Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar 6. nóvember 2025 09:01 Þegar heimurinn undirbýr sig fyrir loftslagsráðstefnu sameinuðu þjóðanna, COP30, í Belém í Brasilíu hefur mikilvægi fundarins sjaldan verið meiri. Þessi ráðstefna er ekki aðeins enn einn áfangi í röð loftslagsfundarhalda, hún markar tímamótin þar sem loforð þurfa að umbreytast í raunverulegar aðgerðir. Fyrsta hnattræna matið (e. Global Stocktake) sýnir óumflýjanlega að núverandi landsmarkmið ríkja heimsins duga ekki til að halda hlýnun jarðar innan 1,5 gráðu marka. COP30 verður því lykilvettvangur til að samræma metnað og framkvæmd, og endurvekja traust á loftslagsferlinu sem Parísarsamkomulagið byggir á. Mikilvægi COP felst í því að það er eini vettvangurinn þar sem nánast öll ríki heims koma saman til að móta sameiginlega framtíð. Þar semja þjóðir um markmið, skipta ábyrgð og virkja fjármagn og samstarf í þágu loftslagsaðgerða á mælikvarða sem ekkert ríki getur náð eitt og sér. Þar koma líka saman fulltrúar atvinnulífs, vísindasamfélags og alþjóðastofnana til að ræða hvernig innleiðing loftslagsaðgerða geti skilað raunverulegum árangri. Á tímum pólitísks óróa, efnahagslegrar óvissu og átaka er þetta alþjóðlega samstarf lykilatriði til að tryggja að baráttan gegn loftslagsbreytingum, og aðlögun að þeim, sé sameiginlegt verkefni. Nýjustu vísindaniðurstöður hafa sýnt að tíminn er að renna út. Meðalhiti jarðar hækkar hraðar en spár gerðu ráð fyrir, jöklar eru að hopa með vaxandi hraða og náttúruhamfarir tengdar loftslagsbreytingum eru að verða tíðari og kostnaðarsamari. Skilaboðin eru einföld. Með hverjum degi sem líður án aðgerða eykst mannlegur, efnahagslegur og vistfræðilegur skaði. COP30 verður því að verða meira en samningaborð, það þarf að verða tákn um endurnýjaðan vilja til samstöðu, ábyrgðar og raunhæfra lausna. Í þessu samhengi skipum við Norðurlöndin mikilvægan sess. Við höfum lengi sýnt að metnaðarfull loftslagsmarkmið, nýsköpun og félagslegt réttlæti geta farið saman. Án þess að fórna lífsgæðum eða samkeppnishæfni höfum við unnið markvisst að samdrætti í losun kolefnis, m.a. með uppbyggingu endurnýjanlegrar orku og þróun grænna lausna. Á sama tíma og sumar stærri þjóðir dragast aftur úr vegna pólitískra áskorana, geta Norðurlöndin stigið fram sem trúverðugir leiðtogar og sýnt í verki að umbreyting er bæði möguleg og árangursrík. Næstu skref kalla á raunsæi, nýsköpun og samstöðu. En þau kalla líka á aðgerðir núna. Stjórnvöld þurfa að skýra áætlanir, fyrirtæki að hraða orkuskiptum og almenningur að styðja við umbreytinguna með vali sínu og rödd sinni. Á COP30 er tækifæri til að sýna að alvöru leiðtogahlutverk snýst ekki um stærð eða völd, heldur um stöðugleika, heiðarleika og vilja til aðgerða. Við getum, og eigum, að minna heiminn á að metnaður, þegar honum fylgja aðgerðir, er öflugasta vopn mannkynsins gegn loftslagsbreytingum. Höfundur er forstöðumaður Grænvangs, sem er samstarfsvettvangur atvinnulífs og stjórnvalda í loftslagsmálum og grænum lausnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nótt Thorberg Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar heimurinn undirbýr sig fyrir loftslagsráðstefnu sameinuðu þjóðanna, COP30, í Belém í Brasilíu hefur mikilvægi fundarins sjaldan verið meiri. Þessi ráðstefna er ekki aðeins enn einn áfangi í röð loftslagsfundarhalda, hún markar tímamótin þar sem loforð þurfa að umbreytast í raunverulegar aðgerðir. Fyrsta hnattræna matið (e. Global Stocktake) sýnir óumflýjanlega að núverandi landsmarkmið ríkja heimsins duga ekki til að halda hlýnun jarðar innan 1,5 gráðu marka. COP30 verður því lykilvettvangur til að samræma metnað og framkvæmd, og endurvekja traust á loftslagsferlinu sem Parísarsamkomulagið byggir á. Mikilvægi COP felst í því að það er eini vettvangurinn þar sem nánast öll ríki heims koma saman til að móta sameiginlega framtíð. Þar semja þjóðir um markmið, skipta ábyrgð og virkja fjármagn og samstarf í þágu loftslagsaðgerða á mælikvarða sem ekkert ríki getur náð eitt og sér. Þar koma líka saman fulltrúar atvinnulífs, vísindasamfélags og alþjóðastofnana til að ræða hvernig innleiðing loftslagsaðgerða geti skilað raunverulegum árangri. Á tímum pólitísks óróa, efnahagslegrar óvissu og átaka er þetta alþjóðlega samstarf lykilatriði til að tryggja að baráttan gegn loftslagsbreytingum, og aðlögun að þeim, sé sameiginlegt verkefni. Nýjustu vísindaniðurstöður hafa sýnt að tíminn er að renna út. Meðalhiti jarðar hækkar hraðar en spár gerðu ráð fyrir, jöklar eru að hopa með vaxandi hraða og náttúruhamfarir tengdar loftslagsbreytingum eru að verða tíðari og kostnaðarsamari. Skilaboðin eru einföld. Með hverjum degi sem líður án aðgerða eykst mannlegur, efnahagslegur og vistfræðilegur skaði. COP30 verður því að verða meira en samningaborð, það þarf að verða tákn um endurnýjaðan vilja til samstöðu, ábyrgðar og raunhæfra lausna. Í þessu samhengi skipum við Norðurlöndin mikilvægan sess. Við höfum lengi sýnt að metnaðarfull loftslagsmarkmið, nýsköpun og félagslegt réttlæti geta farið saman. Án þess að fórna lífsgæðum eða samkeppnishæfni höfum við unnið markvisst að samdrætti í losun kolefnis, m.a. með uppbyggingu endurnýjanlegrar orku og þróun grænna lausna. Á sama tíma og sumar stærri þjóðir dragast aftur úr vegna pólitískra áskorana, geta Norðurlöndin stigið fram sem trúverðugir leiðtogar og sýnt í verki að umbreyting er bæði möguleg og árangursrík. Næstu skref kalla á raunsæi, nýsköpun og samstöðu. En þau kalla líka á aðgerðir núna. Stjórnvöld þurfa að skýra áætlanir, fyrirtæki að hraða orkuskiptum og almenningur að styðja við umbreytinguna með vali sínu og rödd sinni. Á COP30 er tækifæri til að sýna að alvöru leiðtogahlutverk snýst ekki um stærð eða völd, heldur um stöðugleika, heiðarleika og vilja til aðgerða. Við getum, og eigum, að minna heiminn á að metnaður, þegar honum fylgja aðgerðir, er öflugasta vopn mannkynsins gegn loftslagsbreytingum. Höfundur er forstöðumaður Grænvangs, sem er samstarfsvettvangur atvinnulífs og stjórnvalda í loftslagsmálum og grænum lausnum.
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar