Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar 2. nóvember 2025 09:31 Gellupólitík er ekki bara stuð og stemmning. Það sem einkennir hana helst er sýndarsamstaða kvenna um einfaldan, útþynntan, baráttulausan femínisma. Framapot frekar en raunverulega hugmyndafræði, sem gerir mikið úr kyni og lítið úr verðleikum. Þetta er hagsmunagæsla einstaka kvenna sem hagnýta sér félagslegan meðbyr með jafnréttisbaráttu fyrri tíma. Gellupólitík gengur út á það að ákveðnar konur eigi heimtingu á forréttindum sem sögulega tilheyrðu karlmönnum. Þessar konur hafa engan áhuga á því að eyða pólitísku auðmagni í einhverja baráttu, sérstaklega ekki ef það þýðir að gerast róttækar í þágu mæðra eða kvenna úr vinnandi stéttum sem búa við kynbundið ranglæti. Þvert á móti virðist baráttan snúast um að sumar konur fái að skara fram úr á grundvelli þess eins að vera konur. Á meðan leitar gellupólitík í lægsta samnefnara og sífellt færri hugsanir verða nokkurn tímann orðaðar af ótta við félagsleg viðurlög. Orðræðan verður sífellt einsleitnari og einfaldari. Samfélagsleg vandamál aldrei rædd nema í hálfkveðnum vísum. Því þótt gellupólitíkin þykist stefna að jafnrétti hefur hún hagsmuna að gæta af því að markmiðinu verði aldrei náð. Hvað gera gellur þegar grímulaus hagsmunagæsla á grundvelli kyns eins fleytir þeim ekki lengur til æðstu metorða án nánari skoðunar. Því gellupólitík er ekki eiginleg pólitík. Hvað finnst gellum um ESB? Hvað finnst gellum um menntun, landamæri eða skatta? Þú getur spurt, en svarið verður alltaf hið sama: Stelpur eru bestar. Gellupólitík er fléttuð inn í ímynd hinnar réttþenkjandi nútímakonu, sem er jafn sjálfstæð og vinsæl eins og hún er metnaðarfull og frambærileg á vinnumarkaði. Táknmynd sem byggir á menningarlegri vinstrimennsku, miðstéttarsjálfsvitund og vatnsþynntum femínískum orðræðum sem hafa verið gerilsneyddar af öllum innri átökum og núans. Það endurspeglast hvað best í innihalds- og merkingarlausum slagorðum eins og „Stelpur eru bestar“ og „Konur eru konum bestar.“ Platónska frummynd gellupólitíkur má greina í Kryddpíunum (Spice Girls) sem seldu valdeflingu stúlkna sem neysluvöru dægurmenningar. Gellupólitík leyfir sér ekki að kafa á dýptina, þangað sem ágreining kann að finna. Hún er lægsti samnefnari kvenlægrar samstöðu. Einföld slagorð sem má prenta á alls kyns söluvarning. Þessi markaðsvædda sýndarsamstaða kvenna hefur orðið æ sýnilegri með tilkomu samfélagsmiðla, þar sem notendur deila viðeigandi skoðunum og pósta „réttu“ efni til þess að styrkja persónulegt vörumerki sitt. Enda er gellupólitík sviðsetning á félagslega samþykktum kvenleika, sem þykist vera róttækur, en gegnir þeim tilgangi að brjóta undir sig táknrænt og félagslegt auðmagn. Orðræðubundið verkfæri sem viðheldur stöðutign og forréttindum fárra, þ.e. þeirra sem kunna að tileinka sér orðræðuna og umbreyta henni í tækifæri. Þetta er það sem Nancy Fraser kallaði „viðurkenningarfemínisma,” þar sem virðingin áskotnast þeim sem kunna tungumálið og hafa vald yfir orðræðunni. Markmið viðurkenningarfemínisma er ekki kvenréttindi almennt, heldur persónuleg valdefning þeirra sem hagnýta sér hann. Það er ekki kostnaðarlaust að setja spurningarmerki við þetta fyrirbæri. Gagnrýni á forsendur orðræðunnar ógnar ímyndarstjórnun og lögmætiskröfu hópsins. Sá sem hættir að sýna hollustu tapar virðingu, viðurkenningu og aðild að hópnum. Viðurlög við gagnrýni felast m.a. í útilokun, ærumeiðingum og opinberri undirskipun hvers þess er ógnar hópnum og hugmyndafræðinni. Það er ástæða þess að orðræða gellupólitíkur er svona einsleit og innantóm. Völd innan hópsins byggja á félagslegu taumhaldi og viðurlögum sem meðlimir beita aðra til þess að styrkja eigin stöðu. Orðfærið byggist á leiðréttingum og leiðbeiningum um hið rétta siðferði. Gellur verða ekki reiðar eða pirraðar yfir gagnrýninni, heldur vonsviknar og áhyggjufullar. Þú ert ekki að skilja baráttu formæðra okkar, segja þær, eins og gagnrýni á samtímann sé ógild á forsendum sögunnar. Gagnrýninni er ekki svarað beint, heldur eru ný dæmi dregin fram í tilraun til þess að afvegaleiða umræðuna. Með því að leiðrétta eða útiloka sýnast gellur réttþenkjandi, sem eykur siðferðilegan trúverðugleika þeirra. Þau sem þekkja til eineltismenningar stúlkna ættu að kannast nógu vel við aðferðafræðina. Fórnarkostnaðurinn er raunveruleg ógn við skoðanafrelsi kvenna. Það sem er sérstaklega slæmt við gellupólitíkina er hve lítið hún gerir úr konum. Kynið hefur aftur verið fært í forgrunn, þótt nær hálf öld sé liðin síðan Vigdís Finnbogadóttir varð forseti Íslands sem einstæð móðir. Vigdís stóð föst á því að konur væru líka menn og um það var samstaða meðal þjóðar. En nú þegar konur eru í forystu flestra vettvanga finna þær sig knúnar til þess að flíka kyni sínu á ný. Eins og það sé kvenleikinn sem gerir pólitíska þátttöku eða afrek þeirra merkilega. Það eina sem þetta gerir er að rýra trúverðugleika kvenna í opinberu lífi. Við erum í sífelldum þykjustuleik um að konur séu frávik í opinberu lífi. Fjölmiðlar á borð við Heimildina draga fram helstu valdakonurnar og láta þær brosa saman á forsíðumynd undir hjákátlegri fyrirsögninni: Konur við völd. Leyfum þessu aðeins að sökkva inn á meðan við ímyndum okkur hið gagnstæða: Karlar við völd. Myndu stjórnmálamenn samþykkja niðurlægjandi forsendur slíkrar forsíðufréttar og væri það til þess að auka traust okkar á hæfni þeirra? Staðreyndin er sú að konur skipa flest æðstu embætti í dag. Þessu ber okkur að fagna á grundvelli þess eins að þær séu konur. En verðleikar lúta í lægra haldi ef það er sjálfstætt fagnaðarefni að kona sé við stjórnvölinn. Það er líkt og er jafnrétti hafi loksins verið náð höfum við ákveðið að gefa skyndilega í og steypa okkur fram af veginum. Því ef að konum er hampað á grundvelli kyns hlýtur hið gagnstæða að vera jafn augljós staðreynd þegar allt fer að lokum í skrúfuna. Eitthvað sem virðist óhjákvæmilegt miðað við framvindu Valkyrjuríkisstjórnarinnar sem er sannarlega ekki ókunnug gellupólitík. Því við stefnum hraðleið í örbirgð með andverðleikasamfélagi sem þráast yfir stéttabaráttu kynjanna. Á meðan verða engin raunveruleg vandamál leyst, aðeins ný vandamál og nýjar kynjamýtur framleiddar. Við verðum að rétta af kúrs og endurvekja það viðmið að konur séu líka menn og konur séu líka alvarlegt fólk. Höfundur er félagsfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Gellupólitík er ekki bara stuð og stemmning. Það sem einkennir hana helst er sýndarsamstaða kvenna um einfaldan, útþynntan, baráttulausan femínisma. Framapot frekar en raunverulega hugmyndafræði, sem gerir mikið úr kyni og lítið úr verðleikum. Þetta er hagsmunagæsla einstaka kvenna sem hagnýta sér félagslegan meðbyr með jafnréttisbaráttu fyrri tíma. Gellupólitík gengur út á það að ákveðnar konur eigi heimtingu á forréttindum sem sögulega tilheyrðu karlmönnum. Þessar konur hafa engan áhuga á því að eyða pólitísku auðmagni í einhverja baráttu, sérstaklega ekki ef það þýðir að gerast róttækar í þágu mæðra eða kvenna úr vinnandi stéttum sem búa við kynbundið ranglæti. Þvert á móti virðist baráttan snúast um að sumar konur fái að skara fram úr á grundvelli þess eins að vera konur. Á meðan leitar gellupólitík í lægsta samnefnara og sífellt færri hugsanir verða nokkurn tímann orðaðar af ótta við félagsleg viðurlög. Orðræðan verður sífellt einsleitnari og einfaldari. Samfélagsleg vandamál aldrei rædd nema í hálfkveðnum vísum. Því þótt gellupólitíkin þykist stefna að jafnrétti hefur hún hagsmuna að gæta af því að markmiðinu verði aldrei náð. Hvað gera gellur þegar grímulaus hagsmunagæsla á grundvelli kyns eins fleytir þeim ekki lengur til æðstu metorða án nánari skoðunar. Því gellupólitík er ekki eiginleg pólitík. Hvað finnst gellum um ESB? Hvað finnst gellum um menntun, landamæri eða skatta? Þú getur spurt, en svarið verður alltaf hið sama: Stelpur eru bestar. Gellupólitík er fléttuð inn í ímynd hinnar réttþenkjandi nútímakonu, sem er jafn sjálfstæð og vinsæl eins og hún er metnaðarfull og frambærileg á vinnumarkaði. Táknmynd sem byggir á menningarlegri vinstrimennsku, miðstéttarsjálfsvitund og vatnsþynntum femínískum orðræðum sem hafa verið gerilsneyddar af öllum innri átökum og núans. Það endurspeglast hvað best í innihalds- og merkingarlausum slagorðum eins og „Stelpur eru bestar“ og „Konur eru konum bestar.“ Platónska frummynd gellupólitíkur má greina í Kryddpíunum (Spice Girls) sem seldu valdeflingu stúlkna sem neysluvöru dægurmenningar. Gellupólitík leyfir sér ekki að kafa á dýptina, þangað sem ágreining kann að finna. Hún er lægsti samnefnari kvenlægrar samstöðu. Einföld slagorð sem má prenta á alls kyns söluvarning. Þessi markaðsvædda sýndarsamstaða kvenna hefur orðið æ sýnilegri með tilkomu samfélagsmiðla, þar sem notendur deila viðeigandi skoðunum og pósta „réttu“ efni til þess að styrkja persónulegt vörumerki sitt. Enda er gellupólitík sviðsetning á félagslega samþykktum kvenleika, sem þykist vera róttækur, en gegnir þeim tilgangi að brjóta undir sig táknrænt og félagslegt auðmagn. Orðræðubundið verkfæri sem viðheldur stöðutign og forréttindum fárra, þ.e. þeirra sem kunna að tileinka sér orðræðuna og umbreyta henni í tækifæri. Þetta er það sem Nancy Fraser kallaði „viðurkenningarfemínisma,” þar sem virðingin áskotnast þeim sem kunna tungumálið og hafa vald yfir orðræðunni. Markmið viðurkenningarfemínisma er ekki kvenréttindi almennt, heldur persónuleg valdefning þeirra sem hagnýta sér hann. Það er ekki kostnaðarlaust að setja spurningarmerki við þetta fyrirbæri. Gagnrýni á forsendur orðræðunnar ógnar ímyndarstjórnun og lögmætiskröfu hópsins. Sá sem hættir að sýna hollustu tapar virðingu, viðurkenningu og aðild að hópnum. Viðurlög við gagnrýni felast m.a. í útilokun, ærumeiðingum og opinberri undirskipun hvers þess er ógnar hópnum og hugmyndafræðinni. Það er ástæða þess að orðræða gellupólitíkur er svona einsleit og innantóm. Völd innan hópsins byggja á félagslegu taumhaldi og viðurlögum sem meðlimir beita aðra til þess að styrkja eigin stöðu. Orðfærið byggist á leiðréttingum og leiðbeiningum um hið rétta siðferði. Gellur verða ekki reiðar eða pirraðar yfir gagnrýninni, heldur vonsviknar og áhyggjufullar. Þú ert ekki að skilja baráttu formæðra okkar, segja þær, eins og gagnrýni á samtímann sé ógild á forsendum sögunnar. Gagnrýninni er ekki svarað beint, heldur eru ný dæmi dregin fram í tilraun til þess að afvegaleiða umræðuna. Með því að leiðrétta eða útiloka sýnast gellur réttþenkjandi, sem eykur siðferðilegan trúverðugleika þeirra. Þau sem þekkja til eineltismenningar stúlkna ættu að kannast nógu vel við aðferðafræðina. Fórnarkostnaðurinn er raunveruleg ógn við skoðanafrelsi kvenna. Það sem er sérstaklega slæmt við gellupólitíkina er hve lítið hún gerir úr konum. Kynið hefur aftur verið fært í forgrunn, þótt nær hálf öld sé liðin síðan Vigdís Finnbogadóttir varð forseti Íslands sem einstæð móðir. Vigdís stóð föst á því að konur væru líka menn og um það var samstaða meðal þjóðar. En nú þegar konur eru í forystu flestra vettvanga finna þær sig knúnar til þess að flíka kyni sínu á ný. Eins og það sé kvenleikinn sem gerir pólitíska þátttöku eða afrek þeirra merkilega. Það eina sem þetta gerir er að rýra trúverðugleika kvenna í opinberu lífi. Við erum í sífelldum þykjustuleik um að konur séu frávik í opinberu lífi. Fjölmiðlar á borð við Heimildina draga fram helstu valdakonurnar og láta þær brosa saman á forsíðumynd undir hjákátlegri fyrirsögninni: Konur við völd. Leyfum þessu aðeins að sökkva inn á meðan við ímyndum okkur hið gagnstæða: Karlar við völd. Myndu stjórnmálamenn samþykkja niðurlægjandi forsendur slíkrar forsíðufréttar og væri það til þess að auka traust okkar á hæfni þeirra? Staðreyndin er sú að konur skipa flest æðstu embætti í dag. Þessu ber okkur að fagna á grundvelli þess eins að þær séu konur. En verðleikar lúta í lægra haldi ef það er sjálfstætt fagnaðarefni að kona sé við stjórnvölinn. Það er líkt og er jafnrétti hafi loksins verið náð höfum við ákveðið að gefa skyndilega í og steypa okkur fram af veginum. Því ef að konum er hampað á grundvelli kyns hlýtur hið gagnstæða að vera jafn augljós staðreynd þegar allt fer að lokum í skrúfuna. Eitthvað sem virðist óhjákvæmilegt miðað við framvindu Valkyrjuríkisstjórnarinnar sem er sannarlega ekki ókunnug gellupólitík. Því við stefnum hraðleið í örbirgð með andverðleikasamfélagi sem þráast yfir stéttabaráttu kynjanna. Á meðan verða engin raunveruleg vandamál leyst, aðeins ný vandamál og nýjar kynjamýtur framleiddar. Við verðum að rétta af kúrs og endurvekja það viðmið að konur séu líka menn og konur séu líka alvarlegt fólk. Höfundur er félagsfræðingur
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar