Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar 24. október 2025 07:30 Þann 24. október er baráttudagur kvenna. Við munum heyra ræður um jafnrétti, framtíðina og það sem hefur áunnist. Í dag - árið 2025 - getur kona á Íslandi ekki fengið skilnað nema makinn samþykki hann. Lögin koma beinlínis í veg fyrir því að fólk ráði eigin lífi. Þetta hljómar ýkt en í aðstæðum sem því miður langoftast konur lenda í: ofbeldissamböndum, getur þetta verið hrikalegt áfall. Það að þurfa að standa í þessu eftir að hafa loksins ákveðið að fara er bæði niðurlægjandi og niðurbrjótandi. Þetta kerfi styður ójafnrétti og gerendur. Og það er ofbeldi- kerfisbundið ofbeldi. Ef einn aðili neitar að skrifa undir fjárskiptasamning eða einfaldlega bregst ekki við, þá stöðvast allt ferlið. Hjá sýslumanni er einungis hægt að fá skilnað ef það næst samkomulag um alla hluti. Ef það næst ekki, er málinu vísað frá. Það sem einstaklingar í þessari stöðu þurfa að fara í gegn er langt, dýrt og þreytandi ferli. Þetta er nógu erfitt ef um „venjulegan“ skilning er að ræða, en þetta er næstum því óbærilegt ef viðkomandi hefur þurft að þola ofbeldi af ýmsum toga, stjórnun, gaslýsingu, nauðgun og margt fleira. Að vísu er hægt að fara fram á lögskilnað á grundvelli ofbeldis en hann er ekki veittur nema gerandinn samþykki eða er búinn að fá dóm á sig. Því miður eru það ennþá langoftast konur sem lenda í þessum aðstæðum. Konur í þessari stöðu eru hetjur. En kerfið er það ekki. Við stöndum okkur ekki nógu vel. Við þurfum að gera betur. Einstæðar mæður sem þurfa að berjast við kerfið, vinna, hugsa um börnin, vinna úr því sem þær hafa upplifað. Og vera sætar. Kvarta ekki og sætta sig við að samfélag eins og okkar- á Íslandi árið 2025- sem er frægt fyrir jafnrétti kynjanna krefst leyfi eiginmanns til þess að kona fái að ráða hvort að hún er gift eða ekki, alveg eins og hún sé eign hans. Á baráttudegi kvenna á ég ekki eftir að fagna því sem við höfum náð. Ég ætla að krefjast þess sem enn hefur ekki verið tryggt: Réttarins til að ráða yfir eigin lífi án samþykkis annarra. Frelsi til að skilja ætti aldrei að þurfa leyfi. Við erum ekki eign annarra. Höfundur er hjúkrunarfræðingur, einstæð móðir, drusla og stolt af því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvennaverkfall Jafnréttismál Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Þann 24. október er baráttudagur kvenna. Við munum heyra ræður um jafnrétti, framtíðina og það sem hefur áunnist. Í dag - árið 2025 - getur kona á Íslandi ekki fengið skilnað nema makinn samþykki hann. Lögin koma beinlínis í veg fyrir því að fólk ráði eigin lífi. Þetta hljómar ýkt en í aðstæðum sem því miður langoftast konur lenda í: ofbeldissamböndum, getur þetta verið hrikalegt áfall. Það að þurfa að standa í þessu eftir að hafa loksins ákveðið að fara er bæði niðurlægjandi og niðurbrjótandi. Þetta kerfi styður ójafnrétti og gerendur. Og það er ofbeldi- kerfisbundið ofbeldi. Ef einn aðili neitar að skrifa undir fjárskiptasamning eða einfaldlega bregst ekki við, þá stöðvast allt ferlið. Hjá sýslumanni er einungis hægt að fá skilnað ef það næst samkomulag um alla hluti. Ef það næst ekki, er málinu vísað frá. Það sem einstaklingar í þessari stöðu þurfa að fara í gegn er langt, dýrt og þreytandi ferli. Þetta er nógu erfitt ef um „venjulegan“ skilning er að ræða, en þetta er næstum því óbærilegt ef viðkomandi hefur þurft að þola ofbeldi af ýmsum toga, stjórnun, gaslýsingu, nauðgun og margt fleira. Að vísu er hægt að fara fram á lögskilnað á grundvelli ofbeldis en hann er ekki veittur nema gerandinn samþykki eða er búinn að fá dóm á sig. Því miður eru það ennþá langoftast konur sem lenda í þessum aðstæðum. Konur í þessari stöðu eru hetjur. En kerfið er það ekki. Við stöndum okkur ekki nógu vel. Við þurfum að gera betur. Einstæðar mæður sem þurfa að berjast við kerfið, vinna, hugsa um börnin, vinna úr því sem þær hafa upplifað. Og vera sætar. Kvarta ekki og sætta sig við að samfélag eins og okkar- á Íslandi árið 2025- sem er frægt fyrir jafnrétti kynjanna krefst leyfi eiginmanns til þess að kona fái að ráða hvort að hún er gift eða ekki, alveg eins og hún sé eign hans. Á baráttudegi kvenna á ég ekki eftir að fagna því sem við höfum náð. Ég ætla að krefjast þess sem enn hefur ekki verið tryggt: Réttarins til að ráða yfir eigin lífi án samþykkis annarra. Frelsi til að skilja ætti aldrei að þurfa leyfi. Við erum ekki eign annarra. Höfundur er hjúkrunarfræðingur, einstæð móðir, drusla og stolt af því.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun