Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar 4. nóvember 2025 13:01 Kristján og María slíta samvistum. Þau eiga saman tvö börn og eru sammála um að samvistarslitin eigi að bitna eins lítið á börnunum og mögulegt er. Þau undirrita samning um sameiginlega forsjá og skipta búsetu. Samið er um að engin meðlög verði greidd enda muni börnin búa jafnt hjá báðum og þau eiga ekki von vandkvæðum við að koma sér saman um kostnaðarskiptingu þegar þarf að kaupa nýjar úlpur eða borga fótboltaferðalag. Lögheimili verður hjá Maríu. Af því að hún vill það. Kristján er hæstánægður með skipta búsetu og engar meðlagsgreiðslur svo hann segir bara já. Lögheimilið er í raun bara formsatriði þegar foreldrar eru sammála um það hvar börnin skuli ganga í skóla og sækja heilbrigðisþjónustu, hefur hann heyrt. Kristján hefur haft hærri tekjur en María í nokkur ár og hann ætlar nú ekki að fara að hætta samningi um skipta búsetu og góðu samkomulagi um allt sem snýr að börnunum með því að heimta lögheimili annars þeirra eða beggja. Allt gengur nokkuð vel um tíma. Börnin dvelja til jafns á báðum heimilum og samkomulag Kristjáns og Maríu snarbatnar við samvistarslitin. Kristján hefur sveigjanlegan vinnutíma og sér um að koma börnunum í tómstundastarf í mömmuvikum. María er með börnin þegar hann þarf að fara í vinnuferðir til útlanda. Kristján borgar tómstundastarf, skólamáltíðir, skó og yfirhafnir. Börnin eiga að njóta alls hins besta og Kristján er með ágætar tekjur og setur það ekki fyrir sig þótt þessi kostnaður lendi á honum. En þegar liðnir eru 9 mánuðir frá sambúðarslitum ákveður María að slíta samningi um skipta búsetu. Ástæðan sem María gefur fyrir þessari ákvörðun er sú að Kristján hafi umgengnina algjörlega eftir sínu höfði. Kristján mótmælir þessu enda er sannleikurinn sá að þau hafa náð samkomulagi um að börnin séu hjá Maríu 2-3 daga aukalega í mánuði vegna vinnuferða hans til útlanda. María hefur hafnað því að börnin verði þá lengur hjá honum næstu viku á eftir og hann hefur ekki gengið eftir því. Þó svo að Kristján geti sannað að fullt samkomulag hafi verið um þetta fyrirkomulag og að hann hafi séð um akstur í tómstundastarf í mömmuvikum, þá skiptir það engu máli. Samningur um skipta búsetu er ekki úrskurður og María getur rift honum einhliða. Þegar samningi um skipta búsetu er slitið eru börnin skráð með fasta búsetu hjá móður sinni, þar sem hún fer með lögheimilið. Það breytir sem betur fer engu fyrir börnin því þau búa áfram á heimili hans aðra hverja viku. Það breytir þó heilmiklu fyrir Kristján sem í kjölfarið er úrskurðaður til að greiða aukið meðlag með báðum börnunum auk þess sem réttur hans til barnabóta fellur niður. Rökin eru þau að þar sem börnin hafi fasta búsetu hjá móður sinni sé það hún sem sjái fyrir þeim. Kristján þurfi því ekki á barnabótum að halda og eðlilegt að hann greiði sinn hluta af framfærslu barnanna. Jú, auðvitað þarf Kristján eftir sem áður að bjóða þeim upp á viðunandi húsnæði og sjá þeim fyrir fæði og húsnæði þegar þau eru hjá honum. Þegar hann spyr fulltrúa sýslumanns hversvegna sá kostnaður dragist ekki frá meðlögum, fær hann það svar að húsnæðiskostnaður föður og matarinnkaup í pabbavikum, teljist ekki framfærsla barns í skilningi laga. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Hauksdóttir Fjölskyldumál Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Kristján og María slíta samvistum. Þau eiga saman tvö börn og eru sammála um að samvistarslitin eigi að bitna eins lítið á börnunum og mögulegt er. Þau undirrita samning um sameiginlega forsjá og skipta búsetu. Samið er um að engin meðlög verði greidd enda muni börnin búa jafnt hjá báðum og þau eiga ekki von vandkvæðum við að koma sér saman um kostnaðarskiptingu þegar þarf að kaupa nýjar úlpur eða borga fótboltaferðalag. Lögheimili verður hjá Maríu. Af því að hún vill það. Kristján er hæstánægður með skipta búsetu og engar meðlagsgreiðslur svo hann segir bara já. Lögheimilið er í raun bara formsatriði þegar foreldrar eru sammála um það hvar börnin skuli ganga í skóla og sækja heilbrigðisþjónustu, hefur hann heyrt. Kristján hefur haft hærri tekjur en María í nokkur ár og hann ætlar nú ekki að fara að hætta samningi um skipta búsetu og góðu samkomulagi um allt sem snýr að börnunum með því að heimta lögheimili annars þeirra eða beggja. Allt gengur nokkuð vel um tíma. Börnin dvelja til jafns á báðum heimilum og samkomulag Kristjáns og Maríu snarbatnar við samvistarslitin. Kristján hefur sveigjanlegan vinnutíma og sér um að koma börnunum í tómstundastarf í mömmuvikum. María er með börnin þegar hann þarf að fara í vinnuferðir til útlanda. Kristján borgar tómstundastarf, skólamáltíðir, skó og yfirhafnir. Börnin eiga að njóta alls hins besta og Kristján er með ágætar tekjur og setur það ekki fyrir sig þótt þessi kostnaður lendi á honum. En þegar liðnir eru 9 mánuðir frá sambúðarslitum ákveður María að slíta samningi um skipta búsetu. Ástæðan sem María gefur fyrir þessari ákvörðun er sú að Kristján hafi umgengnina algjörlega eftir sínu höfði. Kristján mótmælir þessu enda er sannleikurinn sá að þau hafa náð samkomulagi um að börnin séu hjá Maríu 2-3 daga aukalega í mánuði vegna vinnuferða hans til útlanda. María hefur hafnað því að börnin verði þá lengur hjá honum næstu viku á eftir og hann hefur ekki gengið eftir því. Þó svo að Kristján geti sannað að fullt samkomulag hafi verið um þetta fyrirkomulag og að hann hafi séð um akstur í tómstundastarf í mömmuvikum, þá skiptir það engu máli. Samningur um skipta búsetu er ekki úrskurður og María getur rift honum einhliða. Þegar samningi um skipta búsetu er slitið eru börnin skráð með fasta búsetu hjá móður sinni, þar sem hún fer með lögheimilið. Það breytir sem betur fer engu fyrir börnin því þau búa áfram á heimili hans aðra hverja viku. Það breytir þó heilmiklu fyrir Kristján sem í kjölfarið er úrskurðaður til að greiða aukið meðlag með báðum börnunum auk þess sem réttur hans til barnabóta fellur niður. Rökin eru þau að þar sem börnin hafi fasta búsetu hjá móður sinni sé það hún sem sjái fyrir þeim. Kristján þurfi því ekki á barnabótum að halda og eðlilegt að hann greiði sinn hluta af framfærslu barnanna. Jú, auðvitað þarf Kristján eftir sem áður að bjóða þeim upp á viðunandi húsnæði og sjá þeim fyrir fæði og húsnæði þegar þau eru hjá honum. Þegar hann spyr fulltrúa sýslumanns hversvegna sá kostnaður dragist ekki frá meðlögum, fær hann það svar að húsnæðiskostnaður föður og matarinnkaup í pabbavikum, teljist ekki framfærsla barns í skilningi laga. Höfundur er lögmaður.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun