Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Kjartan Kjartansson skrifar 20. nóvember 2025 08:02 Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, tekur í höndina á Antonio Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, á COP30 í Brasilíu í vikunni. Sameinuðu þjóðirnar Markmið íslenskra stjórnvalda um samdrátt í losun er krefjandi en þau reyna að finna jafnvægi á milli raunsæis og metnaðar, að sögn loftslagsráðherra. Samningamenn Íslands á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna hafi farið að heiman með þau skilaboð að krefjast afgerandi samdráttar í losun. COP30-ráðstefnan stendur nú yfir í Belém í Brasilíu. Hún er haldin í skugga minnkandi áherslu þjóða heims á loftslagsvána og beinnar andstöðu Bandaríkjanna við aðgerðir gegn henni. Meirihluti aðildarríkja skilaði ekki uppfærðum losunarmarkmiðum á tilsettum tíma, þar á meðal Íslands, og Bandaríkin senda ekki neina leiðtoga á ráðstefnuna. Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur tekið þátt í ráðstefnunni í vikunni en er á heimleið í dag. Hann sagði í viðtali við Vísi áður en hann hélt út að þrátt fyrir allt væri tilefni til bjartsýni á fundinum. Þar ræddi hann einnig stöðu loftslagsmála á Íslandi. Vonarglæta þrátt fyrir fjarveru stærstu losendanna Þótt Bandaríkin tækju ekki formlega þátt í fundinum sendi ríkisstjórn Kaliforníu fulltrúa til Brasilíu með þau skilaboð að ekkert stöðvaði vegferð þeirra að minni losun gróðurhúsalofttegunda þrátt fyrir afstöðu alríkisstjórnarinnar. Kína sendi heldur ekki leiðtoga á fundinn en þær ætti alger bylting sér stað í fjárfestingu í endurnýjanlegum orkugjöfum. Teikn væru á lofti um að kolefnislosun í Kína nái jafnvel hámarki í ár og fari lækkandi á næstu árum. „Það eru svona vonarglætur. Mínir samningamenn fengu mjög afgerandi skilaboð um að beita sér af alefli fyrir hraðari samdrætti,“ sagði Jóhann Páll. Fulltrúar Íslands legðu áherslu á tilvistarógnir eins og mögulegt hrun veltihringrásar Atlantshafsins (AMOC) sem ógnaði lífsskilyrðum á Íslandi, ekki í fjarlægri framtíð heldur jafnvel á líftíma núverandi kynslóða. „Þannig að við erum ekki einhverju skjóli fyrir loftslagsbreytingum hér á Íslandi. Þá er það okkar skylda og okkar hlutverk að beita okkur af afefli fyrir því að heimsbyggðin öll taki stærri skref.“ Geti horft framan í börnin og barnabörnin Ísland stefnir að 41 prósents samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2030. Stjórnvöld þurftu reyndar að leiðrétta markmiðið við Parísarsamninginn í haust eftir að í ljós kom að þau höfðu um árabil vísað ranglega til markmiðs Evrópusambandsins sem sín eigin fyrir misskilning. Framreikningar Umhverfis- og orkustofnunar hafa ítrekað bent til þess að íslensk stjórnvöld nái ekki þessu markmiði fyrir lok áratugarins. Í mars skiluðu stjórnvöld inn upplýsingum til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) þar sem gert var ráð fyrir að núverandi aðgerðir stjórnvalda gætu leitt til 27 prósenta samdráttar. Jóhann Páll segir markmiðið krefjandi og það kalli á stöðugt átak stjórnvalda á næstu árum. Tölurnar líti betur út eftir að Umhverfis- og orkustofnun lagði mat á væntan ávinning nýrra aðgerða og forgangsmála ríkisstjórnarinnar. Samdrátturinn gæti þá slagað upp í þrjátíu prósent á tímabilinu. „Við höfum svona verið að reyna að ná ákveðnu jafnvægi á milli þess að halda jarðtengingunni og vera raunsæ og hins vegar að setja okkur krefjandi markmið þannig að við getum horft stolt framan í börnin okkar og barnabörn,“ segir ráðherrann. Trúir á hraðari orkuskipti Ríkisstjórnin hefur lagt áherslu á færri en stærri aðgerðir í loftslagsmálum sem sé fylgt fast eftir innan stjórnkerfisins. Jóhann Páll segist hafa tröllatrú á þessari aðferðafræði. Ný loftslagslög sem eru í smíðum eigi meðal annars að gera verkaskiptingu skýrari innan stjórnsýslunnar. Þó að núverandi losunartölur líti illa út sjáist nú þegar árangur af orkuskiptum í vegasamgöngum. Ráðherrann er sannfærður um að árangur eigi eftir að nást í þungaflutningum og bílaleigubílum sem hraði orkuskiptum í samgöngum á næstu árum. Jóhann Páll í pontu á COP30 í Belém í Brasilíu.Aðsend „Ég hef mjög mikla trú á að við getum hraðað orkuskiptum í samgöngum og gerum ráð fyrir að, bæði með aukinni rafbílavæðingu, með því að virkja bílaleigufyrirtækin og ferðaþjónustuna og með íblöndunarkröfum sem verða frekar almennar, að við getum náð hraðar niður losun í samgöngum en áður hefur verið gert ráð fyrir,“ segir hann og boðar frumvarp um íblöndun eldsneytis í vor. Ekki einkamál bílaleiganna Bílaleigurnar hafa verið tregar til að fjárfesta í rafbílum og fulltrúar þeirra halda því meðal annars fram að erlendir ferðamenn vilji ekki sjá þá. Ráðherrann segist hafa átt jákvæð samskipti við fulltrúa ökutækjaleiga en engin atvinnugrein geti verið stikkfrí. „Þetta er ekki einkamál ferðamanna eða bílaleiganna. Við ætlum ekki að taka þátt í að niðurgreiða í gegnum einhverjar loftslagssektir sóðaskap á vegum,“ segir Jóhann Páll og vísar til þess að stjórnvöld þurfi að greiða fyrir losunarheimildir standist þau ekki skuldbindingar um samdrátt í losun. Bílaleigur hafa haldið því fram að engin eftirspurn sé hjá erlendum ferðamönnum eftir rafknúnum bílum.Vísir/Vilhelm Hann bendir á að allir flokkar á Alþingi hafi samþykkt að skrifa markmið Íslands um samdrátt í losun frá vegasamgöngum inn í EES-samninginn. Íslensk stjórnvöld séu þannig lagalega bundin af þeim markmiðum. Til þess að greiða fyrir rafbílavæðingu bílaleigubílaflotans hefur Loftslags- og orkusjóður veitt sjö hundruð milljónir króna til uppbyggingar á rafhleðslustöðvum um land allt. „Ekki síst á ferðamannastöðum. Ég treysti því að fyrirtækin komi með okkur í þetta og ég finn alveg á þeim að þau vilji það.“ Jafnvægi milli árangurs og samkeppnishæfni Íslensk stjórnvöld fengu það í gegn frá Evrópusambandinu í tíð fyrri ríkisstjórnar að flugrekendur á Íslandi fengju sérmeðferð vegna hertra losunarkrafna til alþjóðaflugs. Losunarheimildum, sem flugfélögin hafa fengið endurgjaldslaust, verður útrýmt á næsta ári en íslensk stjórnvöld fá að gefa flugfélögunum hluta af sínum heimildum út næsta ár. Við það verður ríkissjóður af tekjum sem gætu numið um þremur milljörðum króna í ár og á næsta ári. Íslensk stjórnvöld sækjast eftir því að framlengja þessa sérlausn umfram næsta ár. Þau hafa byggt kröfur sínar á því að hertu reglurnar hafi hlutfallslega meiri áhrif á flugrekendur á Íslandi þar sem flugleggir héðan til Evrópu séu lengri en gengur og gerist innan álfunnar vegna legu landsins. Jóhann Páll segir að samhliða því að reyna að ná árangri í loftslagsmálum reyni stjórnvöld að tryggja samkeppnishæfni Íslands. „Við þurfum að finna jafnvægi á milli þessara ólíku markmiða. Þetta er vinna sem hefur verið tekin mjög alvarlega í stjórnkerfinu,“ segir ráðherrann. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Loftslagsmál Brasilía Orkuskipti Samgöngur Vistvænir bílar Ferðaþjónusta Bílaleigur Fréttir af flugi Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Fleiri fréttir Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Sjá meira
COP30-ráðstefnan stendur nú yfir í Belém í Brasilíu. Hún er haldin í skugga minnkandi áherslu þjóða heims á loftslagsvána og beinnar andstöðu Bandaríkjanna við aðgerðir gegn henni. Meirihluti aðildarríkja skilaði ekki uppfærðum losunarmarkmiðum á tilsettum tíma, þar á meðal Íslands, og Bandaríkin senda ekki neina leiðtoga á ráðstefnuna. Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur tekið þátt í ráðstefnunni í vikunni en er á heimleið í dag. Hann sagði í viðtali við Vísi áður en hann hélt út að þrátt fyrir allt væri tilefni til bjartsýni á fundinum. Þar ræddi hann einnig stöðu loftslagsmála á Íslandi. Vonarglæta þrátt fyrir fjarveru stærstu losendanna Þótt Bandaríkin tækju ekki formlega þátt í fundinum sendi ríkisstjórn Kaliforníu fulltrúa til Brasilíu með þau skilaboð að ekkert stöðvaði vegferð þeirra að minni losun gróðurhúsalofttegunda þrátt fyrir afstöðu alríkisstjórnarinnar. Kína sendi heldur ekki leiðtoga á fundinn en þær ætti alger bylting sér stað í fjárfestingu í endurnýjanlegum orkugjöfum. Teikn væru á lofti um að kolefnislosun í Kína nái jafnvel hámarki í ár og fari lækkandi á næstu árum. „Það eru svona vonarglætur. Mínir samningamenn fengu mjög afgerandi skilaboð um að beita sér af alefli fyrir hraðari samdrætti,“ sagði Jóhann Páll. Fulltrúar Íslands legðu áherslu á tilvistarógnir eins og mögulegt hrun veltihringrásar Atlantshafsins (AMOC) sem ógnaði lífsskilyrðum á Íslandi, ekki í fjarlægri framtíð heldur jafnvel á líftíma núverandi kynslóða. „Þannig að við erum ekki einhverju skjóli fyrir loftslagsbreytingum hér á Íslandi. Þá er það okkar skylda og okkar hlutverk að beita okkur af afefli fyrir því að heimsbyggðin öll taki stærri skref.“ Geti horft framan í börnin og barnabörnin Ísland stefnir að 41 prósents samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2030. Stjórnvöld þurftu reyndar að leiðrétta markmiðið við Parísarsamninginn í haust eftir að í ljós kom að þau höfðu um árabil vísað ranglega til markmiðs Evrópusambandsins sem sín eigin fyrir misskilning. Framreikningar Umhverfis- og orkustofnunar hafa ítrekað bent til þess að íslensk stjórnvöld nái ekki þessu markmiði fyrir lok áratugarins. Í mars skiluðu stjórnvöld inn upplýsingum til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) þar sem gert var ráð fyrir að núverandi aðgerðir stjórnvalda gætu leitt til 27 prósenta samdráttar. Jóhann Páll segir markmiðið krefjandi og það kalli á stöðugt átak stjórnvalda á næstu árum. Tölurnar líti betur út eftir að Umhverfis- og orkustofnun lagði mat á væntan ávinning nýrra aðgerða og forgangsmála ríkisstjórnarinnar. Samdrátturinn gæti þá slagað upp í þrjátíu prósent á tímabilinu. „Við höfum svona verið að reyna að ná ákveðnu jafnvægi á milli þess að halda jarðtengingunni og vera raunsæ og hins vegar að setja okkur krefjandi markmið þannig að við getum horft stolt framan í börnin okkar og barnabörn,“ segir ráðherrann. Trúir á hraðari orkuskipti Ríkisstjórnin hefur lagt áherslu á færri en stærri aðgerðir í loftslagsmálum sem sé fylgt fast eftir innan stjórnkerfisins. Jóhann Páll segist hafa tröllatrú á þessari aðferðafræði. Ný loftslagslög sem eru í smíðum eigi meðal annars að gera verkaskiptingu skýrari innan stjórnsýslunnar. Þó að núverandi losunartölur líti illa út sjáist nú þegar árangur af orkuskiptum í vegasamgöngum. Ráðherrann er sannfærður um að árangur eigi eftir að nást í þungaflutningum og bílaleigubílum sem hraði orkuskiptum í samgöngum á næstu árum. Jóhann Páll í pontu á COP30 í Belém í Brasilíu.Aðsend „Ég hef mjög mikla trú á að við getum hraðað orkuskiptum í samgöngum og gerum ráð fyrir að, bæði með aukinni rafbílavæðingu, með því að virkja bílaleigufyrirtækin og ferðaþjónustuna og með íblöndunarkröfum sem verða frekar almennar, að við getum náð hraðar niður losun í samgöngum en áður hefur verið gert ráð fyrir,“ segir hann og boðar frumvarp um íblöndun eldsneytis í vor. Ekki einkamál bílaleiganna Bílaleigurnar hafa verið tregar til að fjárfesta í rafbílum og fulltrúar þeirra halda því meðal annars fram að erlendir ferðamenn vilji ekki sjá þá. Ráðherrann segist hafa átt jákvæð samskipti við fulltrúa ökutækjaleiga en engin atvinnugrein geti verið stikkfrí. „Þetta er ekki einkamál ferðamanna eða bílaleiganna. Við ætlum ekki að taka þátt í að niðurgreiða í gegnum einhverjar loftslagssektir sóðaskap á vegum,“ segir Jóhann Páll og vísar til þess að stjórnvöld þurfi að greiða fyrir losunarheimildir standist þau ekki skuldbindingar um samdrátt í losun. Bílaleigur hafa haldið því fram að engin eftirspurn sé hjá erlendum ferðamönnum eftir rafknúnum bílum.Vísir/Vilhelm Hann bendir á að allir flokkar á Alþingi hafi samþykkt að skrifa markmið Íslands um samdrátt í losun frá vegasamgöngum inn í EES-samninginn. Íslensk stjórnvöld séu þannig lagalega bundin af þeim markmiðum. Til þess að greiða fyrir rafbílavæðingu bílaleigubílaflotans hefur Loftslags- og orkusjóður veitt sjö hundruð milljónir króna til uppbyggingar á rafhleðslustöðvum um land allt. „Ekki síst á ferðamannastöðum. Ég treysti því að fyrirtækin komi með okkur í þetta og ég finn alveg á þeim að þau vilji það.“ Jafnvægi milli árangurs og samkeppnishæfni Íslensk stjórnvöld fengu það í gegn frá Evrópusambandinu í tíð fyrri ríkisstjórnar að flugrekendur á Íslandi fengju sérmeðferð vegna hertra losunarkrafna til alþjóðaflugs. Losunarheimildum, sem flugfélögin hafa fengið endurgjaldslaust, verður útrýmt á næsta ári en íslensk stjórnvöld fá að gefa flugfélögunum hluta af sínum heimildum út næsta ár. Við það verður ríkissjóður af tekjum sem gætu numið um þremur milljörðum króna í ár og á næsta ári. Íslensk stjórnvöld sækjast eftir því að framlengja þessa sérlausn umfram næsta ár. Þau hafa byggt kröfur sínar á því að hertu reglurnar hafi hlutfallslega meiri áhrif á flugrekendur á Íslandi þar sem flugleggir héðan til Evrópu séu lengri en gengur og gerist innan álfunnar vegna legu landsins. Jóhann Páll segir að samhliða því að reyna að ná árangri í loftslagsmálum reyni stjórnvöld að tryggja samkeppnishæfni Íslands. „Við þurfum að finna jafnvægi á milli þessara ólíku markmiða. Þetta er vinna sem hefur verið tekin mjög alvarlega í stjórnkerfinu,“ segir ráðherrann.
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Loftslagsmál Brasilía Orkuskipti Samgöngur Vistvænir bílar Ferðaþjónusta Bílaleigur Fréttir af flugi Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Fleiri fréttir Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Sjá meira