Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar 1. nóvember 2025 18:00 Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri hefur verið helsta fréttaefni síðustu daga, vegna furðulegra og svimandi hárra greiðslna af almannafé til ráðgjafa sem tók yfir 30 þúsund krónur á tímann, meðal annars fyrir að fara í búðir, velta fyrir sér staðsetningu píluspjalds og ekki síst fyrir að spjalla við Sigríði í síma um eitt og annað. Minna hefur verið fjallað um skrautlegan brotaferil Sigríðar, sem nær allt aftur til þess tíma þegar hún var lögreglustjóri á Suðurnesjum, skipuð af Birni Bjarnasyni, þáverandi dómsmálaráðherra. Sigríður sendi nefnilega, í nóvember 2013, persónulegar upplýsingar um tiltekna manneskju til aðstoðarmanns Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, sem þá var dómsmálaráðherra, með hætti sem braut gegn persónuverndarlögum samkvæmt niðurstöðu Persónuverndar. Þessar upplýsingar notaði aðstoðarmaður Hönnu Birnu síðan með ólögmætum hætti til að koma höggi á umrædda manneskju. Rúmu hálfu ári síðar skipaði Hanna Birna Sigríði (án auglýsingar) lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu. Annað "afrek" Sigríðar sem lögreglustjóra á Suðurnesjum má lesa um í þessum Hæstaréttardómi nr. 827/2017. Rúmu ári áður en hún tók við því embætti í janúar 2009 hafði fjársvikamál verið kært til embættisins, en eftir að Sigríður tók við var það látið liggja í láginni árum saman eins og segir í dómnum, sem er svo harðorður að annað eins hefur varla sést, þótt sorglega algengt sé að dómstólar þurfi að ávíta lögreglu vegna slælegra vinnubragða: "... var mál þetta upphaflega kært til lögreglu 18. október 2007. Í maí og júlí 2008 voru teknar skýrslur hjá lögreglu af ákærða og A, en rannsókn málsins var eftir það ekki fram haldið fyrr en á árinu 2010 ... en ákæra var ekki gefin út fyrr en 11. júní 2013. Þessi fáheyrði dráttur á rannsókn málsins og saksókn er vítaverður og í hróplegu ósamræmi við ... 70. gr. stjórnarskrárinnar og ... mannréttindasáttmála Evrópu ... Ber að átelja þetta harðlega." Afleiðingarnar urðu þær að "... þar sem meðferð málsins hafði dregist óhæfilega hjá lögreglu og fyrir Hæstarétti var talið óhjákvæmilegt að skilorðsbinda refsinguna að fullu." Óhætt er líka að segja að Sigríður Björk hafi misnotað embætti sitt herfilega þegar hún kom fram í lögreglubúningi í forsíðuviðtali í Nýju lífi 2012, til að verja tengdaföður sinn, Ólaf Skúlason biskup, gegn ásökunum dóttur hans. Eftir að Sigríður tók við sem lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu úrskurðaði innanríkisráðuneytið, árið 2016, að Sigríður Björk hefði "brotið meðalhófsreglu stjórnsýslulaga með því að víkja lögreglumanni úr starfi tímabundið" og að hún hafi "byggt ákvörðun sína fyrst og síðast á orðrómi, frekar en gögnum." Sama ár komst Hæstaréttur að þeirri niðurstöðu að hún hefði beinlínis framið lögbrot í starfi árið 2016 vegna framgöngu sinnar gagnvart undirmanni. Sama ár sendi hún innanríkisráðherra tölvupóst, að því er virðist til að koma höggi á undirmann, með staðhæfingum sem síðar kom í ljós að hún vildi ekki kannast við að væru til. Auk alls ofangreinds hefur svo ítrekað verið sagt frá illdeilum innan lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu meðan Sigríður Björk var þar lögreglustjóri, til dæmis hér og hér og hér. Þrátt fyrir allt þetta skipaði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Sigríði ríkislögreglustjóra í mars 2020. Það er illskiljanlegt hvernig þessi manneskja hefur komist upp með ítrekuð lögbrot og önnur brot í starfi, og samt verið hækkuð í tign, þartil hún var orðin æðsti lögreglustjóri landsins. Og í ljósi þessa ferils, sem lýsir sláandi virðingarleysi gagnvart lögum og góðum stjórnsýsluháttum, ætti nýjasta hneykslismálið kannski ekki að koma á óvart. En hversu lengi er stætt á því að hafa síbrotamanneskju af þessu tagi yfir æðsta lögregluembætti landsins? Höfundur er stærðfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Greiðslur ríkislögreglustjóra til Intra Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri hefur verið helsta fréttaefni síðustu daga, vegna furðulegra og svimandi hárra greiðslna af almannafé til ráðgjafa sem tók yfir 30 þúsund krónur á tímann, meðal annars fyrir að fara í búðir, velta fyrir sér staðsetningu píluspjalds og ekki síst fyrir að spjalla við Sigríði í síma um eitt og annað. Minna hefur verið fjallað um skrautlegan brotaferil Sigríðar, sem nær allt aftur til þess tíma þegar hún var lögreglustjóri á Suðurnesjum, skipuð af Birni Bjarnasyni, þáverandi dómsmálaráðherra. Sigríður sendi nefnilega, í nóvember 2013, persónulegar upplýsingar um tiltekna manneskju til aðstoðarmanns Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, sem þá var dómsmálaráðherra, með hætti sem braut gegn persónuverndarlögum samkvæmt niðurstöðu Persónuverndar. Þessar upplýsingar notaði aðstoðarmaður Hönnu Birnu síðan með ólögmætum hætti til að koma höggi á umrædda manneskju. Rúmu hálfu ári síðar skipaði Hanna Birna Sigríði (án auglýsingar) lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu. Annað "afrek" Sigríðar sem lögreglustjóra á Suðurnesjum má lesa um í þessum Hæstaréttardómi nr. 827/2017. Rúmu ári áður en hún tók við því embætti í janúar 2009 hafði fjársvikamál verið kært til embættisins, en eftir að Sigríður tók við var það látið liggja í láginni árum saman eins og segir í dómnum, sem er svo harðorður að annað eins hefur varla sést, þótt sorglega algengt sé að dómstólar þurfi að ávíta lögreglu vegna slælegra vinnubragða: "... var mál þetta upphaflega kært til lögreglu 18. október 2007. Í maí og júlí 2008 voru teknar skýrslur hjá lögreglu af ákærða og A, en rannsókn málsins var eftir það ekki fram haldið fyrr en á árinu 2010 ... en ákæra var ekki gefin út fyrr en 11. júní 2013. Þessi fáheyrði dráttur á rannsókn málsins og saksókn er vítaverður og í hróplegu ósamræmi við ... 70. gr. stjórnarskrárinnar og ... mannréttindasáttmála Evrópu ... Ber að átelja þetta harðlega." Afleiðingarnar urðu þær að "... þar sem meðferð málsins hafði dregist óhæfilega hjá lögreglu og fyrir Hæstarétti var talið óhjákvæmilegt að skilorðsbinda refsinguna að fullu." Óhætt er líka að segja að Sigríður Björk hafi misnotað embætti sitt herfilega þegar hún kom fram í lögreglubúningi í forsíðuviðtali í Nýju lífi 2012, til að verja tengdaföður sinn, Ólaf Skúlason biskup, gegn ásökunum dóttur hans. Eftir að Sigríður tók við sem lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu úrskurðaði innanríkisráðuneytið, árið 2016, að Sigríður Björk hefði "brotið meðalhófsreglu stjórnsýslulaga með því að víkja lögreglumanni úr starfi tímabundið" og að hún hafi "byggt ákvörðun sína fyrst og síðast á orðrómi, frekar en gögnum." Sama ár komst Hæstaréttur að þeirri niðurstöðu að hún hefði beinlínis framið lögbrot í starfi árið 2016 vegna framgöngu sinnar gagnvart undirmanni. Sama ár sendi hún innanríkisráðherra tölvupóst, að því er virðist til að koma höggi á undirmann, með staðhæfingum sem síðar kom í ljós að hún vildi ekki kannast við að væru til. Auk alls ofangreinds hefur svo ítrekað verið sagt frá illdeilum innan lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu meðan Sigríður Björk var þar lögreglustjóri, til dæmis hér og hér og hér. Þrátt fyrir allt þetta skipaði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Sigríði ríkislögreglustjóra í mars 2020. Það er illskiljanlegt hvernig þessi manneskja hefur komist upp með ítrekuð lögbrot og önnur brot í starfi, og samt verið hækkuð í tign, þartil hún var orðin æðsti lögreglustjóri landsins. Og í ljósi þessa ferils, sem lýsir sláandi virðingarleysi gagnvart lögum og góðum stjórnsýsluháttum, ætti nýjasta hneykslismálið kannski ekki að koma á óvart. En hversu lengi er stætt á því að hafa síbrotamanneskju af þessu tagi yfir æðsta lögregluembætti landsins? Höfundur er stærðfræðingur.
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar