Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar 28. október 2025 07:03 Fyrir um ári kom út stór skýrsla um samkeppnishæfni Evrópu sem í daglegu tali er köllum Draghi-skýrslan, eftir aðalhöfundi hennar, Mario Draghi, fyrrum forsætisráðherra Ítalíu. Skýrslan dregur fram margvíslega veikleika í samkeppnishæfni atvinnulífs Evrópusambandsins og leggur til aðgerðir til að bregðast við þeim. Hér á landi hafa sumir notað Draghi skýrsluna til að draga fram þá mynd að ESB sé rjúkandi rúst og að þangað höfum við ekkert að sækja. En hvað er það sem Draghi-skýrslan dregur fram? Og hvernig kæmi samkeppnishæfni okkar eigin atvinnulífs út ef sömu mælistikur væru notaðar? Einn meginpunktur skýrslunnar er að ESB hafi orðið eftir í samkeppni við Bandaríkin þegar kemur að tækni og nýsköpun. Því til sönnunnar ef nefnt að verðmætustu fyrirtæki Bandaríkjanna séu allt nýleg tæknifyrirtæki. Hér er listinn: Verðmætustu fyrirtæki í kauphöllum Bandaríkjanna: NVIDIA Corporation (Tækni/Gervigreind/Flögur) Microsoft Corporation (Tækni/Hugbúnaður) Apple Inc. (Tækni/Neyslu-rafeindatækni) Alphabet Inc. (Google) (Tækni/Netþjónusta) Amazon.com, Inc. (Tækni/Verslun á netinu/Skýjaþjónusta) Meta Platforms, Inc. (Tækni/Samfélagsmiðlar) Broadcom Inc. (Tækni/Hálfleiðarar) Tesla, Inc. (Neysluvörur/Rafbílar) Skoðum til samanburðar: Verðmætustu fyrirtæki í kauphöllum Evrópusambandsins: ASML Holding N.V. (Tækni/Hálfleiðarabúnaður) LVMH Moët Hennessy Louis Vuitton (Lúxusvörur) SAP SE (Tækni/Hugbúnaður) Prosus N.V. (Tækni/Fjárfesting í netfyrirtækjum) Hermès International (Lúxusvörur) L'Oréal S.A. (Neysluvörur/Snyrtivörur) Novo Nordisk A/S (Lyfjafyrirtæki) Siemens AG (Iðnaður/Tækni) Hér má sjá hvað höfundar Draghi-skýrslunnar eiga við. Nánast öll fyrirtæki á bandaríska listanum eru tæknifyrirtæki er sem ekki voru til fyrir 50 árum. Í Evrópu er töluvert meira um hefðbundin framleiðslufyrirtæki sem hvíla á gömlum grunni. En hver er staðan á Íslandi? Verðmætustu fyrirtæki í kauphöll Íslands: Arion banki hf (Fjármálaþjónusta) Íslandsbanki hf (Fjármálaþjónusta) Síldarvinnslan hf (Sjávarútvegur/Fiskvinnsla) Hagar hf (Smásala) Brim hf (Sjávarútvegur) Ísfélag hf (Sjávarútvegur) Festi hf (Smásala/Fjárfestingar) Reitir fasteignafélag hf (Fasteignir) Rétt er að taka fram að ef við lítum til fyrirtækja sem hafa höfuðstöðvar á Íslandi en eru skráð í kauphöllum annarra landa þá myndu Alvotech og Embla Medical bætast við. En staðan er engu að síður þessi: Sé litið til íslensku kauphallarinnar þá eru það fjármálafyrirtæki, smásalar, sjávarútvegsfyrirtæki og fasteignafélög sem tróna á toppnum. Allt er þetta er starfsemi sem hefur verið til í áratugi. Tæknifyrirtækin eru jafnvel minna sýnileg en í ESB. Eigi Ísland á að tryggja samkeppnishæfni sína til framtíðar þarf allavega að horfast í augu við veruleikann eins og hann er. Það er einmitt það sem Evrópusambandið gerði. Draghi-skýrslan vakti athygli á veikleikum ESB-landa sem löndin hafa þegar ákveðið að bregðast við með margvíslegum hætti. Að gera það er ekki merki um veikleika, heldur styrk. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Fyrir um ári kom út stór skýrsla um samkeppnishæfni Evrópu sem í daglegu tali er köllum Draghi-skýrslan, eftir aðalhöfundi hennar, Mario Draghi, fyrrum forsætisráðherra Ítalíu. Skýrslan dregur fram margvíslega veikleika í samkeppnishæfni atvinnulífs Evrópusambandsins og leggur til aðgerðir til að bregðast við þeim. Hér á landi hafa sumir notað Draghi skýrsluna til að draga fram þá mynd að ESB sé rjúkandi rúst og að þangað höfum við ekkert að sækja. En hvað er það sem Draghi-skýrslan dregur fram? Og hvernig kæmi samkeppnishæfni okkar eigin atvinnulífs út ef sömu mælistikur væru notaðar? Einn meginpunktur skýrslunnar er að ESB hafi orðið eftir í samkeppni við Bandaríkin þegar kemur að tækni og nýsköpun. Því til sönnunnar ef nefnt að verðmætustu fyrirtæki Bandaríkjanna séu allt nýleg tæknifyrirtæki. Hér er listinn: Verðmætustu fyrirtæki í kauphöllum Bandaríkjanna: NVIDIA Corporation (Tækni/Gervigreind/Flögur) Microsoft Corporation (Tækni/Hugbúnaður) Apple Inc. (Tækni/Neyslu-rafeindatækni) Alphabet Inc. (Google) (Tækni/Netþjónusta) Amazon.com, Inc. (Tækni/Verslun á netinu/Skýjaþjónusta) Meta Platforms, Inc. (Tækni/Samfélagsmiðlar) Broadcom Inc. (Tækni/Hálfleiðarar) Tesla, Inc. (Neysluvörur/Rafbílar) Skoðum til samanburðar: Verðmætustu fyrirtæki í kauphöllum Evrópusambandsins: ASML Holding N.V. (Tækni/Hálfleiðarabúnaður) LVMH Moët Hennessy Louis Vuitton (Lúxusvörur) SAP SE (Tækni/Hugbúnaður) Prosus N.V. (Tækni/Fjárfesting í netfyrirtækjum) Hermès International (Lúxusvörur) L'Oréal S.A. (Neysluvörur/Snyrtivörur) Novo Nordisk A/S (Lyfjafyrirtæki) Siemens AG (Iðnaður/Tækni) Hér má sjá hvað höfundar Draghi-skýrslunnar eiga við. Nánast öll fyrirtæki á bandaríska listanum eru tæknifyrirtæki er sem ekki voru til fyrir 50 árum. Í Evrópu er töluvert meira um hefðbundin framleiðslufyrirtæki sem hvíla á gömlum grunni. En hver er staðan á Íslandi? Verðmætustu fyrirtæki í kauphöll Íslands: Arion banki hf (Fjármálaþjónusta) Íslandsbanki hf (Fjármálaþjónusta) Síldarvinnslan hf (Sjávarútvegur/Fiskvinnsla) Hagar hf (Smásala) Brim hf (Sjávarútvegur) Ísfélag hf (Sjávarútvegur) Festi hf (Smásala/Fjárfestingar) Reitir fasteignafélag hf (Fasteignir) Rétt er að taka fram að ef við lítum til fyrirtækja sem hafa höfuðstöðvar á Íslandi en eru skráð í kauphöllum annarra landa þá myndu Alvotech og Embla Medical bætast við. En staðan er engu að síður þessi: Sé litið til íslensku kauphallarinnar þá eru það fjármálafyrirtæki, smásalar, sjávarútvegsfyrirtæki og fasteignafélög sem tróna á toppnum. Allt er þetta er starfsemi sem hefur verið til í áratugi. Tæknifyrirtækin eru jafnvel minna sýnileg en í ESB. Eigi Ísland á að tryggja samkeppnishæfni sína til framtíðar þarf allavega að horfast í augu við veruleikann eins og hann er. Það er einmitt það sem Evrópusambandið gerði. Draghi-skýrslan vakti athygli á veikleikum ESB-landa sem löndin hafa þegar ákveðið að bregðast við með margvíslegum hætti. Að gera það er ekki merki um veikleika, heldur styrk. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun