Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar 4. nóvember 2025 08:32 Þetta fjaðrafok yfir því að það hafi verið boðið upp á kynfræðslu í fermingarfræðslu er einfaldlega farið algjörlega úr böndunum. Hvað er virkilega svona slæmt við þetta? Í skoðanagreininni „Hvað var RÚV að hvítþvo - og til hvers?“ vildi Hilmar Kristinsson meina að RÚV hefði afvegaleitt umræðuna, eða í hans orðum: „RÚV var að hvítþvo“. Hann vill sem sagt meina að kirkjan hafi brotið trúarlög og að RÚV hafi brotið fjölmiðlalög. Gamaldags forsjárhyggja Ég spyr hins vegar, hvers konar risaeðluforsjárhyggja er það að banna umræðu sem þú ert ósammála á þeim grundvelli að hún hafi farið fram á vitlausum stað? Við lifum ekki á árinu núll, það má alveg nútímavæða það hvernig við tölum um trú og það má alveg líta til baka og færa Biblíusögurnar í samhengi við samtímann. Biblían er yfirfull af sögum og dæmum sem eru augljóslega siðferðislega röng, til dæmis upphefð þrælahalds, og það er þess vegna algjörlega fáránlegur póll að við eigum að taka Biblíuna og helgidóminn á einhvern hátt bókstaflega. Í grein sinni setti Hilmar upp tímalínu af þessu máli með sinni túlkun. Ég set því hér fram mína eigin tímalínu sem sýnir hvað átti sér raunverulega stað: 18. - 22. október: Faðir tekur dóttur sína út úr fræðslunni því hann móðgaðist sjálfur yfir því að dóttirin hafi heyrt að að María Magdalena hefði „alltaf verið í sleik við Jesú“. Þingmaður móðgast líka. Almenningi finnst þetta ekkert mál. 22. - 27. október: Kynfræðingur heldur áfram sömu frásögn og bendir á það sem hún var að gera í fermingarfræðslunni: „ég er bara að fræða“. 27. október: Prestur bendir á þá sjálfsögðu staðreynd að „allt er til umræðu í kirkju Jesú“. 30. - 31. október: Frétt að Kirkjuþing krefst hækkunar sóknargjalda og talar um „andlegan og menningarlegan þátt þjóðarinnar“ sem er náttúrulega fáránlegt þar sem að Þjóðkirkjan fær meira en nóg í kassann frá landsmönnum. 2. nóvember: RÚVfréttin birtist - Falleg frétt sem sýnir raunveruleg viðbrögð landsmanna. Bara bros, fræðsla og félagslegt samþykki. Kristin snjókorn Kjarni málsins er í rauninni þessi, það er ekkert að kynfræðslu sama hvar hún er sett fram og kristið fólk þarf einfaldlega að hætta að vera svona mikil snjókorn. Ef þau ætla hins vegar að halda áfram á sömu braut og móðgast svona svakalega yfir því hvað börnin þeirra heyra í fermingarfræðslu ætla ég að biðla til þeirra að kíkja ekki á internetsögu barna þeirra, það gæti verið þeim ofviða. Það sem gerir þessa móðgunargirni einstaklega kaldhæðnislega er að það fólk sem er líklegast til þess að vera stuðningsfólk þessarar tilteknu fermingarfræðslu má vanalega ekki anda án þess að vera kölluð viðkvæm snjókorn. Í þessari umræðu hefur hins vegar komið í ljós svart á hvítu hvar þessi snjókorn eiga raunverulega heima. Íslendingar eru ekki strangtrúaðir Það væri í rauninni fáránlegt ef það ætti að banna það að halda kynfræðslutíma í fermingarfræðslum. Ísland er ekki strangtrúuð þjóð og við erum á engan hátt vön að spara okkur fram að giftingu. Jafnvel eftir giftingu erum við ekki einu sinni vön að halda okkur í sama hjónabandinu voðalega lengi. Það er því í rauninni nauðsynlegt að vera með næga kynfræðslu fyrir okkur Íslendinga og fermingarfræðslur eru ekkert verri vettvangur fyrir það heldur en eitthvað annað. Ofan á það þá er kynfræðsla einfaldlega bara skemmtileg, fermingarfræðsla er það ekki. Það ætti í rauninni að bjóða upp á kynfræðslu í öllum fermingarfræðslum landsins. Sigmundur Davíð Hilmar spyr í grein sinni af hverju RÚV hafi ekki spurt Sigmund Davíð út í málið. Af hverju ætti RÚV að spyrja Sigmund Davíð út í þetta mál? Þetta kemur honum bara ekkert við! Sigmundur Davíð er enginn verndari kirkjunnar, það eina sem hann gerir er að nýta sér hana í sinni eigin valdabaráttu. En fyrst Hilmar vildi endilega blanda Sigmundi Davíð inn í þetta mál þá langar mig að benda á 48. kafla Jeremía sem mér finnst passa sérstaklega vel við hann Sigmund: „Vér höfum heyrt um hroka Móabs sem er mikill, stolt hans, yfirlæti og ofmetnað og marklaus gífuryrði.“ Látið prestana og kynfræðingana í friði Að lokum langar mig einfaldlega að skilja lesendur eftir með það hvað það er fáránlegt að Hilmar, Sigmundur og félagar séu að standa í öllum þessum skrifum yfir einhverju, sem í grunninn, kemur þeim bara alls ekki við. Látið þessa góðu presta og kynfræðinga bara í friði. Ef þið viljið ekki heyra þessa umræðu, hættið þá bara að lesa hana. Þetta er ekki flóknara en það. Það er ekkert slæmt við kynfræðslu og ef hún á ekki heima inn í kirkjunni þá þarf eitthvað að fara að endurskoða hvaða gildi hún stendur fyrir. Ef kirkjan vill að Jesú verði hot þá þarf hún að leyfa Jesú að vera hot! Höfundur er háskólanemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þjóðkirkjan Mest lesið Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Þetta fjaðrafok yfir því að það hafi verið boðið upp á kynfræðslu í fermingarfræðslu er einfaldlega farið algjörlega úr böndunum. Hvað er virkilega svona slæmt við þetta? Í skoðanagreininni „Hvað var RÚV að hvítþvo - og til hvers?“ vildi Hilmar Kristinsson meina að RÚV hefði afvegaleitt umræðuna, eða í hans orðum: „RÚV var að hvítþvo“. Hann vill sem sagt meina að kirkjan hafi brotið trúarlög og að RÚV hafi brotið fjölmiðlalög. Gamaldags forsjárhyggja Ég spyr hins vegar, hvers konar risaeðluforsjárhyggja er það að banna umræðu sem þú ert ósammála á þeim grundvelli að hún hafi farið fram á vitlausum stað? Við lifum ekki á árinu núll, það má alveg nútímavæða það hvernig við tölum um trú og það má alveg líta til baka og færa Biblíusögurnar í samhengi við samtímann. Biblían er yfirfull af sögum og dæmum sem eru augljóslega siðferðislega röng, til dæmis upphefð þrælahalds, og það er þess vegna algjörlega fáránlegur póll að við eigum að taka Biblíuna og helgidóminn á einhvern hátt bókstaflega. Í grein sinni setti Hilmar upp tímalínu af þessu máli með sinni túlkun. Ég set því hér fram mína eigin tímalínu sem sýnir hvað átti sér raunverulega stað: 18. - 22. október: Faðir tekur dóttur sína út úr fræðslunni því hann móðgaðist sjálfur yfir því að dóttirin hafi heyrt að að María Magdalena hefði „alltaf verið í sleik við Jesú“. Þingmaður móðgast líka. Almenningi finnst þetta ekkert mál. 22. - 27. október: Kynfræðingur heldur áfram sömu frásögn og bendir á það sem hún var að gera í fermingarfræðslunni: „ég er bara að fræða“. 27. október: Prestur bendir á þá sjálfsögðu staðreynd að „allt er til umræðu í kirkju Jesú“. 30. - 31. október: Frétt að Kirkjuþing krefst hækkunar sóknargjalda og talar um „andlegan og menningarlegan þátt þjóðarinnar“ sem er náttúrulega fáránlegt þar sem að Þjóðkirkjan fær meira en nóg í kassann frá landsmönnum. 2. nóvember: RÚVfréttin birtist - Falleg frétt sem sýnir raunveruleg viðbrögð landsmanna. Bara bros, fræðsla og félagslegt samþykki. Kristin snjókorn Kjarni málsins er í rauninni þessi, það er ekkert að kynfræðslu sama hvar hún er sett fram og kristið fólk þarf einfaldlega að hætta að vera svona mikil snjókorn. Ef þau ætla hins vegar að halda áfram á sömu braut og móðgast svona svakalega yfir því hvað börnin þeirra heyra í fermingarfræðslu ætla ég að biðla til þeirra að kíkja ekki á internetsögu barna þeirra, það gæti verið þeim ofviða. Það sem gerir þessa móðgunargirni einstaklega kaldhæðnislega er að það fólk sem er líklegast til þess að vera stuðningsfólk þessarar tilteknu fermingarfræðslu má vanalega ekki anda án þess að vera kölluð viðkvæm snjókorn. Í þessari umræðu hefur hins vegar komið í ljós svart á hvítu hvar þessi snjókorn eiga raunverulega heima. Íslendingar eru ekki strangtrúaðir Það væri í rauninni fáránlegt ef það ætti að banna það að halda kynfræðslutíma í fermingarfræðslum. Ísland er ekki strangtrúuð þjóð og við erum á engan hátt vön að spara okkur fram að giftingu. Jafnvel eftir giftingu erum við ekki einu sinni vön að halda okkur í sama hjónabandinu voðalega lengi. Það er því í rauninni nauðsynlegt að vera með næga kynfræðslu fyrir okkur Íslendinga og fermingarfræðslur eru ekkert verri vettvangur fyrir það heldur en eitthvað annað. Ofan á það þá er kynfræðsla einfaldlega bara skemmtileg, fermingarfræðsla er það ekki. Það ætti í rauninni að bjóða upp á kynfræðslu í öllum fermingarfræðslum landsins. Sigmundur Davíð Hilmar spyr í grein sinni af hverju RÚV hafi ekki spurt Sigmund Davíð út í málið. Af hverju ætti RÚV að spyrja Sigmund Davíð út í þetta mál? Þetta kemur honum bara ekkert við! Sigmundur Davíð er enginn verndari kirkjunnar, það eina sem hann gerir er að nýta sér hana í sinni eigin valdabaráttu. En fyrst Hilmar vildi endilega blanda Sigmundi Davíð inn í þetta mál þá langar mig að benda á 48. kafla Jeremía sem mér finnst passa sérstaklega vel við hann Sigmund: „Vér höfum heyrt um hroka Móabs sem er mikill, stolt hans, yfirlæti og ofmetnað og marklaus gífuryrði.“ Látið prestana og kynfræðingana í friði Að lokum langar mig einfaldlega að skilja lesendur eftir með það hvað það er fáránlegt að Hilmar, Sigmundur og félagar séu að standa í öllum þessum skrifum yfir einhverju, sem í grunninn, kemur þeim bara alls ekki við. Látið þessa góðu presta og kynfræðinga bara í friði. Ef þið viljið ekki heyra þessa umræðu, hættið þá bara að lesa hana. Þetta er ekki flóknara en það. Það er ekkert slæmt við kynfræðslu og ef hún á ekki heima inn í kirkjunni þá þarf eitthvað að fara að endurskoða hvaða gildi hún stendur fyrir. Ef kirkjan vill að Jesú verði hot þá þarf hún að leyfa Jesú að vera hot! Höfundur er háskólanemi.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar