Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Valur Páll Eiríksson skrifar 24. október 2025 10:01 Hugi er stjórnarmaður hjá KKÍ og er í virku samstarfi við erlenda veðmálafyrirtækið Coolbet. Vísir/Vilhelm/Skjáskot Hugi Halldórsson, stjórnarmaður hjá KKÍ, hefur reglulega auglýst erlenda veðmálafyrirtækið Coolbet, bæði á samfélagsmiðlinum X sem og í hlaðvarpinu 70 mínútum. Framkvæmdastjóri sambandsins vildi lítið tjá sig um málið. Hugi var kjörinn í stjórn KKÍ á ársþingi sambandsins í apríl. Hann hefur auglýst Coolbet undanfarin ár og engin breyting orðið á við stjórnarsetu hans hjá sambandinu. Hugi rekur einnig tóbakssölufyrirtækið Bagg.is þar sem þeim fyrstu 100 sem tryggðu sér áskrift að tóbakssöluþjónustu hjá fyrirtækinu áttu möguleika á að vinna 1.000 evru inneign hjá Coolbet. Coolbet er áberandi í auglýsingu happdrættisleiks þess á samfélagsmiðlinum Instagram. Í auglýsingu Bagg.is má sjá nikótíndósir merktar fyrirtækinu og kóðinn „Coolbet“ veitir möguleika á vinningi. Hugi birti færsluna ásamt Sigurði Gísla Bond, sem sjá má í mynd, ásamt aðgangi Coolbet á miðlinum Instagram.Skjáskot/Instagram Umfang veðmálastarfsemi hérlendis hefur vaxið í umræðunni undanfarnar vikur. Auglýsing Kristófers Acox fyrir Coolbet kom ákveðinni umræðu af stað og er breyting á regluverki til skoðunar innan íþróttahreyfingarinnar. Enn er til skoðunar hvort refsa eigi Kristófer fyrir auglýsingu hans. Þar voru lögð til veðmál á leiki í Bónus-deild karla, sem hann sjálfur spilar í fyrir Val. Leikmönnum er bannað að veðja á leiki í sinni deild í öllum íþróttum hér á landi en regluverk KKÍ hvað varðar auglýsingar leikmanna á veðmálum er öllu óskýrara. Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ, sagði við íþróttadeild í gær að mál Kristófers og önnur því lík kynnu að hafa neikvæð áhrif á ímynd hreyfingarinnar. KKÍ hafi þá borist ábendingar um önnur möguleg veðmálabrot eða álíka auglýsingar innan hreyfingarinnar eftir að mál Kristófers komst í fréttirnar. „Það hafa fleiri mál komið inn á borð til okkar eftir að þetta kom upp. Við erum að skoða þetta heilt yfir,“ sagði Hannes í Sportpakkanum í gær. Klippa: Ummæli framkvæmdastjóra KKÍ um veðmálaauglýsingar stjórnarmanns Samkvæmt heimildum íþróttadeildar hefur sambandinu til að mynda verið bent á auglýsingar stjórnarmanns þess, og þar vísað til Huga. Hannes vildi aftur á móti lítið tjá sig um auglýsingar stjórnarmanns þegar eftir því var leitað í viðtali sem hann veitti íþróttadeild í gær. „Það er erfitt fyrir mig sem framkvæmdastjóra sambandsins að tjá mig um þá sem eru í stjórn KKÍ. Það verður hver og einn að gera það upp við sjálfan sig hvað mönnum finnst um það,“ segir Hannes. Sjá má ummælin í spilaranum að ofan. KKÍ Fjárhættuspil Tengdar fréttir Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Íslendingar eyða tugum milljarða á ári á ólöglegum veðmálasíðum. Eigendur þeirra greiða enga skatta eða gjöld hér á landi vegna úreltra laga sem hefur ekki verið breytt síðan árið 2005. Dómsmálaráðherra vill breytingar en í hvaða átt skal fara? Leyfa eða banna? Málið var rætt í Pallborðinu á Vísi í dag. 23. október 2025 12:02 Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Kristófer Acox og Coolbet hafa fjarlægt allar færslur þar sem leikmaðurinn sést á samfélagsmiðlum veðmálasíðunnar. Körfuknattleiksdeild Vals vildi ekki tjá sig um málið. 10. október 2025 15:00 Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfuboltamaðurinn Kristófer Acox gæti átt yfir höfði sér sekt frá Körfuknattleikssambandi Íslands fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu. Kristófer var andlit auglýsingar um veðmál á leiki í deildinni sem hann spilar sjálfur í; Bónus-deildinni. 10. október 2025 07:02 Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Sjá meira
Hugi var kjörinn í stjórn KKÍ á ársþingi sambandsins í apríl. Hann hefur auglýst Coolbet undanfarin ár og engin breyting orðið á við stjórnarsetu hans hjá sambandinu. Hugi rekur einnig tóbakssölufyrirtækið Bagg.is þar sem þeim fyrstu 100 sem tryggðu sér áskrift að tóbakssöluþjónustu hjá fyrirtækinu áttu möguleika á að vinna 1.000 evru inneign hjá Coolbet. Coolbet er áberandi í auglýsingu happdrættisleiks þess á samfélagsmiðlinum Instagram. Í auglýsingu Bagg.is má sjá nikótíndósir merktar fyrirtækinu og kóðinn „Coolbet“ veitir möguleika á vinningi. Hugi birti færsluna ásamt Sigurði Gísla Bond, sem sjá má í mynd, ásamt aðgangi Coolbet á miðlinum Instagram.Skjáskot/Instagram Umfang veðmálastarfsemi hérlendis hefur vaxið í umræðunni undanfarnar vikur. Auglýsing Kristófers Acox fyrir Coolbet kom ákveðinni umræðu af stað og er breyting á regluverki til skoðunar innan íþróttahreyfingarinnar. Enn er til skoðunar hvort refsa eigi Kristófer fyrir auglýsingu hans. Þar voru lögð til veðmál á leiki í Bónus-deild karla, sem hann sjálfur spilar í fyrir Val. Leikmönnum er bannað að veðja á leiki í sinni deild í öllum íþróttum hér á landi en regluverk KKÍ hvað varðar auglýsingar leikmanna á veðmálum er öllu óskýrara. Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ, sagði við íþróttadeild í gær að mál Kristófers og önnur því lík kynnu að hafa neikvæð áhrif á ímynd hreyfingarinnar. KKÍ hafi þá borist ábendingar um önnur möguleg veðmálabrot eða álíka auglýsingar innan hreyfingarinnar eftir að mál Kristófers komst í fréttirnar. „Það hafa fleiri mál komið inn á borð til okkar eftir að þetta kom upp. Við erum að skoða þetta heilt yfir,“ sagði Hannes í Sportpakkanum í gær. Klippa: Ummæli framkvæmdastjóra KKÍ um veðmálaauglýsingar stjórnarmanns Samkvæmt heimildum íþróttadeildar hefur sambandinu til að mynda verið bent á auglýsingar stjórnarmanns þess, og þar vísað til Huga. Hannes vildi aftur á móti lítið tjá sig um auglýsingar stjórnarmanns þegar eftir því var leitað í viðtali sem hann veitti íþróttadeild í gær. „Það er erfitt fyrir mig sem framkvæmdastjóra sambandsins að tjá mig um þá sem eru í stjórn KKÍ. Það verður hver og einn að gera það upp við sjálfan sig hvað mönnum finnst um það,“ segir Hannes. Sjá má ummælin í spilaranum að ofan.
KKÍ Fjárhættuspil Tengdar fréttir Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Íslendingar eyða tugum milljarða á ári á ólöglegum veðmálasíðum. Eigendur þeirra greiða enga skatta eða gjöld hér á landi vegna úreltra laga sem hefur ekki verið breytt síðan árið 2005. Dómsmálaráðherra vill breytingar en í hvaða átt skal fara? Leyfa eða banna? Málið var rætt í Pallborðinu á Vísi í dag. 23. október 2025 12:02 Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Kristófer Acox og Coolbet hafa fjarlægt allar færslur þar sem leikmaðurinn sést á samfélagsmiðlum veðmálasíðunnar. Körfuknattleiksdeild Vals vildi ekki tjá sig um málið. 10. október 2025 15:00 Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfuboltamaðurinn Kristófer Acox gæti átt yfir höfði sér sekt frá Körfuknattleikssambandi Íslands fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu. Kristófer var andlit auglýsingar um veðmál á leiki í deildinni sem hann spilar sjálfur í; Bónus-deildinni. 10. október 2025 07:02 Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Sjá meira
Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Íslendingar eyða tugum milljarða á ári á ólöglegum veðmálasíðum. Eigendur þeirra greiða enga skatta eða gjöld hér á landi vegna úreltra laga sem hefur ekki verið breytt síðan árið 2005. Dómsmálaráðherra vill breytingar en í hvaða átt skal fara? Leyfa eða banna? Málið var rætt í Pallborðinu á Vísi í dag. 23. október 2025 12:02
Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Kristófer Acox og Coolbet hafa fjarlægt allar færslur þar sem leikmaðurinn sést á samfélagsmiðlum veðmálasíðunnar. Körfuknattleiksdeild Vals vildi ekki tjá sig um málið. 10. október 2025 15:00
Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfuboltamaðurinn Kristófer Acox gæti átt yfir höfði sér sekt frá Körfuknattleikssambandi Íslands fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu. Kristófer var andlit auglýsingar um veðmál á leiki í deildinni sem hann spilar sjálfur í; Bónus-deildinni. 10. október 2025 07:02