Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar 19. nóvember 2025 10:31 Margt hefur verið rætt og ritað um fasteignamarkaðinn á Íslandi og sitt sýnist hverjum. Það er óumdeilt að ungt fólk á erfitt með að kaupa sína fyrstu fasteign en fasteignaverð hefur undanfarinn áratug hækkað meira en góðu hófi gegnir. Það ásamt okurvöxtum banka eru þær tvær meginástæður fyrir erfiðleikum unga fólksins og í raun allra. Þegar heimasíður bankanna eru skoðaðar sést hvað vaxtakjörin hefta fasteignamarkaðinn. Á heimasíðu Landsbankans (17.11.2025) sést að íbúðakaupandi sem ætlar að kaupa 70 milljón króna íbúð greiðir sjálfur 14 milljónir og fær 80% lánað eða 56 milljónir, þarf að greiða mánaðarlega kr. 412.804 af láni með 8,55% föstum vöxtum í 60 mánuði. Í heildina kemur viðkomandi til með að greiða kr. 198.145.908. Ekki batnar það þegar ákveðið er að taka lán með 10% breytilegum vöxtum en þá verður mánaðarleg greiðsla kr. 475.662 og í lok lánstíma er búið að greiða kr. 228.317.606. Til að bæta gráu ofan á svart þarf viðkomandi að standast greiðslumat og Seðlabankinn segir að hámark mánaðarlegrar greiðslubyrðar megi vera 35% af mánaðarlegum ráðstöfunartekjum. Til að geta greitt 412.804 í afborgun og vexti þurfa ráðstöfunartekjur að vera 1.179.440 en þó er heimild veitt til þeirra sem eru að kaupa sína fyrstu fasteign að hámark greiðslubyrðar má vera 40% þannig að ráðstöfunartekjur mega vera 1.032.010. Ráðstöfunartekjur eru laun að frádregnum sköttum og því þurfa þeir sem ætla að kaupa 70 milljón króna íbúð að vera með tekjur uppá 1,8 milljónir á mánuði en ef sambýlisfók ætlar að kaupa sömu íbúð þarf að vera með mánaðartekjur uppá 800 þús. hvort um sig. Vaxtastigið sjálft er mikill þröskuldur. 8,55% ársvextir af 56 milljóna láni eru 4.760.000, og 10% vextir eru 5,6 milljónir. Nú er það samt þannig að vextir lækka eftir því sem meira er greitt af láninu þannig að greiðslubyrðin lækkar eftir því sem á líður. En ef við skoðum tölurnar hér að ofan þá sést að það kostar 142.145.908 kr. að endurgreiða 56 milljóna lánið með 8,55% vöxtunum og 172.317.606 að endurgreiða 10% vaxtalánið. En hver er lausnin. Jú í raun er hún einföld. Landsbankinn sem ríkisbanki á að taka sig til og gera sérstaka lánalínu sem er fyrir þá sem eru að kaupa sér íbúð. Hægt er að setja alls konar skilmála á þessa línu eins og kaupandi verði að hafa lögheimili í viðkomandi íbúð og einungis er lánað til einnar íbúðar í einu í þessu kerfi. Þarna mætti hugsa sér að vextir yrðu á pari við vexti þeirra landa sem við miðum okkur gjarna við. Þannig væru t.d. 3,5% vextir af lánum í þessu kerfi. Ársvextir af 56 milljóna láninu sem við notuðum hér að ofan yrðu þannig 1.960.000 eða um þrem milljónum lægri en eru í dag og fyrsta afborgun yrði um 300.000 krónur. Líklega myndi þetta tákna minni hagnað bankanna og um leið lægri arðgreiðslum til eigandanna en að mínu mati yrði svona aðgerð til þess að gera fleiri fjölskyldum mögulegt að koma sér þaki yfir höfuðið. Nýjasta lækkun stýrivaxta er af hinu góða en betur má ef duga skal. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins og stjórnarmaður í VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Margt hefur verið rætt og ritað um fasteignamarkaðinn á Íslandi og sitt sýnist hverjum. Það er óumdeilt að ungt fólk á erfitt með að kaupa sína fyrstu fasteign en fasteignaverð hefur undanfarinn áratug hækkað meira en góðu hófi gegnir. Það ásamt okurvöxtum banka eru þær tvær meginástæður fyrir erfiðleikum unga fólksins og í raun allra. Þegar heimasíður bankanna eru skoðaðar sést hvað vaxtakjörin hefta fasteignamarkaðinn. Á heimasíðu Landsbankans (17.11.2025) sést að íbúðakaupandi sem ætlar að kaupa 70 milljón króna íbúð greiðir sjálfur 14 milljónir og fær 80% lánað eða 56 milljónir, þarf að greiða mánaðarlega kr. 412.804 af láni með 8,55% föstum vöxtum í 60 mánuði. Í heildina kemur viðkomandi til með að greiða kr. 198.145.908. Ekki batnar það þegar ákveðið er að taka lán með 10% breytilegum vöxtum en þá verður mánaðarleg greiðsla kr. 475.662 og í lok lánstíma er búið að greiða kr. 228.317.606. Til að bæta gráu ofan á svart þarf viðkomandi að standast greiðslumat og Seðlabankinn segir að hámark mánaðarlegrar greiðslubyrðar megi vera 35% af mánaðarlegum ráðstöfunartekjum. Til að geta greitt 412.804 í afborgun og vexti þurfa ráðstöfunartekjur að vera 1.179.440 en þó er heimild veitt til þeirra sem eru að kaupa sína fyrstu fasteign að hámark greiðslubyrðar má vera 40% þannig að ráðstöfunartekjur mega vera 1.032.010. Ráðstöfunartekjur eru laun að frádregnum sköttum og því þurfa þeir sem ætla að kaupa 70 milljón króna íbúð að vera með tekjur uppá 1,8 milljónir á mánuði en ef sambýlisfók ætlar að kaupa sömu íbúð þarf að vera með mánaðartekjur uppá 800 þús. hvort um sig. Vaxtastigið sjálft er mikill þröskuldur. 8,55% ársvextir af 56 milljóna láni eru 4.760.000, og 10% vextir eru 5,6 milljónir. Nú er það samt þannig að vextir lækka eftir því sem meira er greitt af láninu þannig að greiðslubyrðin lækkar eftir því sem á líður. En ef við skoðum tölurnar hér að ofan þá sést að það kostar 142.145.908 kr. að endurgreiða 56 milljóna lánið með 8,55% vöxtunum og 172.317.606 að endurgreiða 10% vaxtalánið. En hver er lausnin. Jú í raun er hún einföld. Landsbankinn sem ríkisbanki á að taka sig til og gera sérstaka lánalínu sem er fyrir þá sem eru að kaupa sér íbúð. Hægt er að setja alls konar skilmála á þessa línu eins og kaupandi verði að hafa lögheimili í viðkomandi íbúð og einungis er lánað til einnar íbúðar í einu í þessu kerfi. Þarna mætti hugsa sér að vextir yrðu á pari við vexti þeirra landa sem við miðum okkur gjarna við. Þannig væru t.d. 3,5% vextir af lánum í þessu kerfi. Ársvextir af 56 milljóna láninu sem við notuðum hér að ofan yrðu þannig 1.960.000 eða um þrem milljónum lægri en eru í dag og fyrsta afborgun yrði um 300.000 krónur. Líklega myndi þetta tákna minni hagnað bankanna og um leið lægri arðgreiðslum til eigandanna en að mínu mati yrði svona aðgerð til þess að gera fleiri fjölskyldum mögulegt að koma sér þaki yfir höfuðið. Nýjasta lækkun stýrivaxta er af hinu góða en betur má ef duga skal. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins og stjórnarmaður í VR.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun