Meistararnir lágu á heima­velli

Siggeir Ævarsson skrifar
Luis Diaz skoraði bæði mörk Bayern í kvöld en lét svo reka sig útaf.
Luis Diaz skoraði bæði mörk Bayern í kvöld en lét svo reka sig útaf. Vísir/Getty

Ríkjandi Evrópumeistara PSG töpuðu sínum fyrsta leik í Meistaradeildinni í vetur þegar Bayern München mætti í heimsókn til Parías en Bayern hefur nú unnið fyrstu 16 leiki sína þetta tímabilið.

Luiz Dias kom gestunum yfir strax á 4. mínútu og tvöfaldaði forskotið svo á 32. mínútu. Hann fékk svo að líta gula spjaldið í uppbótartíma sem var uppfært í rautt eftir skoðun í VAR og Bayern því manni færri allan síðari hálfleikinn.

Heimamenn sóttu án afláts það sem eftir lifði leiks en vörn gestanna var vel skipulögð og leikmenn PSG náðu ekki að skapa sér mörg afgerandi færi. Joao Neves minnkaði muninn en nær komust heimamenn ekki og sigurganga Bayern virðist engan enda ætla að taka.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira