„Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Siggeir Ævarsson skrifar 23. október 2025 21:22 Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var ánægður með sigurinn en fátt annað í leik Grindavíkur í kvöld. Vísir/Pawel Grindavík vann tæpan sigur á KR í Bónus-deild karla í kvöld, 78-77, en Arnór Tristan Helgason tryggði Grindavík sigurinn í lokin með laglegu einstaklingsframtaki. Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, tók undir að þetta hefði sloppið fyrir horn í þetta skiptið. „Það er óhætt að segja það. Þetta var svolítið skrítinn leikur. Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu, sérstaklega á sóknarhelmingi. En við kreistum þetta út. Við vorum komnir held ég fimm undir þegar það var ein og hálf eftir en gerum síðustu sex stigin.“ „Bara ánægður með sigurinn því við erum þunnskipaðir. Hrós á þá drengi sem stigu upp og skiluðu flottum mínútum.“ Grindvíkingar hófu leik án DeAndre Kane og þá meiddist Khalil Shabazz í 2. leikhluta. Jóhann þurfti því að setja mikið traust á reynsluminni menn í kvöld. „Svona spilast þetta stundum og eins og við höfum verið að impra frá því við byrjuðum, í september sennilega þegar við komum loksins saman, að menn þurfa að standa klárir og taka þær mínútur sem gefast. Ánægður með þá sem að fengu stærra hlutverk í kvöld og skiluðu því frábærlega.“ Arnór Tristan tryggði Grindvíkingum sigurinn þegar sex sekúndur voru eftir og staðan 75-78. Hann keyrði á körfuna og sótti villu og körfu góða. Jóhann sagði að þetta hefði ekki verið endilega það sem hann teiknaði upp. „Við ætluðum að setja bara boltaskrín og hann nær að snúa hornið og fer af stað. Þetta er ungur og efnilegur strákur og ég held að hann hafi aldrei fengið svona stórt hlutverk. Hefur staðið sig frábærlega vel í haust í þessum fyrstu fjórum leikjum. Hann er bara að læra og lifa og þetta kemur til með að nýtast honum í næstu leikjum, alveg pottþétt.“ Arnór tók eina hressilega troðslu í hraðaupphlaupi í kvöld og fór eflaust um marga í ljósi sögunnar en Arnór lenti á báðum fótum áfallalaust í þetta skiptið. Jóhann sagði að samherjar hans væru búnir að fara vandlega yfir troðslunatæknina með honum á æfingum. „Þeir eru búnir að vera að fara yfir þetta með honum á æfingum. Þú átt bara að leggja hann í, þú átt ekki að hanga í hringnum þegar þú ert á svona mikilli ferð. Hann er held ég bara farinn að hlusta á það drengurinn. Ég á ekkert í því, ekki neitt, þeir strákarnir, Drey og Daniel. Það verður ekkert meira svona.“ Bónus-deild karla UMF Grindavík Körfubolti Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Fleiri fréttir Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Sjá meira
Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, tók undir að þetta hefði sloppið fyrir horn í þetta skiptið. „Það er óhætt að segja það. Þetta var svolítið skrítinn leikur. Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu, sérstaklega á sóknarhelmingi. En við kreistum þetta út. Við vorum komnir held ég fimm undir þegar það var ein og hálf eftir en gerum síðustu sex stigin.“ „Bara ánægður með sigurinn því við erum þunnskipaðir. Hrós á þá drengi sem stigu upp og skiluðu flottum mínútum.“ Grindvíkingar hófu leik án DeAndre Kane og þá meiddist Khalil Shabazz í 2. leikhluta. Jóhann þurfti því að setja mikið traust á reynsluminni menn í kvöld. „Svona spilast þetta stundum og eins og við höfum verið að impra frá því við byrjuðum, í september sennilega þegar við komum loksins saman, að menn þurfa að standa klárir og taka þær mínútur sem gefast. Ánægður með þá sem að fengu stærra hlutverk í kvöld og skiluðu því frábærlega.“ Arnór Tristan tryggði Grindvíkingum sigurinn þegar sex sekúndur voru eftir og staðan 75-78. Hann keyrði á körfuna og sótti villu og körfu góða. Jóhann sagði að þetta hefði ekki verið endilega það sem hann teiknaði upp. „Við ætluðum að setja bara boltaskrín og hann nær að snúa hornið og fer af stað. Þetta er ungur og efnilegur strákur og ég held að hann hafi aldrei fengið svona stórt hlutverk. Hefur staðið sig frábærlega vel í haust í þessum fyrstu fjórum leikjum. Hann er bara að læra og lifa og þetta kemur til með að nýtast honum í næstu leikjum, alveg pottþétt.“ Arnór tók eina hressilega troðslu í hraðaupphlaupi í kvöld og fór eflaust um marga í ljósi sögunnar en Arnór lenti á báðum fótum áfallalaust í þetta skiptið. Jóhann sagði að samherjar hans væru búnir að fara vandlega yfir troðslunatæknina með honum á æfingum. „Þeir eru búnir að vera að fara yfir þetta með honum á æfingum. Þú átt bara að leggja hann í, þú átt ekki að hanga í hringnum þegar þú ert á svona mikilli ferð. Hann er held ég bara farinn að hlusta á það drengurinn. Ég á ekkert í því, ekki neitt, þeir strákarnir, Drey og Daniel. Það verður ekkert meira svona.“
Bónus-deild karla UMF Grindavík Körfubolti Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Fleiri fréttir Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum