Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir og Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifa 7. nóvember 2025 17:02 Hæstiréttur Íslands ógilti nýverið úrskurð Persónuverndar í máli sem sneri að Íslenskri erfðagreiningu og aðkomu fyrirtækisins að söfnun og vistun blóðsýna í upphafi heimsfaraldurs kórónuveirunnar.Dómurinn varpar ljósi á hversu langt íslensk stjórnvöld og Alþingi gengu við innleiðingu á evrópsku persónuverndarreglugerðinni (GDPR), hversu langt Persónuvernd hefur gengið í túlkun sinni á persónuverndarlögum og hvaða áhrif það hefur á atvinnulíf og nýsköpun hér á landi. Of ströng túlkun hamlar framförum Þessi niðurstaða ætti að verða tilefni til umræðu um hver markmiðin eru hvað varðar persónuvernd og um jafnvægið milli verndar einstaklinga og þess að skapa umhverfi sem styður við nýsköpun og þar með verðmætasköpun. Samtök iðnaðarins hafa ítrekað bent á að of ströng og ósveigjanleg túlkun persónuverndarlaga geti staðið í vegi fyrir rannsóknum og þróun og þar með nýsköpun. Það snýst ekki um að draga úr vernd einstaklinga heldur að tryggja traust og öryggi án þess að kæfa framfarir. Sérstaklega á þetta við í menntatækni. Þar hafa fyrirtæki og skólar lent í því að úrskurðir Persónuverndar, sem síðar hafa verið ógiltir, hafi tafið eða stöðvað verkefni sem miðuðu að því að bæta námsumhverfi og nýta gögn á ábyrgan hátt til að auka gæði menntunar. Þessi óvissa veldur því að mörg fyrirtæki sem þróa tæknilausnir þora ekki að stíga næstu skref, þó svo að tilgangurinn sé góður og gagnavinnslan í raun innan ramma laganna. GDPR í gylltum búning Samtök iðnaðarins gagnrýndu á sínum tíma hvernig staðið var að innleiðingu evrópsku persónuverndarreglugerðarinnar (GDPR) hér á landi. Í ljós hefur komið að gagnrýnin var réttmæt, í íslenskum rétti var gengið lengra í strangri túlkun reglugerðarinnar en þörf var á, með gullhúðun sem hefur gert framkvæmdina stífa og flókna. Þá hefur íslenskum fyrirtækjum reynst erfitt að fá leiðbeiningar frá Persónuvernd um hvernig nauðsynlegt er að búa um hnútana til þess að þau uppfylli þær ströngu kröfur sem löggjöfin setur og Persónuvernd túlkar og beitir sér samkvæmt. Þörf á nýju jafnvægi Ef byggja á framtíð Íslands á þekkingu, þróun og nýsköpun er nauðsynlegt að enduskoða persónuverndarlöggjöfina og hvernig henni er beitt. Reglur sem eiga að vernda okkur mega ekki verða hindrun sem heldur aftur af framförum. Það er kominn tími til að stjórnvöld rýni í hlutverk og framkvæmd Persónuverndar með það að markmiði að tryggja skýra ogsanngjarna framkvæmd sem styður nýsköpun í stað þess að kæfa hana. Hulda Birna er sérfræðingur í mennta- og mannauðsmálum hjá Samtökum iðnaðarins og Nanna Elísa er viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði Samtaka iðnaðarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Persónuvernd Dómsmál Nýsköpun Evrópusambandið EES-samningurinn Mest lesið Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Sjá meira
Hæstiréttur Íslands ógilti nýverið úrskurð Persónuverndar í máli sem sneri að Íslenskri erfðagreiningu og aðkomu fyrirtækisins að söfnun og vistun blóðsýna í upphafi heimsfaraldurs kórónuveirunnar.Dómurinn varpar ljósi á hversu langt íslensk stjórnvöld og Alþingi gengu við innleiðingu á evrópsku persónuverndarreglugerðinni (GDPR), hversu langt Persónuvernd hefur gengið í túlkun sinni á persónuverndarlögum og hvaða áhrif það hefur á atvinnulíf og nýsköpun hér á landi. Of ströng túlkun hamlar framförum Þessi niðurstaða ætti að verða tilefni til umræðu um hver markmiðin eru hvað varðar persónuvernd og um jafnvægið milli verndar einstaklinga og þess að skapa umhverfi sem styður við nýsköpun og þar með verðmætasköpun. Samtök iðnaðarins hafa ítrekað bent á að of ströng og ósveigjanleg túlkun persónuverndarlaga geti staðið í vegi fyrir rannsóknum og þróun og þar með nýsköpun. Það snýst ekki um að draga úr vernd einstaklinga heldur að tryggja traust og öryggi án þess að kæfa framfarir. Sérstaklega á þetta við í menntatækni. Þar hafa fyrirtæki og skólar lent í því að úrskurðir Persónuverndar, sem síðar hafa verið ógiltir, hafi tafið eða stöðvað verkefni sem miðuðu að því að bæta námsumhverfi og nýta gögn á ábyrgan hátt til að auka gæði menntunar. Þessi óvissa veldur því að mörg fyrirtæki sem þróa tæknilausnir þora ekki að stíga næstu skref, þó svo að tilgangurinn sé góður og gagnavinnslan í raun innan ramma laganna. GDPR í gylltum búning Samtök iðnaðarins gagnrýndu á sínum tíma hvernig staðið var að innleiðingu evrópsku persónuverndarreglugerðarinnar (GDPR) hér á landi. Í ljós hefur komið að gagnrýnin var réttmæt, í íslenskum rétti var gengið lengra í strangri túlkun reglugerðarinnar en þörf var á, með gullhúðun sem hefur gert framkvæmdina stífa og flókna. Þá hefur íslenskum fyrirtækjum reynst erfitt að fá leiðbeiningar frá Persónuvernd um hvernig nauðsynlegt er að búa um hnútana til þess að þau uppfylli þær ströngu kröfur sem löggjöfin setur og Persónuvernd túlkar og beitir sér samkvæmt. Þörf á nýju jafnvægi Ef byggja á framtíð Íslands á þekkingu, þróun og nýsköpun er nauðsynlegt að enduskoða persónuverndarlöggjöfina og hvernig henni er beitt. Reglur sem eiga að vernda okkur mega ekki verða hindrun sem heldur aftur af framförum. Það er kominn tími til að stjórnvöld rýni í hlutverk og framkvæmd Persónuverndar með það að markmiði að tryggja skýra ogsanngjarna framkvæmd sem styður nýsköpun í stað þess að kæfa hana. Hulda Birna er sérfræðingur í mennta- og mannauðsmálum hjá Samtökum iðnaðarins og Nanna Elísa er viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði Samtaka iðnaðarins.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun