Leik lokið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum

Sesselja Ósk Gunnarsdóttir skrifar
Stjarnan - ÍR Bónus karla 8-liða Vor 2025
Stjarnan - ÍR Bónus karla 8-liða Vor 2025

ÍR gerði sér lítið fyrir og lagði Íslandsmeistara Stjörnunnar, 91-93, er liðin mættust í Bónus-deild karla í kvöld.

Stjarnan byrjaði leikinn töluvert betur og leit allt út fyrir einstefnuleik Stjörnunar í fyrsta leikhluta.

ÍR-ingar náðu hægt og rólega að snúa við stöðunni og lauk fyrri hálfleikur með tveggja stiga mun 46-44.

Jafnræði var með liðunum í síðari hálfleiknum og kepptust liðin við að komast yfir.

ÍR leiddi með sex stigum eftir þrjá leikhluta, 64-70. 

Fjórði leikhluti var kaflaskiptur og spennustigið var hátt. Liðin skiptu því á milli sér að taka yfir leikinn en að lokum náðu ÍR-ingar að sigla sigrinum heim 91-93.

Atvik leiksins

Viðsnúningur ÍR-inga í leikhluta tvö að mínu mati. Ég hélt að þetta væri að stefna í svipaðan leik og á móti Tindastóli í síðustu umferð.

Stjörnur og skúrkar

Dimitrios Klonaras var með tvennuna í kvöld. 23 stig og 18 fráköst.

Jacob Falko svaraði heldur betur fyrir leikinn í síðustu umferð. Í kvöld var hann með 25 stig og 7 stoðsendingar.

Seth Christian Le Day var einnig með tvennu í kvöld. 22 stig og 20 fráköst.

Luka Gasic var stigahæstur í liði Stjörnunar með 24 stig.

Stemning og umgjörð 

Lífleg stemning í ÞG-höllinni í Garðabæ og mjög góð umgjörðin. Heyrðist hressilega í stuðningsmönnum beggja liða.

Dómarar

Sigmundur Már, Jóhannes Páll og Sigurbaldur stóðu að dómgæslunni í kvöld. Ekkert út á dómgæsluna að setja.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira