Körfubolti

Kefla­vík fær er­lendan leik­mann

Sindri Sverrisson skrifar
Keishana Washington spilaði með Drexel University.
Keishana Washington spilaði með Drexel University.

Hin kanadíska Keishana Washington hefur samið um að spila með körfuboltaliði Keflavíkur í vetur.

Washington er 170 sentímetra bakvörður sem lék með Drexel háskólanum í Bandaríkjunum og var ein af stigahæstu leikmönnunum í sögu skólans.

Eftir háskólann spilaði hún með Torun í Póllandi og síðar Saint-Amand Hainaut í Frakklandi, en hún er 25 ára gömul.

Keflavík hefur verið án erlends leikmanns í fyrstu þremur leikjum sínum í Bónus-deildinni en þó unnið tvo þeirra. Næsti leikur liðsins er við Íslandsmeistara Hauka á heimavelli annað kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×