Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar 28. október 2025 19:31 Árið 2008 hitti ég Víking Heiðar í fyrsta sinn. Hann tók þátt í tónleikaröð fyrir rísandi stjörnur í klassískri tónlist, en viðburðurinn var hluti af sérstakri menningarhátíð sem ég átti þátt í að undirbúa í Brussel. Þarna birtist þessi hógværi hlýlegi maður og spilaði einstaklega fallega fyrir nokkuð stóran hóp í sal eins helsta menningarhúss Brussel, Palais de Bozar. Nú, tæpum 18 árum síðar, var ég viðstödd þegar Víkingur Heiðar hlaut verðlaun Norðurlandaráðs í Stokkhólmi. Hann er ekki lengur rísandi stjarna, hans stjarna skín skærar sem aldrei fyrr eins og birtist nú með viðurkenningu Norðurlandaráðs en ekki síður í gullverðlaunum Konunglega fílharmóníufélagsins í London og Grammy verðlaunum; en þetta eru aðeins dæmi um þær mörgu alþjóðlegu viðurkenningar sem Víkingur Heiðar hefur hlotið. Hann fyllir tónleikasali hvar sem er í veröldinni, allt frá Belgíu yfir til Bandaríkjanna og Japan og þúsundir hrífast með. Saga Víkings Heiðars minnir okkur á mikilvægi tónlistarnáms og aðgengi þess fyrir alla óháð efnahag. Hún minnir okkur líka á þá gjöf sem felst í því að búa í samfélagi þar sem við getum ræktað ólík áhugasvið sem oft eru ekki endilega fjárhagslega arðbær eða örugg leið. Síðast en ekki síst minnir saga Víkings okkur á mikilvægi þess að hafa ástríðu og metnað fyrir því sem við vinnum að. Í ræðu Víkings Heiðars, sem flutt var af sendiherra Íslands í Svíþjóð þar sem Víkingur Heiðar er við tónleikahald í Bandaríkjunum, kom sérstaklega fram mikið þakklæti til allra þeirra sem hafa hjálpað honum að ná árangri í gegnum tíðina. Með þeim árangri hefur Víkingur Heiðar svo sannarlega lýst upp íslenskt tónlistarlíf og orðið öðrum hvatning og innblástur. Til hamingju Víkingur Heiðar. Þú ert þjóðinni til sóma. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Hrund Logadóttir Tónlist Víkingur Heiðar Mest lesið Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Sjá meira
Árið 2008 hitti ég Víking Heiðar í fyrsta sinn. Hann tók þátt í tónleikaröð fyrir rísandi stjörnur í klassískri tónlist, en viðburðurinn var hluti af sérstakri menningarhátíð sem ég átti þátt í að undirbúa í Brussel. Þarna birtist þessi hógværi hlýlegi maður og spilaði einstaklega fallega fyrir nokkuð stóran hóp í sal eins helsta menningarhúss Brussel, Palais de Bozar. Nú, tæpum 18 árum síðar, var ég viðstödd þegar Víkingur Heiðar hlaut verðlaun Norðurlandaráðs í Stokkhólmi. Hann er ekki lengur rísandi stjarna, hans stjarna skín skærar sem aldrei fyrr eins og birtist nú með viðurkenningu Norðurlandaráðs en ekki síður í gullverðlaunum Konunglega fílharmóníufélagsins í London og Grammy verðlaunum; en þetta eru aðeins dæmi um þær mörgu alþjóðlegu viðurkenningar sem Víkingur Heiðar hefur hlotið. Hann fyllir tónleikasali hvar sem er í veröldinni, allt frá Belgíu yfir til Bandaríkjanna og Japan og þúsundir hrífast með. Saga Víkings Heiðars minnir okkur á mikilvægi tónlistarnáms og aðgengi þess fyrir alla óháð efnahag. Hún minnir okkur líka á þá gjöf sem felst í því að búa í samfélagi þar sem við getum ræktað ólík áhugasvið sem oft eru ekki endilega fjárhagslega arðbær eða örugg leið. Síðast en ekki síst minnir saga Víkings okkur á mikilvægi þess að hafa ástríðu og metnað fyrir því sem við vinnum að. Í ræðu Víkings Heiðars, sem flutt var af sendiherra Íslands í Svíþjóð þar sem Víkingur Heiðar er við tónleikahald í Bandaríkjunum, kom sérstaklega fram mikið þakklæti til allra þeirra sem hafa hjálpað honum að ná árangri í gegnum tíðina. Með þeim árangri hefur Víkingur Heiðar svo sannarlega lýst upp íslenskt tónlistarlíf og orðið öðrum hvatning og innblástur. Til hamingju Víkingur Heiðar. Þú ert þjóðinni til sóma. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun