Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar 8. nóvember 2025 07:01 Morgunsólin skín í gegnum gluggatjöldin og vekur mig. Ég lít á klukkuna á símanum, hún er 7:45. Æi, vekjaraklukkan hringdi ekki, ég þarf að drífa mig. Ég stekk á fætur, klæði mig, borða hálfan banana, bursta tennurnar og set á mig rakakrem. Kaffibollinn verður að bíða. Þegar ég fer út á stigaganginn heyri ég í hjónunum á hæðinni fyrir neðan. Þau eru að rífast enn eina ferðina. Alltaf þessi hávaði. Ég set heyrnartólin í eyrun og stilli á rás 2. Þegar ég geng niður tröppurnar sé ég dyrnar opnast og eiginkonan stígur fram á gang. Hún er greinilega miður sín og mér sýnist ég sjá mar á vinstri kinninni. Ég set hettuna upp og geng rösklega framhjá henni. Ég finn áfengislykt. Ætli einhver sé búinn að hafa samband við yfirvöld út af börnunum? Ég hlakka til að flytja í nýju íbúðina eftir nokkrar vikur, þá þarf ég ekki að hlusta á þetta lengur. Þegar ég kem út tekur ferskur blær á móti mér. Ég hefði kannski átt að klæða mig betur. Fólkið í útvarpinu ræðir um alþingiskosningarnar sem verða um helgina. Ég hef ekki nennt að setja mig inn í þær, ætli ég skili ekki bara auðu eins og síðast. Á meðan ég hlusta áhugalaus á umræðurnar sé ég kött út í kanti sem hefur verið ekið yfir. Úff, það er hrikalegt að sjá hræið, það mun einhver koma og sækja það fljótlega. Ég hef ekki tíma til að gera eitthvað í þessu. Ég lít á klukkuna, hún er 8:15, ef ég er heppin næ ég strætó 8:20. Ég herði sporið og næ vagninum. Það eru laus sæti á stangli. Ég gríp frekar í súlu og stend. Það er verið að stríða strák í fremstu sætaröðinni. Krakkarnir fyrir aftan hafa tekið húfuna af honum og eru að kasta henni á milli sín. Þeir eru örugglega bara að gantast. Ég lít út um gluggann og hugsa um viðtalið sem ég er að fara í. Ég veit ekkert hvað ég á að segja við þessa vinnusálfræðinga. Ég hef orðið vör við ýmislegt sem er ekki í lagi á vinnustaðnum en ég þoli ekki drama. Þarf að gera svona mikið mál úr þessu? Strætisvagninn stoppar á Lækjartorgi og ég hoppa út. Ég geng framhjá Austurvelli. Ég heyri óminn af ræðuhöldum og palestínskir fánar blakta í vindinum. Hvernig nennir fólk þessu? Það er ekkert sem það getur gert til að stöðva þessar hörmungar. Ég þarf að passa upp á mig og mína geðheilsu. Ég þoli ekki að hlusta og horfa á endalausar fréttir af þessu þegar það er ekkert sem ég get gert. Er ekki hægt að fjalla meira um allt það góða sem er að gerast í heiminum? Ég finn fyrir skyndilegum þrýstingi yfir brjóstið. Mig sundlar. Það heyrist suð í eyrunum. Ég finn hvernig ég missi máttinn í fótunum. Hvað er að gerast? Er ég að deyja? Ég hníg niður. Ég kem ekki upp orði. Er einhver þarna? Það hlýtur einhver að sjá mig, það er svo margt fólk hér í kring. Ég finn hvernig ég kólna. Skjálfti hríslast um allan líkamann. Er ekki einhver hérna? Það hlýtur einhver að koma. Það hlýtur einhver að koma. Það hlýtur einhver að koma. Höfundur er leiklistarkennari og verkefnastjóri forvarna í Hagaskóla. Skrifað í tilefni af alþjóðlegum degi gegn einelti sem er 8. nóvember ár hvert. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Morgunsólin skín í gegnum gluggatjöldin og vekur mig. Ég lít á klukkuna á símanum, hún er 7:45. Æi, vekjaraklukkan hringdi ekki, ég þarf að drífa mig. Ég stekk á fætur, klæði mig, borða hálfan banana, bursta tennurnar og set á mig rakakrem. Kaffibollinn verður að bíða. Þegar ég fer út á stigaganginn heyri ég í hjónunum á hæðinni fyrir neðan. Þau eru að rífast enn eina ferðina. Alltaf þessi hávaði. Ég set heyrnartólin í eyrun og stilli á rás 2. Þegar ég geng niður tröppurnar sé ég dyrnar opnast og eiginkonan stígur fram á gang. Hún er greinilega miður sín og mér sýnist ég sjá mar á vinstri kinninni. Ég set hettuna upp og geng rösklega framhjá henni. Ég finn áfengislykt. Ætli einhver sé búinn að hafa samband við yfirvöld út af börnunum? Ég hlakka til að flytja í nýju íbúðina eftir nokkrar vikur, þá þarf ég ekki að hlusta á þetta lengur. Þegar ég kem út tekur ferskur blær á móti mér. Ég hefði kannski átt að klæða mig betur. Fólkið í útvarpinu ræðir um alþingiskosningarnar sem verða um helgina. Ég hef ekki nennt að setja mig inn í þær, ætli ég skili ekki bara auðu eins og síðast. Á meðan ég hlusta áhugalaus á umræðurnar sé ég kött út í kanti sem hefur verið ekið yfir. Úff, það er hrikalegt að sjá hræið, það mun einhver koma og sækja það fljótlega. Ég hef ekki tíma til að gera eitthvað í þessu. Ég lít á klukkuna, hún er 8:15, ef ég er heppin næ ég strætó 8:20. Ég herði sporið og næ vagninum. Það eru laus sæti á stangli. Ég gríp frekar í súlu og stend. Það er verið að stríða strák í fremstu sætaröðinni. Krakkarnir fyrir aftan hafa tekið húfuna af honum og eru að kasta henni á milli sín. Þeir eru örugglega bara að gantast. Ég lít út um gluggann og hugsa um viðtalið sem ég er að fara í. Ég veit ekkert hvað ég á að segja við þessa vinnusálfræðinga. Ég hef orðið vör við ýmislegt sem er ekki í lagi á vinnustaðnum en ég þoli ekki drama. Þarf að gera svona mikið mál úr þessu? Strætisvagninn stoppar á Lækjartorgi og ég hoppa út. Ég geng framhjá Austurvelli. Ég heyri óminn af ræðuhöldum og palestínskir fánar blakta í vindinum. Hvernig nennir fólk þessu? Það er ekkert sem það getur gert til að stöðva þessar hörmungar. Ég þarf að passa upp á mig og mína geðheilsu. Ég þoli ekki að hlusta og horfa á endalausar fréttir af þessu þegar það er ekkert sem ég get gert. Er ekki hægt að fjalla meira um allt það góða sem er að gerast í heiminum? Ég finn fyrir skyndilegum þrýstingi yfir brjóstið. Mig sundlar. Það heyrist suð í eyrunum. Ég finn hvernig ég missi máttinn í fótunum. Hvað er að gerast? Er ég að deyja? Ég hníg niður. Ég kem ekki upp orði. Er einhver þarna? Það hlýtur einhver að sjá mig, það er svo margt fólk hér í kring. Ég finn hvernig ég kólna. Skjálfti hríslast um allan líkamann. Er ekki einhver hérna? Það hlýtur einhver að koma. Það hlýtur einhver að koma. Það hlýtur einhver að koma. Höfundur er leiklistarkennari og verkefnastjóri forvarna í Hagaskóla. Skrifað í tilefni af alþjóðlegum degi gegn einelti sem er 8. nóvember ár hvert.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun