Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar 19. nóvember 2025 07:17 Íbúar Reykjavíkur eru margskonar og hefur fólk sest hér að í um 1150 ár. Síðustu aldir hefur mannflóran dafnað og er þessi gróðurstaður okkar orðinn fallegur, fjölbreytilegur og til fyrirmyndar á margan hátt. Á borgarstjórnarfundi 18. nóvember sl. var samþykkt að drög að nýrri fjölmenningarstefnu Reykjavíkurborgar yrðu sett í samráðsgátt og er það heldur betur fagnaðarefni. Reykjavíkurborg gegnir mörgum hlutverkum. Hún er ekki bara stærsti atvinnurekandi landsins, heldur er hún þjónustuveitandi, samstarfsaðili og verkkaupi. Reykjavíkurborg er þar að auki stjórnvald. Það er því mikilvægt að borgin sé leiðandi í stefnumótun um fjölmenningu því það er í dag sem við leggjum línurnar fyrir framtíðina og slík stefnumótun endurspeglar því ekki bara hver við erum sem borg heldur einnig hvernig við viljum vera. Þarfar uppfærslur til að mæta sameiginlegri framtíð Í fjölmenningarstefnunni sem borgarstjórn samþykkti einróma að senda í samráðsgátt til umsagnar stendur eftirfarandi: „Reykjavík er eflandi, sjálfbært og fjölbreytt borgarsamfélag sem hvetur til virkrar þátttöku, tryggir öryggi og stuðlar að vellíðan allra. Til að ýta undir jákvæða þróun í nútímalegu samfélagi þarf að samþykkja og fagna fjölbreytileika þess.” Þetta er kjarni málsins. Því við erum bæði lánsöm að búa í einni af bestu borgum heims og búa við þess háttar lýðræði sem stuðlar að þátttöku borgarbúa í mótun og útfærslu á stefnum sem lagðar eru til grundvallar þess samfélags sem við búum í. Það er því mikilvægt að fjölmenning sé samofin allri starfsemi og öllum hlutverkum borgarinnar - en sé ekki bara viðbót sem bætt er við eftirá. En þessi nálgun einkennir einmitt fjölmenningarstefnuna. Hvernig? Við viljum öll sem íbúar Reykjavíkur getað vaxið og dafnað sem borgarar. Til þess að tryggja það þurfum við að efla aðgengi í breiðari skilningi, bæði innan borgarkerfisins og í umhverfi borgarinnar í heild. Við þurfum að setja okkur sterk og raunhæf markmið, sækja samráð og fylgja eftir. Inngildandi nálgun hefur náð fótfestu á Íslandi og við erum enn að átta okkur á hvað felst í henni og hvaða hlutverk við sem einstaklingar og sem heild höfum í að tryggja að við öll upplifum okkur örugg, að okkur líði vel og að við upplifum að við séum hluti af heildinni. Inngilding er okkur ekki svo framandi hugtak. Margt sem í því felst hafa íbúar borgarinnar haft að venju síðan fyrstu innflytjendur settust hér að. Þar var í hávegum höfð virðing fyrir fjölbreytileika, persónuleg ábyrgð, jafnræði og samfélagsleg samheldni, og þau samræmast þeim siðfræðilegu gildum og hefðum sem geta auðveldlega tekið á móti öllum sem vilja tilheyra án útilokunar. Hér ber að nefna að inngilding felur í sér ábyrgð beggja - eða allra aðila - þetta snýst um það hvernig við mætum hvert öðru og hvernig við komum til móts við hvort annað. Hver á að gera það? Erum það við? Nú þegar er unnið gott starf innan Reykjavíkurborgar og mun þessi stefna að loknu samráði styrkja það starf og setja okkur markmið til framtíðar sem endurspegla virðingu og hvetja íbúa til þátttöku, til þess að gera borgina okkar enn meira lifandi. En við höfum öll hlutverki að gegna ef okkur á að takast að gera framtíðina enn bjartari. Ég hvet alla borgarbúa, fyrirtæki og samtök að skoða samráðsgátt Reykjavíkurborgar almennt. Hann er að finna á slóðinni https://samradsvefur.is/og þegar fjölmenningarstefnan verður aðgengileg þar vonast ég til að sem flest nýti tækifærið til að hafa áhrif með að rýna í stefnuna og veita umsögn. Höfundur er fyrsti varaborgarfulltrúi Pírata Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oktavía Hrund Jónsdóttir Mest lesið Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Íbúar Reykjavíkur eru margskonar og hefur fólk sest hér að í um 1150 ár. Síðustu aldir hefur mannflóran dafnað og er þessi gróðurstaður okkar orðinn fallegur, fjölbreytilegur og til fyrirmyndar á margan hátt. Á borgarstjórnarfundi 18. nóvember sl. var samþykkt að drög að nýrri fjölmenningarstefnu Reykjavíkurborgar yrðu sett í samráðsgátt og er það heldur betur fagnaðarefni. Reykjavíkurborg gegnir mörgum hlutverkum. Hún er ekki bara stærsti atvinnurekandi landsins, heldur er hún þjónustuveitandi, samstarfsaðili og verkkaupi. Reykjavíkurborg er þar að auki stjórnvald. Það er því mikilvægt að borgin sé leiðandi í stefnumótun um fjölmenningu því það er í dag sem við leggjum línurnar fyrir framtíðina og slík stefnumótun endurspeglar því ekki bara hver við erum sem borg heldur einnig hvernig við viljum vera. Þarfar uppfærslur til að mæta sameiginlegri framtíð Í fjölmenningarstefnunni sem borgarstjórn samþykkti einróma að senda í samráðsgátt til umsagnar stendur eftirfarandi: „Reykjavík er eflandi, sjálfbært og fjölbreytt borgarsamfélag sem hvetur til virkrar þátttöku, tryggir öryggi og stuðlar að vellíðan allra. Til að ýta undir jákvæða þróun í nútímalegu samfélagi þarf að samþykkja og fagna fjölbreytileika þess.” Þetta er kjarni málsins. Því við erum bæði lánsöm að búa í einni af bestu borgum heims og búa við þess háttar lýðræði sem stuðlar að þátttöku borgarbúa í mótun og útfærslu á stefnum sem lagðar eru til grundvallar þess samfélags sem við búum í. Það er því mikilvægt að fjölmenning sé samofin allri starfsemi og öllum hlutverkum borgarinnar - en sé ekki bara viðbót sem bætt er við eftirá. En þessi nálgun einkennir einmitt fjölmenningarstefnuna. Hvernig? Við viljum öll sem íbúar Reykjavíkur getað vaxið og dafnað sem borgarar. Til þess að tryggja það þurfum við að efla aðgengi í breiðari skilningi, bæði innan borgarkerfisins og í umhverfi borgarinnar í heild. Við þurfum að setja okkur sterk og raunhæf markmið, sækja samráð og fylgja eftir. Inngildandi nálgun hefur náð fótfestu á Íslandi og við erum enn að átta okkur á hvað felst í henni og hvaða hlutverk við sem einstaklingar og sem heild höfum í að tryggja að við öll upplifum okkur örugg, að okkur líði vel og að við upplifum að við séum hluti af heildinni. Inngilding er okkur ekki svo framandi hugtak. Margt sem í því felst hafa íbúar borgarinnar haft að venju síðan fyrstu innflytjendur settust hér að. Þar var í hávegum höfð virðing fyrir fjölbreytileika, persónuleg ábyrgð, jafnræði og samfélagsleg samheldni, og þau samræmast þeim siðfræðilegu gildum og hefðum sem geta auðveldlega tekið á móti öllum sem vilja tilheyra án útilokunar. Hér ber að nefna að inngilding felur í sér ábyrgð beggja - eða allra aðila - þetta snýst um það hvernig við mætum hvert öðru og hvernig við komum til móts við hvort annað. Hver á að gera það? Erum það við? Nú þegar er unnið gott starf innan Reykjavíkurborgar og mun þessi stefna að loknu samráði styrkja það starf og setja okkur markmið til framtíðar sem endurspegla virðingu og hvetja íbúa til þátttöku, til þess að gera borgina okkar enn meira lifandi. En við höfum öll hlutverki að gegna ef okkur á að takast að gera framtíðina enn bjartari. Ég hvet alla borgarbúa, fyrirtæki og samtök að skoða samráðsgátt Reykjavíkurborgar almennt. Hann er að finna á slóðinni https://samradsvefur.is/og þegar fjölmenningarstefnan verður aðgengileg þar vonast ég til að sem flest nýti tækifærið til að hafa áhrif með að rýna í stefnuna og veita umsögn. Höfundur er fyrsti varaborgarfulltrúi Pírata
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun