„Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Aron Guðmundsson skrifar 4. nóvember 2025 09:30 Óskar Smári Haraldsson er nýr þjálfari Stjörnunnar í Bestu deild kvenna. Vísir/Lýður Óskar Smári Haraldsson er nýr þjálfari Stjörnunnar í Bestu deild kvenna. Eftir árangursríkan tíma hjá Fram en viðskilnað sem fór ekki eins og best verður á kosið. Óskar segist hann hafa fundið fyrir smá ástarsorg en að í þannig stöðu sé gott að finna nýja ást sem fyrst. Óskar Smári skrifar undir þriggja ára samning í Garðabænum og tekur við liði Stjörnunnar sem endaði í fjórða sæti Bestu deildarinnar á nýafstöðnu tímabili. Stefnan er sett hærra og um leið greiða götu ungra og efnilegra leikmanna félagsins upp í meistaraflokk. Á næsta ári er áratugur liðinn frá síðasta stóra titli Stjörnunnar í kvennaflokki. Óskar á sér draum um að vinna titla í Garðabænum en réttu forsendunum „Óneitanlega horfi ég á það að vilja afreka eitthvað hérna. Ég vil skilja eitthvað eftir mig þegar að ég fer héðan eftir einhver ár. Eitt af því er að koma titli í safnið, það er klárt mál en þangað til er langur og strangur vegur fram undan, liðin í kringum okkur verða bara betri og við megum heldur ekki horfa of langt fram í tímann. Við þurfum bara að taka styttri skref og sjá hvað það gefur okkur. En ég væri að ljúga að þér ef ég myndi segja að ég væri ekki að horfa á að vinna titla hérna, því ég tel mig hafa engar afsakanir til að gera ekki slíkt.“ Jóhannes Karl Sigursteinsson hefur stýrt liði Stjörnunnar undanfarin tímabil. Undir hans stjórn endaði Stjarnan í fjórða sæti Bestu deildarinnar á nýafstöðnu tímabili.vísir / pawel Tekur við góðu búi Það er margt sem heillar Óskar við verkefnið hjá Stjörnunni þar sem að hann var á sínum tíma hluti af þjálfarateymi Kristjáns Guðmundssonar. „Fyrir það fyrsta er liðið náttúrulega bara mjög gott. Forveri minn hér í starfi gerði bara mjög vel og á seinni hluta nýafstaðins tímabils var lið Stjörnunnar bara mjög öflugt og gott. Leikmannahópurinn er góður, þéttur og margir góðir leikmenn. Svo er eitt stærsta og besta yngri flokka starf landsins hér í Garðabænum. Margir leikmenn Stjörnunnar í yngri landsliðunum og stórir og og góðir hópar í öðrum, þriðja og fjórða flokki sem eru að koma upp. Eitt af mínum hlutverkum hér er að búa til greiða og góða leið fyrir yngri leikmenn að spila í meistaraflokki fyrir Stjörnuna. Þá er aðstaðan frábær, mikið af góðu fólki hér. Ég get talið upp endalaust af hlutum.“ Frá leik Stjörnunnar og Breiðabliks á nýafstöðnu tímabili í Bestu deildinniVísir/Viktor Freyr „Mun aldrei tala illa um Fram“ Undanfarin fjögur ár hafði Óskar stýrt liði Fram við góðan orðstír, komið liðinu upp um tvær deildir og í Bestu deildina þar sem það festi sig í sessi á síðasta tímabili. Hann hætti hins vegar eftir það tímabil og sagði metnað sinn og Fram ekki liggja á sama stað. Viðskilnaðurinn var ekki sá besti en mun þó ekki skilgreina samstarfið í heild sinni í huga Óskars. „Ég vil helst ekki skilgreina fjögur ár út frá þremur vikum,“ segir Óskar aðspurður um viðskilnaðinn við Fram. „Mér finnst það ósanngjarnt. Félagið sem slíkt er frábært, það er mikið af frábæru fólki sem vinnur hörðum höndum að því að búa til það félag sem Fram er. Ég mun aldrei tala illa um Fram, það væri asnalegt af mér því Fram hefur gefið mér svo ótrúlega mikið. Ég fékk fjögur ár þarna sem meistaraflokksþjálfari og fékk alltaf stuðning. Ég segi það, stend og fell með því, að ég hef alltaf fengið stuðning til að gera hlutina sem ég vildi gera, ásamt því fólki sem kemur að liðinu. Ég var með eitt öflugasta, ef ekki öflugasta kvennaráð, sem fyrir finnst á Íslandi á þeim tíma sem ég starfaði þarna. Var mjög dekraður að svo mörgu leiti í Fram. Viðskilnaðurinn var þó ekki eins og ég hefði óskað mér. Ég get verið heiðarlegur með það. Mér fannst bara mín sýn á það hvernig framhaldið yrði ekki vera sú sama og sýn þeirra sem stýra skútunni og því fór sem fór. Svo eru líka aðrar ástæður sem spila inn í sem ég ætla ekki að fara nánar út í. Persónulegar ástæður sem ég hef fyrir sjálfan mig sem urðu líka til þess að þetta varð niðurstaðan. Viðskilnaðurinn var pínu eins og smá ástarsorg. Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst.“ Besta deild kvenna Fram Stjarnan Íslenski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Sjá meira
Óskar Smári skrifar undir þriggja ára samning í Garðabænum og tekur við liði Stjörnunnar sem endaði í fjórða sæti Bestu deildarinnar á nýafstöðnu tímabili. Stefnan er sett hærra og um leið greiða götu ungra og efnilegra leikmanna félagsins upp í meistaraflokk. Á næsta ári er áratugur liðinn frá síðasta stóra titli Stjörnunnar í kvennaflokki. Óskar á sér draum um að vinna titla í Garðabænum en réttu forsendunum „Óneitanlega horfi ég á það að vilja afreka eitthvað hérna. Ég vil skilja eitthvað eftir mig þegar að ég fer héðan eftir einhver ár. Eitt af því er að koma titli í safnið, það er klárt mál en þangað til er langur og strangur vegur fram undan, liðin í kringum okkur verða bara betri og við megum heldur ekki horfa of langt fram í tímann. Við þurfum bara að taka styttri skref og sjá hvað það gefur okkur. En ég væri að ljúga að þér ef ég myndi segja að ég væri ekki að horfa á að vinna titla hérna, því ég tel mig hafa engar afsakanir til að gera ekki slíkt.“ Jóhannes Karl Sigursteinsson hefur stýrt liði Stjörnunnar undanfarin tímabil. Undir hans stjórn endaði Stjarnan í fjórða sæti Bestu deildarinnar á nýafstöðnu tímabili.vísir / pawel Tekur við góðu búi Það er margt sem heillar Óskar við verkefnið hjá Stjörnunni þar sem að hann var á sínum tíma hluti af þjálfarateymi Kristjáns Guðmundssonar. „Fyrir það fyrsta er liðið náttúrulega bara mjög gott. Forveri minn hér í starfi gerði bara mjög vel og á seinni hluta nýafstaðins tímabils var lið Stjörnunnar bara mjög öflugt og gott. Leikmannahópurinn er góður, þéttur og margir góðir leikmenn. Svo er eitt stærsta og besta yngri flokka starf landsins hér í Garðabænum. Margir leikmenn Stjörnunnar í yngri landsliðunum og stórir og og góðir hópar í öðrum, þriðja og fjórða flokki sem eru að koma upp. Eitt af mínum hlutverkum hér er að búa til greiða og góða leið fyrir yngri leikmenn að spila í meistaraflokki fyrir Stjörnuna. Þá er aðstaðan frábær, mikið af góðu fólki hér. Ég get talið upp endalaust af hlutum.“ Frá leik Stjörnunnar og Breiðabliks á nýafstöðnu tímabili í Bestu deildinniVísir/Viktor Freyr „Mun aldrei tala illa um Fram“ Undanfarin fjögur ár hafði Óskar stýrt liði Fram við góðan orðstír, komið liðinu upp um tvær deildir og í Bestu deildina þar sem það festi sig í sessi á síðasta tímabili. Hann hætti hins vegar eftir það tímabil og sagði metnað sinn og Fram ekki liggja á sama stað. Viðskilnaðurinn var ekki sá besti en mun þó ekki skilgreina samstarfið í heild sinni í huga Óskars. „Ég vil helst ekki skilgreina fjögur ár út frá þremur vikum,“ segir Óskar aðspurður um viðskilnaðinn við Fram. „Mér finnst það ósanngjarnt. Félagið sem slíkt er frábært, það er mikið af frábæru fólki sem vinnur hörðum höndum að því að búa til það félag sem Fram er. Ég mun aldrei tala illa um Fram, það væri asnalegt af mér því Fram hefur gefið mér svo ótrúlega mikið. Ég fékk fjögur ár þarna sem meistaraflokksþjálfari og fékk alltaf stuðning. Ég segi það, stend og fell með því, að ég hef alltaf fengið stuðning til að gera hlutina sem ég vildi gera, ásamt því fólki sem kemur að liðinu. Ég var með eitt öflugasta, ef ekki öflugasta kvennaráð, sem fyrir finnst á Íslandi á þeim tíma sem ég starfaði þarna. Var mjög dekraður að svo mörgu leiti í Fram. Viðskilnaðurinn var þó ekki eins og ég hefði óskað mér. Ég get verið heiðarlegur með það. Mér fannst bara mín sýn á það hvernig framhaldið yrði ekki vera sú sama og sýn þeirra sem stýra skútunni og því fór sem fór. Svo eru líka aðrar ástæður sem spila inn í sem ég ætla ekki að fara nánar út í. Persónulegar ástæður sem ég hef fyrir sjálfan mig sem urðu líka til þess að þetta varð niðurstaðan. Viðskilnaðurinn var pínu eins og smá ástarsorg. Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst.“
Besta deild kvenna Fram Stjarnan Íslenski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Sjá meira