Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Atli Ísleifsson skrifar 10. nóvember 2025 11:11 Alfreð Ásberg Árnason hjá Sambíóunum hvetur alla til að líta við í Álfabakka áður en bíóhúsinu verður lokað. Elísabet Blöndal/Vísir/Vilhelm Síðasta sýning í Sambíóunum Álfabakka verður 31. janúar næstkomandi. Sam-félagið, sem rekur Sambíóin, mun þó halda rekstri kvikmyndahúsanna áfram af fullum krafti bæði í Kringlunni og Egilshöll, sem og á Akureyri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sam-félaginu. Greint var frá því í síðustu viku að símafyrirtækið Nova muni flytja höfuðstöðvar sínar úr Lágmúla í Reykjavík og í Álfabakka þar sem Sambíóin er nú að finna. Samkvæmt samningi Nova við Eignabyggð, sem á húsið, er gert ráð fyrir að Nova fái húsið afhent á fyrri hluta ársins 2027. Í tilkynningunni frá Sam-félaginu segir að með lokun Sambíóanna í Álfabakka í janúar næstkomandi ljúki 43 ára kafla í íslenskri kvikmyndasögu. Reksturinn haldi þó áfram í Kringlunni, Egilshöll og á Akureyri þar sem kvikmyndahúsin hafi verið í stöðugum vexti á undanförnum árum. Haft er eftir Alfreð Ásberg Árnasyni hjá Sambíóunum að það sé auðvitað sárt að kveðja Álfabakka. „En við lítum á þetta sem eðlilega þróun. Bíórekstur hefur breyst mikið á undanförnum árum og við erum einfaldlega að færa starfsemina þar sem hún þjónar viðskiptavinum best,“ segir Alfreð. Misskilningur í fjölmiðlum Haft er eftir Alfreð að það sé miður þegar rangt eða ófullnægjandi sé svarað fyrir hönd Sambíóanna í fjölmiðlum. „Það er mjög slæmt þegar fjölmiðlum er ekki svarað, eða þegar aðrir tala fyrir okkur. Það hefði vel verið hægt að útskýra stöðuna á jákvæðan hátt, hvernig hlutirnir hafa þróast og hver framtíðarsýn okkar er,“ segir hann. „Nú er þetta í annað skiptið sem einhver annar en við sjálf svarar fyrir Álfabakka, fyrst þeir sem keyptu húsið og nú Nova. Við viljum einfaldlega setja hlutina í rétt samhengi,“ segir Alfreð. Miklar áætlanir fyrir faraldurinn Fram kemur að áður en heimsfaraldurinn hafi skollið á fyrri hluta árs 2020 hafi staðið til að taka alla salina í Álfabakka í gegn og hafi verið búið að tryggja fjármagn í það verkefni. Þá hafði þegar verið of mikið framboð af sætum í Reykjavík, sem gerði samkeppnina harða og þrengdi rekstrarskilyrði bíóhúsa. „Við höfðum raunveruleg áform um að endurnýja húsið og halda áfram þar. En eftir faraldurinn breyttist markaðurinn enn frekar, skuldasöfnun jókst og við urðum að taka raunsæja ákvörðun um að einbeita okkur að þeim stöðum sem best þjóna framtíð rekstursins,“ segir Alfreð. Forstjóri Nova sagði í samtali við fréttastofu að félagið muni vera með starfsemi í kjallaranum og á annarri og þriðju hæð hússins. Verslun muni sömuleiðis opna á staðnum.Vísir/Vilhelm Fengu ekki stuðning Í tilkynningunni er bent á að Sambíóin hafi ekki fengið styrk í faraldrinum líkt og margar aðrar listgreinar, þrátt fyrir mikla tekjuskerðingu á þeim tíma. „Við þurftum að standa þetta af okkur á eigin spýtur, en við erum þakklát fyrir að hafa getað haldið starfseminni gangandi og komið sterkari út hinum megin,“ segir Alfreð. Framboð sætisrýma og háar leigur hafa verið áskorun á markaðnum, en Alfreð segir fyrirtækið líta bjartsýnum augum fram á veginn. „Það er mikið af spennandi kvikmyndum á leiðinni frá frábærum leikstjórum og við hlökkum til að taka á móti ykkur í Sambíóunum Kringlunni, Egilshöll og á Akureyri.“ Saga og kveðja Í tilkynningunni er saga Sambíóanna í Álfabakka rakin en það opnaði þann 2. mars 1982 og hafi strax orðið samkomustaður fólks. Á föstudögum hafi jafnan verið uppselt á sýninguna klukkan 21 og eftir bíóið hafi margir farið niður í bæinn á svokallað hallærisplan. „Það var bara hluti af lífsstílnum þá,“ rifjar Alfreð upp. „Pabbi, mamma og fjölskyldan öll höfðu mikið fyrir því að koma Álfabakka á laggirnar á þeim tíma,“ segir Alfreð. „Það var mikil verðbólga, allt dýrt og erfitt að fjármagna verkefnið. Ég vann sjálfur kauplaust fyrstu árin, en það skipti engu máli – við trúðum á þetta. Mamma tók virkan þátt í öllu ferlinu og passaði vel upp á pabba svo hann færi ekki fram úr sér á þessum tíma. Þetta var draumur fjölskyldunnar að byggja upp nútímalegt bíóhús á Íslandi og við gerðum það af ástríðu. Oft kom fyrir að öll fjölskyldan var á vaktinni þegar mikið var að gera, allir tóku þátt, það var bara stemning og samheldni,“ er haft eftir Alfreð. Hann segist líka hafa munað eftir þegar Aliens 2 var tekin til sýninga og að þá hafi liðið yfir nokkra gesti því spennan og hljóðkerfið hafi verið svo öflug. „Og þegar við sýndum Cocktail með Tom Cruise, þá seldist upp daginn áður, en svo skall á óveður og allt varð ófært. Engu að síður mætti fólk, í snjógöllum og sumir meira að segja á vélsleðum. Allir mættu. Þetta sýnir bara hvað Álfabakki hafði sérstakan sess í hjörtum fólks. Það var meira en bara bíó, það var hluti af lífinu,“ segir Alfreð. Hvetur fólk til að kveðja Alfreð hvetur alla kvikmyndaunnendur til að koma í Álfabakka á síðustu mánuðunum fyrir lokun. Í nóvember, desember og janúar verði þar fjölbreytt dagskrá af stórmyndum og fjölskyldumyndum, meðal annars The Running Man, Wicked: For Good, Zootropolis 2, Five Nights at Freddy’s 2, Avatar: Fire and Ash, The SpongeBob Movie: Search for Squarepants og Ella McCay. „Við viljum að fólk komi og kveðji húsið með okkur, njóti þess eins og það hefur alltaf gert. Það verður frábær kvikmyndavetur fram að síðustu sýningu,“ segir Alfreð. Varðandi framleiðina þá segist hann sjá fram á að bætt verði við sölum í Egilshöll og Kringlunni ef eftirspurn eykst. „Það kemur einfaldlega betur út rekstrarlega séð, með minni húsnæðiskostnaði og sterkari markaðsstöðu,“ segir Alfreð. Kvikmyndahús Bíó og sjónvarp Reykjavík Tengdar fréttir Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Símafyrirtækið Nova mun flytja höfuðstöðvar sínar úr Lágmúla í Reykjavík og í Álfabakka þar sem Sambíóin hafa um árabil starfrækt kvikmyndahús. Reiknað er með að kvikmyndahúsinu verði lokað í árslok 2026. 7. nóvember 2025 10:27 Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Bird skellt í lás Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sam-félaginu. Greint var frá því í síðustu viku að símafyrirtækið Nova muni flytja höfuðstöðvar sínar úr Lágmúla í Reykjavík og í Álfabakka þar sem Sambíóin er nú að finna. Samkvæmt samningi Nova við Eignabyggð, sem á húsið, er gert ráð fyrir að Nova fái húsið afhent á fyrri hluta ársins 2027. Í tilkynningunni frá Sam-félaginu segir að með lokun Sambíóanna í Álfabakka í janúar næstkomandi ljúki 43 ára kafla í íslenskri kvikmyndasögu. Reksturinn haldi þó áfram í Kringlunni, Egilshöll og á Akureyri þar sem kvikmyndahúsin hafi verið í stöðugum vexti á undanförnum árum. Haft er eftir Alfreð Ásberg Árnasyni hjá Sambíóunum að það sé auðvitað sárt að kveðja Álfabakka. „En við lítum á þetta sem eðlilega þróun. Bíórekstur hefur breyst mikið á undanförnum árum og við erum einfaldlega að færa starfsemina þar sem hún þjónar viðskiptavinum best,“ segir Alfreð. Misskilningur í fjölmiðlum Haft er eftir Alfreð að það sé miður þegar rangt eða ófullnægjandi sé svarað fyrir hönd Sambíóanna í fjölmiðlum. „Það er mjög slæmt þegar fjölmiðlum er ekki svarað, eða þegar aðrir tala fyrir okkur. Það hefði vel verið hægt að útskýra stöðuna á jákvæðan hátt, hvernig hlutirnir hafa þróast og hver framtíðarsýn okkar er,“ segir hann. „Nú er þetta í annað skiptið sem einhver annar en við sjálf svarar fyrir Álfabakka, fyrst þeir sem keyptu húsið og nú Nova. Við viljum einfaldlega setja hlutina í rétt samhengi,“ segir Alfreð. Miklar áætlanir fyrir faraldurinn Fram kemur að áður en heimsfaraldurinn hafi skollið á fyrri hluta árs 2020 hafi staðið til að taka alla salina í Álfabakka í gegn og hafi verið búið að tryggja fjármagn í það verkefni. Þá hafði þegar verið of mikið framboð af sætum í Reykjavík, sem gerði samkeppnina harða og þrengdi rekstrarskilyrði bíóhúsa. „Við höfðum raunveruleg áform um að endurnýja húsið og halda áfram þar. En eftir faraldurinn breyttist markaðurinn enn frekar, skuldasöfnun jókst og við urðum að taka raunsæja ákvörðun um að einbeita okkur að þeim stöðum sem best þjóna framtíð rekstursins,“ segir Alfreð. Forstjóri Nova sagði í samtali við fréttastofu að félagið muni vera með starfsemi í kjallaranum og á annarri og þriðju hæð hússins. Verslun muni sömuleiðis opna á staðnum.Vísir/Vilhelm Fengu ekki stuðning Í tilkynningunni er bent á að Sambíóin hafi ekki fengið styrk í faraldrinum líkt og margar aðrar listgreinar, þrátt fyrir mikla tekjuskerðingu á þeim tíma. „Við þurftum að standa þetta af okkur á eigin spýtur, en við erum þakklát fyrir að hafa getað haldið starfseminni gangandi og komið sterkari út hinum megin,“ segir Alfreð. Framboð sætisrýma og háar leigur hafa verið áskorun á markaðnum, en Alfreð segir fyrirtækið líta bjartsýnum augum fram á veginn. „Það er mikið af spennandi kvikmyndum á leiðinni frá frábærum leikstjórum og við hlökkum til að taka á móti ykkur í Sambíóunum Kringlunni, Egilshöll og á Akureyri.“ Saga og kveðja Í tilkynningunni er saga Sambíóanna í Álfabakka rakin en það opnaði þann 2. mars 1982 og hafi strax orðið samkomustaður fólks. Á föstudögum hafi jafnan verið uppselt á sýninguna klukkan 21 og eftir bíóið hafi margir farið niður í bæinn á svokallað hallærisplan. „Það var bara hluti af lífsstílnum þá,“ rifjar Alfreð upp. „Pabbi, mamma og fjölskyldan öll höfðu mikið fyrir því að koma Álfabakka á laggirnar á þeim tíma,“ segir Alfreð. „Það var mikil verðbólga, allt dýrt og erfitt að fjármagna verkefnið. Ég vann sjálfur kauplaust fyrstu árin, en það skipti engu máli – við trúðum á þetta. Mamma tók virkan þátt í öllu ferlinu og passaði vel upp á pabba svo hann færi ekki fram úr sér á þessum tíma. Þetta var draumur fjölskyldunnar að byggja upp nútímalegt bíóhús á Íslandi og við gerðum það af ástríðu. Oft kom fyrir að öll fjölskyldan var á vaktinni þegar mikið var að gera, allir tóku þátt, það var bara stemning og samheldni,“ er haft eftir Alfreð. Hann segist líka hafa munað eftir þegar Aliens 2 var tekin til sýninga og að þá hafi liðið yfir nokkra gesti því spennan og hljóðkerfið hafi verið svo öflug. „Og þegar við sýndum Cocktail með Tom Cruise, þá seldist upp daginn áður, en svo skall á óveður og allt varð ófært. Engu að síður mætti fólk, í snjógöllum og sumir meira að segja á vélsleðum. Allir mættu. Þetta sýnir bara hvað Álfabakki hafði sérstakan sess í hjörtum fólks. Það var meira en bara bíó, það var hluti af lífinu,“ segir Alfreð. Hvetur fólk til að kveðja Alfreð hvetur alla kvikmyndaunnendur til að koma í Álfabakka á síðustu mánuðunum fyrir lokun. Í nóvember, desember og janúar verði þar fjölbreytt dagskrá af stórmyndum og fjölskyldumyndum, meðal annars The Running Man, Wicked: For Good, Zootropolis 2, Five Nights at Freddy’s 2, Avatar: Fire and Ash, The SpongeBob Movie: Search for Squarepants og Ella McCay. „Við viljum að fólk komi og kveðji húsið með okkur, njóti þess eins og það hefur alltaf gert. Það verður frábær kvikmyndavetur fram að síðustu sýningu,“ segir Alfreð. Varðandi framleiðina þá segist hann sjá fram á að bætt verði við sölum í Egilshöll og Kringlunni ef eftirspurn eykst. „Það kemur einfaldlega betur út rekstrarlega séð, með minni húsnæðiskostnaði og sterkari markaðsstöðu,“ segir Alfreð.
Kvikmyndahús Bíó og sjónvarp Reykjavík Tengdar fréttir Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Símafyrirtækið Nova mun flytja höfuðstöðvar sínar úr Lágmúla í Reykjavík og í Álfabakka þar sem Sambíóin hafa um árabil starfrækt kvikmyndahús. Reiknað er með að kvikmyndahúsinu verði lokað í árslok 2026. 7. nóvember 2025 10:27 Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Bird skellt í lás Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Sjá meira
Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Símafyrirtækið Nova mun flytja höfuðstöðvar sínar úr Lágmúla í Reykjavík og í Álfabakka þar sem Sambíóin hafa um árabil starfrækt kvikmyndahús. Reiknað er með að kvikmyndahúsinu verði lokað í árslok 2026. 7. nóvember 2025 10:27