Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar 22. nóvember 2025 07:00 Fyrir allnokkrum árum fór að myndast samfélag fólks sem bjó í hjólhýsum eða húsbílum á tjaldsvæðinu í Laugardal. Í kórónuveiru faraldrinum fékk fólkið leyfi til að búa á tjaldstæðinu allan ársins hring. Eftir að faraldurinn gekk yfir og ferðaþjónustan tók aftur við sér var hjólhýsabúum gert að greiða fulla leigu af sínum stæðum eða yfirgefa svæðið. Fullt leiguverð á slíkum stæðum var á pari við leigu meðalstórrar íbúðar á þeim tíma. Kjarni málsins var og er hins vegar sá að stærsti hluti þessa hóps á ekki í önnur hús að venda af ýmsum ástæðum. Innan hópsins eru þó líka einhverjir sem hafa valið sér þetta íbúðarform af öðrum ástæðum. Hver sem ástæðan er ber borgaryfirvöldum að koma til móts við þennan hóp rétt eins og aðra íbúa borgarinnar þrátt fyrir skort á reglugerðum um lögheimilisskráningu og önnur formsatriði. Það er ekki hægt að horfa framhjá staðreyndum en auðvitað hlýtur ríkisvaldið að skoða einhvers konar regluverk um þetta íbúðarform. „Óhreinu börnin hennar Evu“ Íbúar hjólhýsa og húsbíla í borginni hafa verið á hrakhólum undanfarin misseri og margir sýna þessu fólki lítinn skilning. Það hefur komið skýrt fram í umræðunni að undanförnu í tengslum við leit borgarinnar að hentugu svæði fyrir þessa byggð. Sumir draga jafnvel í efa að leyfa eigi byggð sem þessa innan borgarmarkanna. Aðrir setja fram alls kyns fyrirvara og á öðrum mætti skilja að best væri að ýta þessum hópi fólks eins langt í burtu og hægt er, helst úr augsýn allra. Við í Flokki fólksins höfum frá fyrstu tíð staðið með hjólhýsabúum. Flokkurinn sem kennir sig við fólk hefur alla tíð staðið með þeim sem eiga á brattann að sækja og ljáð þeim rödd sem minna mega sín í þjóðfélaginu. Í stað þess að neita að horfast í augu við raunveruleikann þurfum við að viðurkenna staðreyndir og gera það sem þarf til að koma þessum tiltölulega litla hópi fyrir á mannsæmandi svæði. Það er ekki ásættanlegt að jaðarsetja þennan fámenna hópa samfélagsins enn frekar með því að gera ekki neitt. Óhefðbundin búsetuúrræði Óhefðbundin búsetuform eru komin til að vera og í þeim anda hefur til dæmis verið slakað á reglum um búsetu fólks í atvinnuhúsnæði að uppfylltum skilyrðum um skráningu og brunavarnir. Við getum ekki haldið áfram að stinga hausnum í sandinn og ímyndað okkur að fólk sem af ýmsum ástæðum heldur heimili með öðrum hætti en flestir muni hverfa ef við lokum augunum nógu lengi. Það er einfaldlega ekki að fara að gerast. Íbúum í iðnaðarhverfum hefur til að mynda stórfjölgað á tiltölulega stuttum tíma. Alls kyns hugmyndir um smáhýsabyggð að erlendri fyrirmynd hafa einnig verið að koma upp. Stöðugt hækkandi húsaleiga ásamt lánavöxtum sem myndu kallast okurvextir í löndunum í kringum okkur er helsta ástæða þess að sífellt fleiri leita annara búsetu úrræða. Nákvæmlega þess vegna ber okkur að bregðast við með því að tryggja öryggi og réttindi samborgara okkar í þessari stöðu. Félagslegt réttlæti á að virka fyrir alla, ekki bara suma. Höfundur er varaborgarfulltrúi Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Sveinbjörn Guðmundsson Hjólhýsabyggð í Reykjavík Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Fyrir allnokkrum árum fór að myndast samfélag fólks sem bjó í hjólhýsum eða húsbílum á tjaldsvæðinu í Laugardal. Í kórónuveiru faraldrinum fékk fólkið leyfi til að búa á tjaldstæðinu allan ársins hring. Eftir að faraldurinn gekk yfir og ferðaþjónustan tók aftur við sér var hjólhýsabúum gert að greiða fulla leigu af sínum stæðum eða yfirgefa svæðið. Fullt leiguverð á slíkum stæðum var á pari við leigu meðalstórrar íbúðar á þeim tíma. Kjarni málsins var og er hins vegar sá að stærsti hluti þessa hóps á ekki í önnur hús að venda af ýmsum ástæðum. Innan hópsins eru þó líka einhverjir sem hafa valið sér þetta íbúðarform af öðrum ástæðum. Hver sem ástæðan er ber borgaryfirvöldum að koma til móts við þennan hóp rétt eins og aðra íbúa borgarinnar þrátt fyrir skort á reglugerðum um lögheimilisskráningu og önnur formsatriði. Það er ekki hægt að horfa framhjá staðreyndum en auðvitað hlýtur ríkisvaldið að skoða einhvers konar regluverk um þetta íbúðarform. „Óhreinu börnin hennar Evu“ Íbúar hjólhýsa og húsbíla í borginni hafa verið á hrakhólum undanfarin misseri og margir sýna þessu fólki lítinn skilning. Það hefur komið skýrt fram í umræðunni að undanförnu í tengslum við leit borgarinnar að hentugu svæði fyrir þessa byggð. Sumir draga jafnvel í efa að leyfa eigi byggð sem þessa innan borgarmarkanna. Aðrir setja fram alls kyns fyrirvara og á öðrum mætti skilja að best væri að ýta þessum hópi fólks eins langt í burtu og hægt er, helst úr augsýn allra. Við í Flokki fólksins höfum frá fyrstu tíð staðið með hjólhýsabúum. Flokkurinn sem kennir sig við fólk hefur alla tíð staðið með þeim sem eiga á brattann að sækja og ljáð þeim rödd sem minna mega sín í þjóðfélaginu. Í stað þess að neita að horfast í augu við raunveruleikann þurfum við að viðurkenna staðreyndir og gera það sem þarf til að koma þessum tiltölulega litla hópi fyrir á mannsæmandi svæði. Það er ekki ásættanlegt að jaðarsetja þennan fámenna hópa samfélagsins enn frekar með því að gera ekki neitt. Óhefðbundin búsetuúrræði Óhefðbundin búsetuform eru komin til að vera og í þeim anda hefur til dæmis verið slakað á reglum um búsetu fólks í atvinnuhúsnæði að uppfylltum skilyrðum um skráningu og brunavarnir. Við getum ekki haldið áfram að stinga hausnum í sandinn og ímyndað okkur að fólk sem af ýmsum ástæðum heldur heimili með öðrum hætti en flestir muni hverfa ef við lokum augunum nógu lengi. Það er einfaldlega ekki að fara að gerast. Íbúum í iðnaðarhverfum hefur til að mynda stórfjölgað á tiltölulega stuttum tíma. Alls kyns hugmyndir um smáhýsabyggð að erlendri fyrirmynd hafa einnig verið að koma upp. Stöðugt hækkandi húsaleiga ásamt lánavöxtum sem myndu kallast okurvextir í löndunum í kringum okkur er helsta ástæða þess að sífellt fleiri leita annara búsetu úrræða. Nákvæmlega þess vegna ber okkur að bregðast við með því að tryggja öryggi og réttindi samborgara okkar í þessari stöðu. Félagslegt réttlæti á að virka fyrir alla, ekki bara suma. Höfundur er varaborgarfulltrúi Flokks fólksins.
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar