Fótbolti

Spence og van de Ven báðust af­sökunar

Siggeir Ævarsson skrifar
Thomas Frank á vellinum eftir tapið.
Thomas Frank á vellinum eftir tapið. Vísir/Getty

Áhugaverð uppákoma átti sér stað í lok leiks Tottenham og Chelsea á laugardag þegar þeir Djed Spence og Micky van de Ven stormuðu út af vellinum og virtust hundsa Thomas Frank, þjálfara Tottenham, algjörlega.

Tottenham átti mjög erfitt uppdráttar í leiknum og skapaði sér engin alvöru marktækifæri í þessum sex stiga Lundúnaslag sem leikinn var á heimavelli Tottenham. Frá því að byrjað var að reikna út vænt mörk (xG) hefur Tottenham aldrei átt verri dag en xG stuðullinn þeirra í leiknum var 0,05.

Stuðningsmenn liðsins voru að vonum ekki sáttir og bauluðu á liðið í leikslok þar sem þeir Spence og van de Ven strunsuðu beinustu leið af velli og virtu Frank ekki viðlits þegar hann gekk inn á völlinn og virtist reyna að tala við þá.

Frank greindi frá því á blaðamannafundi í dag, fyrir leik Tottenham í Meistaradeildinni annað kvöld, að þeir kumpánar hafi beðist afsökunar og þetta hafi ekki verið viljandi

„Micky og Djed komu á skrifstofuna til mín í gær og báðust afsökunar á þessari uppákomu. Þetta var hvorki viljandi né gert af virðingarleysi, hvorki í minn garð eða liðsins. Þeir voru einfaldlega pirraðir yfir eigin frammistöðu, tapinu og öllu baulinu í leiknum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×