög aðstoða þolendur ofbeldis eftir bestu getu en lagaumhverfið setur þeim ýmsar skorður. Lög og reglur eru mannanna verk, þeim má breyta ef þörf og vilji er til. Enginn miðlægur gagnagrunnur er til sem gæti hjálpað til við úrvinnslu mála, þar kemur persónuverndarlöggjöfin inn í, en eitt af stóru vandamálunum er að margir mismunandi aðilar koma að málum sömu einstaklinga en geta ekki sé heildarmyndina. Einn af fyrirlesurum málþingsins er með áratuga reynslu af málum sem koma ítrekað inn á borð en ekki er heimilt að grípa inn í. Auk þess skortir húsnæði þar sem þolendur geta fengið inni, tímabundið í lengri eða skemmri tíma. Upplifunin eftir málþingið er ákveðið vonleysi hjá fagaðilum en alls ekki uppgjöf. Niðurstaða málþingsins var ákall um aðgerðir með stuðningi laga og regluverks. Þar verða yfirvöld að koma inn í svo eftir verður tekið. Nýlegar rannsóknir á algengi ofbeldis gagnvart eldra fólki hér á landi skortir, en þær eru afar mikilvægar til að ná utan um vandann. Yfirvöld verða að setja slíka rannsókn í gang sem fyrst. Félagsmálaráðherra ráðgerir að setja af stað vinnuhóp sem hefur það verkefni að skoða hvar skóinn kreppir og hvaða hindranir standi í vegi fyrir því að ná tökum á ástandinu. Orð eru til alls fyrst og því mikið gleðiefni hjá okkur í Landssambandi eldri borgara (LEB) að málþingið leiði eitthvað gott af sér, eldri borgurum til hagsbóta og meira öryggis. Eldri borgarar þessa lands eiga það skilið. Fyrir hönd stjórnar LEB, Sigurður Ágúst Sigurðsson varaformaður LEB.
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun