Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Smári Jökull Jónsson skrifar 13. nóvember 2025 22:23 Margrét Rós Sigurjónsdóttir móðir þriggja barna í Laugarneshverfi sem tók að sér gangbrautargæslu eftir að keyrt var á hóp barna við Reykjaveg. Vísir/Bjarni Foreldrar í Laugarnesskóla hafa tekið umferðaröryggismál í eigin hendur og mannað gæslu við gangbraut á Reykjavegi þar sem í tvígang hefur verið ekið á börn á leið frá skóla síðasta mánuðinn. Foreldri við skólann segir þær úrbætur sem hafa verið gerðar ekki nógu góðar. Tvö atvik hafa komið upp á innan við mánuði þar sem ekið er á börn á gangbraut við gatnamót Kirkjuteigs og Reykjavegar. Seinna atvikið kom upp í vikunni og í kjölfarið hafa foreldrar í hverfinu gagnrýnt Reykjavíkurborg og óskað eftir tafarlausum viðbrögðum. Klippa: Taka málin í eigin hendur Deildarstjóri samgangna hjá Reykjavíkurborg sagði í gær að úrbætur hafi verið gerðar en sólin valdi slysahættu. Foreldrar í Laugarnesskóla hafa nú tekið málin í eigin hendur og sinna gæslu við gatnamótin bæði á morgnanna og eftir hádegi. „Það eru náttúrulega þessi tvö slys þar sem hefur verið keyrt á þrjú börn á síðustu vikum en það eru ekki bara slysin, þetta er alltaf að gerst svona og við höfum gert þetta áður og erum alltaf að vonast eftir alvöru úrbótum frá Reykjavíkurborg en þær úrbætur sem hefur verið farið í eru ekki nógu góður,“ sagði Margrét Rós Sigurjónsdóttir sem sinnti gæslu við gatnamótin þegar börn voru á leið heim úr skóla. „Þeir hægja á sér og horfa í kringum sig“ Margrét segir ökumenn hægja á sér þegar þeir sjái fullorðið fólk í vesti við gangbrautina. „Ég bý hérna í götunni og labba mjög oft yfir og er ekki alltaf í vesti. Það er munur, þeir hægja á sér og horfa í kringum sig. Ég vona að þetta hafi áhrif þannig að þeir keyri hægar næst þó við séum ekki hérna.“ Þó úrbóta sér þörf við gatnamótin sé ábyrgðin ökumanna. „Við viljum ekki vera í samfélagi þar sem okkur finnst það allt í lagi að keyra svolítið hratt og horfa ekki svo mikið í kringum okkur eða vera í símanum og láta gangandi vegfarendur og hjólandi borga brúsann. Það gengur ekki.“ Og það er augljóst að Margrét tekur hlutverk sitt í gæslunni alvarlega því í miðju viðtali þaut hún af stað til að aðstoða barn sem þurfti að komast yfir götuna. „Þau dýrka að hafa einhvern sem hjálpar þeim yfir götuna og ökumenn brosa til manns og eru glaðir. Þau eru náttúrulega börn og eru ekki alltaf að fylgja öllum reglum og stoppa til hægri eða vinstri og allt það.“ „Eitthvað þarf að gerast og mér finnst að þau eigi að gera þetta strax“ Hún segir börnin meðvituð um stöðuna, bæði sé búið að tala um slysin í skólanum og heima fyrir. „Þau labba hérna það oft og við viljum ekki að krakkar sem þurfi að labba séu hrædd eða smeyka að fara um hverfið sitt. Fyrst á eftir þá eru þau að segja manni að þau séu glöð að einhver sé að hjálpa þeim þar sem þau séu hrædd en það fjarar fljótt út sem betur fer.“ Á næstu mánuðum verður Skólaþorpið við Laugardalsvöll tekið í notkun sem þýðir aukna umferð um gatnamótin. Margrét segir að úrbóta sé þörf strax og Reykjavíkurborg sýni ábyrgðarleysi í málinu. „Eitthvað þarf að gerast og mér finnst að þau eigi að gera þetta strax. Þegar þetta skólaþorp opnast þá mun umferð af börnum aukast til muna, oft á dag á mismunandi tíma. Það er auðvitað hér að skólinn er hér og íþróttastarfið hér [hinu megin við götuna], það eru engin undirgöng og það eru engin gönguljós.“ Samgönguslys Reykjavík Lögreglumál Skóla- og menntamál Umferðaröryggi Grunnskólar Slysavarnir Börn og uppeldi Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Sjá meira
Tvö atvik hafa komið upp á innan við mánuði þar sem ekið er á börn á gangbraut við gatnamót Kirkjuteigs og Reykjavegar. Seinna atvikið kom upp í vikunni og í kjölfarið hafa foreldrar í hverfinu gagnrýnt Reykjavíkurborg og óskað eftir tafarlausum viðbrögðum. Klippa: Taka málin í eigin hendur Deildarstjóri samgangna hjá Reykjavíkurborg sagði í gær að úrbætur hafi verið gerðar en sólin valdi slysahættu. Foreldrar í Laugarnesskóla hafa nú tekið málin í eigin hendur og sinna gæslu við gatnamótin bæði á morgnanna og eftir hádegi. „Það eru náttúrulega þessi tvö slys þar sem hefur verið keyrt á þrjú börn á síðustu vikum en það eru ekki bara slysin, þetta er alltaf að gerst svona og við höfum gert þetta áður og erum alltaf að vonast eftir alvöru úrbótum frá Reykjavíkurborg en þær úrbætur sem hefur verið farið í eru ekki nógu góður,“ sagði Margrét Rós Sigurjónsdóttir sem sinnti gæslu við gatnamótin þegar börn voru á leið heim úr skóla. „Þeir hægja á sér og horfa í kringum sig“ Margrét segir ökumenn hægja á sér þegar þeir sjái fullorðið fólk í vesti við gangbrautina. „Ég bý hérna í götunni og labba mjög oft yfir og er ekki alltaf í vesti. Það er munur, þeir hægja á sér og horfa í kringum sig. Ég vona að þetta hafi áhrif þannig að þeir keyri hægar næst þó við séum ekki hérna.“ Þó úrbóta sér þörf við gatnamótin sé ábyrgðin ökumanna. „Við viljum ekki vera í samfélagi þar sem okkur finnst það allt í lagi að keyra svolítið hratt og horfa ekki svo mikið í kringum okkur eða vera í símanum og láta gangandi vegfarendur og hjólandi borga brúsann. Það gengur ekki.“ Og það er augljóst að Margrét tekur hlutverk sitt í gæslunni alvarlega því í miðju viðtali þaut hún af stað til að aðstoða barn sem þurfti að komast yfir götuna. „Þau dýrka að hafa einhvern sem hjálpar þeim yfir götuna og ökumenn brosa til manns og eru glaðir. Þau eru náttúrulega börn og eru ekki alltaf að fylgja öllum reglum og stoppa til hægri eða vinstri og allt það.“ „Eitthvað þarf að gerast og mér finnst að þau eigi að gera þetta strax“ Hún segir börnin meðvituð um stöðuna, bæði sé búið að tala um slysin í skólanum og heima fyrir. „Þau labba hérna það oft og við viljum ekki að krakkar sem þurfi að labba séu hrædd eða smeyka að fara um hverfið sitt. Fyrst á eftir þá eru þau að segja manni að þau séu glöð að einhver sé að hjálpa þeim þar sem þau séu hrædd en það fjarar fljótt út sem betur fer.“ Á næstu mánuðum verður Skólaþorpið við Laugardalsvöll tekið í notkun sem þýðir aukna umferð um gatnamótin. Margrét segir að úrbóta sé þörf strax og Reykjavíkurborg sýni ábyrgðarleysi í málinu. „Eitthvað þarf að gerast og mér finnst að þau eigi að gera þetta strax. Þegar þetta skólaþorp opnast þá mun umferð af börnum aukast til muna, oft á dag á mismunandi tíma. Það er auðvitað hér að skólinn er hér og íþróttastarfið hér [hinu megin við götuna], það eru engin undirgöng og það eru engin gönguljós.“
Samgönguslys Reykjavík Lögreglumál Skóla- og menntamál Umferðaröryggi Grunnskólar Slysavarnir Börn og uppeldi Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Sjá meira