Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar 12. nóvember 2025 14:33 Síðastliðið mánudagskvöld ákvað ég að gerast svo frægur að horfa á úrslitakvöld Skrekks. Fyrir þau sem ekki vita er Skrekkur hæfileikakeppni grunnskóla í Reykjavík, haldin á vegum Reykjavíkurborgar síðan 1990. Mörg hundruð ungmenni í 24 skólum Reykjavíkurborgar með unglingadeild taka þátt. Úrslitakeppnin var í beinni útsendingu á RÚV. Þessi keppni er afar merkileg fyrir margra hluta sakir. Hún hefur nú gengið í 35 ár, og verður bara vinsælli með hverju árinu. Það þarf ekki að deila um það að svona keppni hefur gríðarlega góð áhrif á forvarnarstarf í hverfum, því að þarna geta öll börn tjáð sig - líka þau sem eiga erfitt með bóklegt nám. Andinn á hátíðinni virtist virkilega góður, og þar voru öll að fagna með - sama hvaða skóla þau voru í. Allir dönsuðu með baksviðs og enginn rýgur milli skóla, eins og börnin sögðu sjálf. Þarna voru allskonar börn, börn með fatlanir, börn með dökkan húðlit, börn af erlendum uppruna - eflaust einhver sem eiga foreldra í Miðflokknum og önnur í Samfylkingunni. En öll stóðu þau saman og fyrir vikið má búast við að upplifunin verði margfalt betri. Gullmolar fyrir stjórnmálafólk (og alla aðra)! En það sem er eflaust markverðast við þessa keppni er tjáningin. Hvert atriði er gullmoli, sín eigin saga. Þarna sjást skoðanir barna best, án nokkura atbeina fullorðina einstaklinga. Enginn getur haft áhrif nema börnin sjálf. Í reglum Skrekks segir nefnilega: ,,Hugmynd að atriði verður að koma frá grunnskólanemendum en ekki frá utanaðkomandi aðila. Atriðin eiga að vera unnin af nemendum frá hugmynd til sviðsetningar. Hlutverk fullorðinna er að vera til halds og trausts fyrir hópinn og leiðbeina í gegnum ferlið.’’ Fjölbreytileikinn réði svoleiðis ríkjum. Viðfangsefnin voru mörg mjög þung: stress og kvíði, málefni trans einstaklinga, málefni náttúrunar og útrýmingarhætta dýra, áróður, og drykkjuskapur. En þau voru einnig mörg á léttari nótunum, meðal annars gátu áhorfendur bæði skyggst inn í sirkus og fest sig inn í tölvuleik. Þá er ég ekki búinn að telja upp allt sem að kom fram - enda voru undanúrslitin þrjú. Þrátt fyrir athyglina og áróður utan úr heimi - var ekki að sjá svo mikið sem dropa af skrekk í þessum börnum. Ég held að það væri gott fyrir stjórnmálamenn, sem að telja sig vinna að málefnum barna, að horfa á keppnina og sjá heiminn frá sjónarhóli þeirra. Þarna fer peningurinn alls ekki í vaskinn, og ánægjan sem skein úr andliti krakkanna var svoleiðis að maður táraðist. Það þarf ekki allt að vera vottað af ÍSÍ! Það mikilvæga í þessu líka er að það þarf ekki alltaf að vera íþrótt staðfest af ÍSÍ, sem kostar hundruði þúsunda króna, til þess að það sé gaman - og það má gerast innan skóla. Það eflir bekkjar- og skólabrag, skapar samvinnu og samkennd, sem nýtist líka í námi. Ég veit að eflaust eru ekki svona keppnir á áhugalista allra - en þá er gott að hafa einnig mörg önnur spennandi verkefni í boði - s.s. spurningakeppnir og tónlistarkeppnir. Nú er lag! Margar sambærilegar keppnir og Skrekkur hafa verið stofnaðar út á landi. Fiðringurinn er hæfileikakeppni á Norðurlandi Eystra, og Skjálftinn á Suðurlandi. En enginn slík keppni er t.d. haldinn í Kraganum. Nú er lag fyrir sveitarstjórnir Hafnarfjarðar, Garðabæjar, Kópavogs, Mosfellsbæjar, og Seltjarnarness, að sigrast á skrekknum og byrja að skipuleggja sameiginlega keppni í anda Skrekks, Fiðringsins, og Skjálftans. Við Reykjavík, Suðurland og Norðurland Eystra vil ég aftur á móti segja: Meira svona! [Upplýsingar um Skrekk eru sóttar af vef MAK, Skjálftans og Reykjavíkurborgar. Einnig var stuðst við útsendingar RÚV í tengslum við Skrekk] Höfundur er nemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Síðastliðið mánudagskvöld ákvað ég að gerast svo frægur að horfa á úrslitakvöld Skrekks. Fyrir þau sem ekki vita er Skrekkur hæfileikakeppni grunnskóla í Reykjavík, haldin á vegum Reykjavíkurborgar síðan 1990. Mörg hundruð ungmenni í 24 skólum Reykjavíkurborgar með unglingadeild taka þátt. Úrslitakeppnin var í beinni útsendingu á RÚV. Þessi keppni er afar merkileg fyrir margra hluta sakir. Hún hefur nú gengið í 35 ár, og verður bara vinsælli með hverju árinu. Það þarf ekki að deila um það að svona keppni hefur gríðarlega góð áhrif á forvarnarstarf í hverfum, því að þarna geta öll börn tjáð sig - líka þau sem eiga erfitt með bóklegt nám. Andinn á hátíðinni virtist virkilega góður, og þar voru öll að fagna með - sama hvaða skóla þau voru í. Allir dönsuðu með baksviðs og enginn rýgur milli skóla, eins og börnin sögðu sjálf. Þarna voru allskonar börn, börn með fatlanir, börn með dökkan húðlit, börn af erlendum uppruna - eflaust einhver sem eiga foreldra í Miðflokknum og önnur í Samfylkingunni. En öll stóðu þau saman og fyrir vikið má búast við að upplifunin verði margfalt betri. Gullmolar fyrir stjórnmálafólk (og alla aðra)! En það sem er eflaust markverðast við þessa keppni er tjáningin. Hvert atriði er gullmoli, sín eigin saga. Þarna sjást skoðanir barna best, án nokkura atbeina fullorðina einstaklinga. Enginn getur haft áhrif nema börnin sjálf. Í reglum Skrekks segir nefnilega: ,,Hugmynd að atriði verður að koma frá grunnskólanemendum en ekki frá utanaðkomandi aðila. Atriðin eiga að vera unnin af nemendum frá hugmynd til sviðsetningar. Hlutverk fullorðinna er að vera til halds og trausts fyrir hópinn og leiðbeina í gegnum ferlið.’’ Fjölbreytileikinn réði svoleiðis ríkjum. Viðfangsefnin voru mörg mjög þung: stress og kvíði, málefni trans einstaklinga, málefni náttúrunar og útrýmingarhætta dýra, áróður, og drykkjuskapur. En þau voru einnig mörg á léttari nótunum, meðal annars gátu áhorfendur bæði skyggst inn í sirkus og fest sig inn í tölvuleik. Þá er ég ekki búinn að telja upp allt sem að kom fram - enda voru undanúrslitin þrjú. Þrátt fyrir athyglina og áróður utan úr heimi - var ekki að sjá svo mikið sem dropa af skrekk í þessum börnum. Ég held að það væri gott fyrir stjórnmálamenn, sem að telja sig vinna að málefnum barna, að horfa á keppnina og sjá heiminn frá sjónarhóli þeirra. Þarna fer peningurinn alls ekki í vaskinn, og ánægjan sem skein úr andliti krakkanna var svoleiðis að maður táraðist. Það þarf ekki allt að vera vottað af ÍSÍ! Það mikilvæga í þessu líka er að það þarf ekki alltaf að vera íþrótt staðfest af ÍSÍ, sem kostar hundruði þúsunda króna, til þess að það sé gaman - og það má gerast innan skóla. Það eflir bekkjar- og skólabrag, skapar samvinnu og samkennd, sem nýtist líka í námi. Ég veit að eflaust eru ekki svona keppnir á áhugalista allra - en þá er gott að hafa einnig mörg önnur spennandi verkefni í boði - s.s. spurningakeppnir og tónlistarkeppnir. Nú er lag! Margar sambærilegar keppnir og Skrekkur hafa verið stofnaðar út á landi. Fiðringurinn er hæfileikakeppni á Norðurlandi Eystra, og Skjálftinn á Suðurlandi. En enginn slík keppni er t.d. haldinn í Kraganum. Nú er lag fyrir sveitarstjórnir Hafnarfjarðar, Garðabæjar, Kópavogs, Mosfellsbæjar, og Seltjarnarness, að sigrast á skrekknum og byrja að skipuleggja sameiginlega keppni í anda Skrekks, Fiðringsins, og Skjálftans. Við Reykjavík, Suðurland og Norðurland Eystra vil ég aftur á móti segja: Meira svona! [Upplýsingar um Skrekk eru sóttar af vef MAK, Skjálftans og Reykjavíkurborgar. Einnig var stuðst við útsendingar RÚV í tengslum við Skrekk] Höfundur er nemi.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun